Verkstæði
Tilkynning frá Apple vegna rafhlaða í iPhone símum (uppfært!)
Apple hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirrar umræðu um að stýrikerfi iPhone símanna hægðu á sér þegar rafhlöður tækjanna væru orðnar lélegar. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að tækin drepi á sér án fyrirvara en þessi breyting kom með stýrikerfisuppfærslu 10.2.1 í janúar 2017.
Uppfærsla: Apple hafa beðist afsökunar á að hafa ekki látið vita af þessari breytingu á hegðun stýrikerfisns við útgáfu uppfærslunnar.
Í tilkynningu Apple segir að til að koma til móts við notendur tækjanna stendur til að lækka verð á nýjum rafhlöðum. Sjá verðlista verkstæðis hér.
Þetta á við iPhone 6, iPhone 6s, iPhone SE og iPhone 7 sem eru utan ábyrgðar vegna aldurs.
Þegar skipt er um rafhlöðu þarf að leggja tækið inn á verkstæðið okkar á Laugavegi 182. Rafhlöður taka ca 7-10 virka daga í flutningum til landsins og verður tækið að vera hjá okkur á meðan. Ef rafhlaðan er til á lager hjá okkur er ferlið styttra eða um 1-2 virkir dagar. Þá ber að taka fram að ef skjár símans er brotinn eða hann orðið fyrir vökvatjóni er ekki hægt að skipta um rafhlöðu í tækinu. Þá ætlar Apple að gefa út stýrikerfisuppfærslu snemma árs 2018 sem mun auðvelda notendum tækjanna að fylgjast með stöðu á rafhlöðunni og sjá hvort kominn sé tími á að skipta um rafhlöðu.
Uppfærsla 2: Rafhlöður í iPhone 6 Plus verða tilbúnar til afhendingar af lager hjá Apple um mánaðarmótin mars/apríl.
Tilkynninguna í heild sinni má sjá á heimasíðu Apple.
https://www.apple.com/iphone-battery-and-performance/
Nýtt hjá Epli
Epli býður eigendum Apple tölva fría ástandsskoðun á Apple-vottuðu verkstæði á Laugavegi 182.
Það er í raun alveg sama hversu gamla tölvu þú ert með eða hvar hún var keypt. Við skoðum hana og ráðleggjum þér hvernig hægt er að betrumbæta hana og hjálpum þér að gera hana eins góða og kostur er.

Galli í rafhlöðum iPhone 6s
Galli í rafhlöðum iPhone 6s
Tilkynning varðandi FMI (Find My iPhone/iPad) á Íslandi.
Síðan 30. nóvember 2016 hefur Epli ekki getað verið milliliður viðskiptavina og Apple í að aftengja FMI öryggisstillingu af tækjum. Frá og með þeim degi hefur Apple krafist þess að allir þeir sem eru vandræðum með lykilorð fyrir Apple ID aðgang, beini fyrirspurnum beint til Apple.
Við hjá Epli viljum því benda fólki á að rifja upp og MUNA aðgangsorðin að Apple ID-inu sínu.
Fyrir þá sem hafa ekki aðgangsorð verða eftirtaldar leiðir í boði:
- https://iforgot.apple.com - hér geta flestir bjargað sér sjálfir á einfaldan hátt.
eða:
- Símaþjónusta Apple Support víðsvegar um heiminn (en ekki á Íslandi)
- Við hjá Epli mælum með símaþjónustunni í Danmörku (0045 80 24 96 25)
eða í Englandi (0800 107 6285).
Þjónustan hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel, en krefst ensku eða dönskukunnáttu. Báðir aðilar eru þó vel enskumælandi.
Það skal tekið fram að þetta er ekki gert að ósk Epli og finnst okkur miður að þjónustusamningur okkar við Apple nái ekki lengur yfir þessa þjónustu.
Við viljum vekja athygli þeirra sem keypt hafa tækin hjá Epli að hafa samband við þjónustustjóra eða afgreiðsluna á Laugavegi 182.
