Velkomin á vef 
Valmynd
Mínar síður Valmynd

Hvað skal gera áður en iPhone, iPad eða iPod touch kemur í þjónustu

Til að spara tíma skaltu fylgja þessum skrefum áður en tækið þitt fer í þjónustu hjá Epli

Áður en þú kemur með tæki til Epli

Áður en þú kemur með tækið þitt í þjónustu eða viðgerð hjá Epli skaltu fylgja þessum skrefum. Ef tækið kveikir ekki á sér, eða svarar ekki snertingu, skaltu klára öll þau skref sem þú getur:

  • Taktu afrit af gögnum
  • Vertu með Apple ID lykilorðið þitt tilbúið við höndina. Fyrir allar viðgerðir þarf að slökkva á Find My Device.*
  • Slökktu á Find My Device.
  • Taktu kaupnótuna með (ef þú getur), ef ske kynni að Epli.is þurfi að sýna fram á rétta kaupdagsetningu.
  • Komdu með tækið og aukahluti (ef við á) sem þú þarft aðstoð með.
  • Hafðu löggild skilríki með þér. Við gætum spurt um skilríki til að sanna deili á þér og að þú sért raunverulegur eigandi tækisins.

Áður en þú sendir tæki til Epli

Áður en þú sendir tækið þitt til okkar, eða ferð með það til endursöluaðila sem sendir tækið áfram til okkar, skaltu fylgja þessum skrefum. Ef tækið kveikir ekki á sér, eða svarar ekki snertingu, skaltu klára öll þau skref sem þú getur:

Nú ætti tækið þitt að vera tilbúið til innsendingar eða móttöku hjá endursöluaðila.

*Ef þú nærð ekki að slökkva á Find My Device getur Epli ekki þjónustað tækið þitt. Þessi regla kemur frá Apple og er ætlað að koma í veg fyrir að þriðji aðili geti komið með tækið þitt inn í þjónustu án þinnar vitundar. Ef þú manst ekki Apple ID aðganginn þinn eða lykilorðið getur þú farið inn á iForgot hjá Apple.

Útgáfudagur: 17. mars 2020

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki