Velkomin á vef 
Valmynd
Valmynd

Algengar spurningar – Apple TV

Ég get ekki notað fjarstýringuna
Byrjaðu á að prófa að hlaða fjarstýringuna. Ef hún er fullhlaðin en virkar ekki, prófaðu þá að endurtengja hana við Apple TV með að halda inni „Menu“ og hækka takkanum í tvær sekúndur. Ef þú keyptir notað Apple TV og fékkst ekki fjarstýringu með, þarftu að kaupa fjarstýringu til að setja upp Apple TV.
Apple TV kveikir ekki á sér
Gakktu úr skugga um að Apple TV sé tengt við rafmagn og að HDMI sé kyrfilega tengdur við bæði Apple TV og sjónvarpið. Ef það kviknar ekki á Apple TV eftir þetta, það kemur ekki mynd á skjáinn eða það kemur ekkert hljóð, getur þú fundið lausn hér.
Ég get ekki sett upp Apple TV eða sé villumeldingu á skjánum
Ef Apple TV hættir að svara skipunum í uppsetningu, taktu það þá úr sambandi við rafmagn í 15 sekúndur og stinga því svo aftur í samband. – Ef þú kemst ekki í gegnum eitthvað skref í uppsetningu, prófaðu þá að tengja Apple TV við annað Wi-FI net, t.d. „Personal hotspot“ í símanum þínum. Farðu svo í Settings í Apple TV eftir uppsetningu og tengdu það við heimanetið þitt. – Ef þú ert með önnur vandamál getur þú reynt að finna lausn undir Apple TV leiðbeiningar hér á epli.is eða inni á support.apple.com/appletv
Ég fæ upp skilaboð um að það þurfi að virkja Apple ID
Til að geta notað Apple ID þarf að staðfesta tölvupóstfangið sem tengt er aðgangnum. Sé það ekki gert er hægt að skrá sig inn en ekki nota neinar þjónustur Apple. Leiðbeiningar fyrir stofnun Apple ID.

Karfan þín