Rafræn skilríki fyrir Apple notendur
Hægt er að verða sér út um rafræn skilríki frá Auðkenni, hvort sem er í snjallsímann eða fyrir tölvuna.
Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem kjósa að nota tölvuna sína.
Þeir sem vilja fá rafrænu skilríkin í símann sinn er bent á tengilinn neðst á síðunni.
Í augnablikinu eru rafrænu skilríkin í Apple tölvum bundin við Firefox vafrann, þannig að ef að Firefox er ekki sett upp á tölvunni þá er hægt að nálgast þann vafra hér.
Þá þarf að hlaða niður og setja upp Nexus Personal fyrir Mac og hægt er að nálgast það forrit hér.
Þegar að þetta forrit er sótt, er gott að ganga úr skugga um það að tölvan geti tekið á móti því. Það er gert með því að fara í System Preferences og þar í Security & Privacy og stillingin þarf að vera eins og myndin sýnir, þ.e. punkturinn þarf að vera í "anywhere".
Þegar þetta er komið, þá er bara að fylgja leiðbeiningum um uppsetningu sem koma fram í tenglum hér að neðan. Það getur verið nauðsynlegt að endurræsa tölvuna svo að ferlið virki alla leið.
Sækja Nexus Personal fyrir Mac
Leiðbeiningar fyrir Mac notendur
Epli rekur viðurkennt Apple þjónustuverkstæði hér á landi og sem viðurkenndur þjónustuaðili Apple, sinnum við öllum ábyrgðarviðgerðum á Apple-tölvum, iPad, iPod og iPhone sem falla undir verksmiðjuábyrgð Apple.
Á Laugavegi 182 er starfrækt Apple-þjónustuverkstæði þar sem fram fer ýmis þjónusta og ábyrgðarviðgerðir. Verkstæðið og verkstæðismóttakan eru opin á milli 10:00-18:00 alla virka daga.
Hvað ber að gera áður en tölva kemur í skoðun/viðgerð?
- vera með skýra og greinagóða lýsingu á því hvernig bilun lýsir sér.
- vera búin að taka afrit af mikilvægum gögnum sé þess kostur. Það sparar tíma og peninga.
- hafa slökkt á tölvunni og hlaðna rafhlöðu á fartölvum sé þess nokkur kostur.
- gott er að hafa kaupnótu tækis með sé það ekki keypt hjá Epli.
Hvað ber að gera áður en iOS tæki kemur í skoðun/viðgerð?
- Taka afrit af tækjunum sínum. Það sparar bæði tíma og peninga.
- Nauðsynlegt að búið sé að aftengja FMI af tækinu og að 4 stafa talnalás sé farinn af eða við hendina þegar tæki kemur inn til okkar.
- Ef að tæki er keypt annarsstaðar en hjá Epli er mjög gott að koma með kaupnótu tækisins til að ábyrgðarstaða sé örugglega miðuð við rétta dagsetningu.
Nokkrir nýtilegir tenglar fyrir þig.
Afritunartaka og endurstilling á iOS tækinu í gegnum iTunes eða iCloud
http://support.apple.com/kb/HT1766
iCloud: Hvernig skal fjarlægja tæki af FMI
http://support.apple.com/kb/PH2702
FMI aflæsing. Hvernig skal fjarlægja tæki af reikningi fyrrverandi eiganda
http://support.apple.com/kb/TS4515
iPhone: Vélbúnaðar bilanagreining
http://support.apple.com/kb/TS2802
iOS: Bilanagreining á Mail forritinu
http://support.apple.com/kb/TS3899
iOS: Ef að app hættir skyndilega, hættir að svara eða neitar að opnast
http://support.apple.com/kb/ts1702
Hvað ber að gera áður en þú selur eða gefur einhverjum tækið þitt (iPad, iPhone eða iPod touch)
http://support.apple.com/kb/HT5661
Hvað skal gera ef að tækið þitt týnist eða að því sé stolið (iPad, iPhone eða iPod Touch)
http://support.apple.com/kb/HT5668