Velkomin á vef 
Valmynd
Valmynd

Vegna COVID-19

Er í lagi að nota sótthreinsi á iPhone símann minn?
Já, þú getur notað sótthreinsiþurrku eða mjúkan, rykfrían klút, örlítið rakann með 70% ísóprópanól (e. 70% isopropyl alcohol ) til að sótthreinsa yfirborð iPhone símans. Notið alls ekki sótthreinsispritt yfir 70% eða bleikiklór. Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu og alls ekki dýfa tækinu ofan í hreinsiefni. Hér má finna frekari leiðbeiningar um þrif á iPhone símum á íslensku.
Er í lagi að nota sótthreinsi á Apple úrið mitt?
Já, þú getur notað sótthreinsiþurrku eða mjúkan, rykfrían klút, örlítið rakann með 70% ísóprópanól (e. 70% isopropyl alcohol) til að sótthreinsa yfirborð úrsins og ólarinnar. Notið ekki á ólar úr efni eða leðri. Notið alls ekki sótthreinsispritt yfir 70% eða bleikiklór. Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu og alls ekki dýfa tækinu ofan í hreinsiefni. Hér má finna frekari leiðbeiningar um þrif á Apple Watch og ólum á ensku.
Hvað með aðrar Apple vörur, má sótthreinsa þær?
Já, þú getur notað sótthreinsiþurrku eða mjúkan, rykfrían klút, örlítið rakann með 70% ísóprópanól (e. 70% isopropyl alcohol) til að sótthreinsa yfirborð tækisins, svo sem skjáinn, lyklaborðið og önnur yfirborð tækisins. Notið ekki á yfirborð úr efni eða leðri. Notið alls ekki sótthreinsispritt yfir 70% eða bleikiklór. Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu og alls ekki dýfa tækinu ofan í hreinsiefni. Hér má finna frekari leiðbeiningar um þrif á Apple vörum á ensku.
Get ég sent tækið mitt á verkstæði Epli?
Já, þú getur það svo sannarlega. Ítarlegar leiðbeiningar má finna hér.

Karfan þín