Velkomin á vef 
Valmynd
Valmynd

Færa myndir og myndbönd yfir á Mac og Windows

Veldu hvar þú vilt geyma myndir þínar og myndbönd

Fyrst skaltu ákveða hvar þú vilt geyma myndir þínar og myndbönd. Þú getur geymt þær, og þau, inni á skýjaþjónustu iCloud Photos og þannig gert þær aðgengilegar á öllum tækjunum þínum. Þú getur líka valið um að geyma þær staðbundið inni á Mac eða Windows tölvunni þinni.

iCloud Photos

Þú getur nálgast myndir sem þú geymir í iCloud Photos frá iPhone, iPad, iPod touch, Mac, inni á iCloud.com og meira að segja á Windows tölvu. Nýjustu myndirnar þínar fara sjálfkrafa inn á iCloud Photos og allar breytingar sem þú gerir eru samkeyrðar á milli allra tækja.*

Áður en þú hefst handa:

Kveiktu á iCloud Photos:

 • iPhone, iPad eða iPod touch: farðu í Settings > [nafnið þitt] > iCloud > Photos, og kveiktu á iCloud Photos.
 • Mac: farðu í System Preferences > iCloud. Smelltu á Options takkann við hlið Photos, veldu svo iCloud Photos.
 • Apple TV: farðu í Settings > Accounts > iCloud > iCloud Photos.
 • Windows: fylgdu skrefunum til að setja upp iCloud Photos.

Ef þú hefur áður fært myndir af tölvunni þinni inn á iOS/iPadOS tækið með iTunes munt þú fá upp skilaboð um að þær verði fjarlægðar þegar kveikt er á iCloud Photos, „Photos and Videos Synced from iTunes will be Removed“. Þær myndir og myndbönd sem þú færðir af tölvunni inn á tækið haldast inni á tölvunni, en þær verða fjarlægðar úr iOS/iPadOS tækinu.
Þú ferð þessar myndir og myndbönd aftur inn á iOS/iPadOS tækið með að kveika á iCloud Photos á Mac eða Windows. Þegar þú gerir það mun myndunum á tölvunni þinni vera upphalað í iCloud svo þú getir nálgast þær á öllum tækjunum þínum. Eftir að þú kveikir á iCloud Photos munu allar myndir vera í iCloud og aðgengilegar úr Photos appinu á Mac og/eða möppu í Windows.
Þú getur fundið leiðbeiningar um notkun iCloud Photos á Mac og Windows.

* Myndir og myndbönd sem þú geymir í iCloud Photos nota iCloud gagnageymsluna þína. Áður en þú kveikir á iCloud Photos skaltu ganga úr skugga um að þú sért með nóg geymslupláss í iCloud til að geyma myndirnar þínar og myndbönd. Þú getur séð hve mikið pláss þú þarft og svo uppfært gagnaáskriftina þína ef á þarf að halda.

Flytja inn á Mac

Þú getur notað Photos appið á Mac til að flytja inn myndir frá iPhone, iPad eða iPod touch á tölvuna þína með iCloud Photos.
Þessi skref virka einnig til að flytja inn myndir frá stafrænum myndavélum og SD kortum.

 • Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfu af iTunes fyrir Mac. Þörf er á iTunes 12.5.1 eða nýrra til að flytja inn myndir á Mac.*
 • Tengdu tækið þitt við tölvuna með USB kapli. Ef þú ert að flytja inn af SD korti skaltu setja kortið inn í SD raufina á tölvunni eða í utanáliggjandi kortalesara tengdum með USD.
 • Þú gætir þurft að opna iOS/iPadOS tækið með lykilkóðanum þínum. Þú gætir einnig fengið upp glugga á tækinu sem biður þig um að „Trust This Computer“. Smelltu á Trust til að halda áfram.
 • Photos appið mun opnast sjálfkrafa á tölvunni. Ef það opnast ekki sjálfkrafa skaltu opna það.
 • Photos appið mun sýna „Import screen“ með öllum þeim myndum og myndböndum á tækinu sem tengt er við tölvuna. Ef Import skjárinn kemur ekki sjálfkrafa upp skaltu smella á Import flipann efst í Photos appinu eða nafn tækisins í hliðarvalmyndinni.
 • Til að flytja inn handvaldar myndir skaltu smella á þær myndir sem þú vilt flytja inn og velja svo „Import Selected“. Til að flytja inn allar nýjar myndir skaltu velja „Import All New Photos“.

