Valmynd
Valmynd

Hvað ber að gera áður en tölva kemur í skoðun/viðgerð?

  • Vera með skýra og greinargóða lýsingu á bilun.
  • Vera búin að taka afrit af mikilvægum gögnum sé þess kostur. Það sparar tíma og peninga.
  • Hafa slökkt á tölvunni og hlaðna rafhlöðu á fartölvum sé þess nokkur kostur.
  • Gott er að hafa kaupnótu tækis með sé það ekki keypt hjá Epli.

Hvað ber að gera áður en iOS tæki kemur í skoðun/viðgerð?

  • Taka afrit af tæki. Það sparar bæði tíma og peninga.
  • Nauðsynlegt er að búið sé að aftengja FMI af tækinu og að 4 stafa talnalás sé farinn af eða við hendina þegar tæki kemur inn til okkar.
  • Ef að tæki er keypt annars staðar en hjá Epli er mjög gott að koma með kaupnótu til að ábyrgðarstaða sé örugglega miðuð við rétta dagsetningu.

Karfan þín