 • Þegar flutningnum er lokið getur þú aftengt tækið frá tölvunni. Ef þú fluttir inn af SD korti eða öðru USB tæki skaltu aftengja það á öruggan hátt fyrst.

Í macOS High Sierra og nýrri birtast innfluttar myndir í „Import album“ í Photos appinu. Ef þú notast við eldri útgáfur af macOS munu þær birtast í „Last Import almbum“.
Myndir og myndbönd sem þú færir af tölvunni þinni á iPhone, iPad eða iPod touch með iTunes er ekki hægt að færa aftur yfir á tölvuna.
Lærðu hvað skal gera ef þú getur ekki flutt inn myndir af iPhone, iPad eða iPod touch yfir á tölvu.

* Þetta á ekki við um macOS Catalina 10.15

Flytja inn á Windows tölvu

Þú getur flutt myndirnar þínar inn á Windows tölvu með að tengja tækið við tölvuna og nota Windows Photos forritið:

 • Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfu af iTunes fyrir Windows. Þörf er á iTunes 12.5.1 eða nýrra til að flytja inn myndir á tölvu.
 • Tengdu tækið þitt við tölvuna með USB kapli.
 • Þú gætir þurft að opna iOS/iPadOS tækið með lykilkóðanum þínum. Þú gætir einnig fengið upp glugga á tækinu sem biður þig um að „Trust This Computer“. Smelltu á Trust til að halda áfram.

Fylgdu svo þessum skrefum frá Microsoft til að læra hvernig á að flytja inn myndir í Windows Photos forritið:

Þegar myndbönd eru flutt inn á Windows tölvu gætu sum þeirra snúið vitlaust í Windows Photos. Þú getur opnað þau með iTunes til að spila þau rétt.

Ef þú ert með kveikt á iCloud Photos þarftu að niðurhala upprunalegu myndunum í tækið þitt áður en þú flytur myndirnar inn í tölvuna. Finndu út hvernig.

Myndir og myndbönd sem þú færir af tölvunni þinni á iPhone, iPad eða iPod touch með iTunes er ekki hægt að færa aftur yfir á tölvuna.
Lærðu hvað skal gera ef þú getur ekki flutt inn myndir af iPhone, iPad eða iPod touch yfir á tölvu.

Fáðu myndir af tölvu í iOS tækið þitt

Þú getur valið úr nokkrum leiðum til að koma myndum og myndböndum frá tölvu yfir á iPhone, iPad eða iPod touch:

 • iCloud Photos með Photos í macOS eða iCloud fyrir Windows til að geyma allar myndirnar þínar á öruggan hátt á öllum tækjunum þínum.
 • Með AirDrop getur þú sent myndir og myndbönd þráðlaust frá Mac í iOS tæki. Þetta er auðveld og fljótleg leið til að senda nokkrar skrár frá Mac og virkar ekki á Windows. Þegar þú sendir myndir og myndbönd í iOS tæki með AirDrop birtast myndirnar í Photos appinu á símanum.
 • Samkeyrðu myndirnar þínar handvirkt með iTunes. Í hvert skipti sem þú samkeyrir iOS tæki við iTunes, munu myndir og myndbönd á iOS tækinu uppfærast til að passa við albúmin á tölvunni þinni.

Frekari upplýsingar

Útgáfudagur: 18. október 2019

Karfan þín