Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Breyta landsvæði Apple ID reiknings

Ef þú flytur til nýs lands getur þú uppfært landsvæðið sem skráð er á Apple ID reikningnum. Áður en þú uppfærir upplýsingarnar þarftu að klára inneigninga þína, segja upp áskriftum og útvega þér greiðsluleið frá nýja landinu.

Þegar þú fylgir skrefunum hér að neðan munu upplýsingar um landsvæði breytast fyrir allar Apple þjónustur og Apple tæki í þinni eigu.

Ef þú ert hluti af fölskyldusamnýtingu (e. Family Sharing) gæti verið að ekki sé hægt að breyta landsvæðinu án þess að segja þig úr hópnum fyrst.

Þetta þarf að gera áður en þú breytir landsvæði Apple ID reiknings:

Breyta landsvæði á iPhone, iPad eða iPod touch

 • Opnaðu settings
 • Veldu nafnið þitt og ýttu svo á iTunes & App Store.
 • Ýttu á Apple ID og svo View Apple ID. Þú gætir verið beðin um að skrá þig inn.
 • Ýttu á Country/Region.
  iPhone showing the Account Settings page.
 • Ýttu á „Change Country or Region“. Ef þú sérð ekki valmöguleikann skaltu hafa samband við Apple Support.
 • Veldu nýja landið og farðu yfir skilmálana.
 • Ýttu á Agree í efra hægra horni skjásins og ýttu svo aftur á Agree til að staðfesta.
 • Veldu greiðsluleið og sláðu inn greiðsluupplýsingar og heimilisfang, ýttu á Next. Þú verður að setja inn gilda greiðsluleið fyrir nýja landið.* Lærðu meira um hvernig á að breyta eða fjarlægja Apple ID greiðsluleiðum.

Breyta landsvæði á tölvu

 • Opnaðu Music appið eða iTunes.
 • Smelltu á Account í valmyndinni efst á skjánum eða efst í iTunes glugganum, smelltu svo á „View My Account“.
 • Skráðu þig inn með Apple ID og smelltu svo á „View Account“.
 • Smelltu á „Change Country or Region“ á Account Information síðunni
  Mac showing the Account Information page.
 • Veldu nýja landið í „Select a Country or region“ valmyndinni. Ef þú sérð ekki valmyndina skaltu hafa samband við Apple Support.
 • Farðu yfir skilmálana og smelltu svo á Agree. Ýttu svo aftur á Agree til að staðfesta.
 • Veldu greiðsluleið og sláðu inn greiðsluupplýsingar og heimilisfang, smelltu á Continue.

Breyta landsvæði á Apple ID vefsíðunni

 • Skráðu þig inn á Apple ID reikninginn.
 • Skrunaðu að Account svæðinu og smelltu á Edit.
 • Veldu nýja landið úr Country/Region valmyndinni.
 • Smelltu á „Continue to update“ þegar spurt er hvort þú viljir breyta landsvæðinu.
 • Sláðu inn nýjar greiðsluupplýsingar og heimilisfang, smelltu á Save. Þú verður að setja inn gilda greiðsluleið fyrir nýja landið.*

Hafðu samband við Apple Support

Ef þú getur ekki klárað eitthvert skrefanna hér að ofan, getur ekki breytt um landsvæði eða þú átt of litla inneign til að kaupa einn hlut skaltu hafa samband við Apple Support, þú getur til dæmis hringt í Apple Support í Danmörku eða Bretlandi.

Apple Support DK: +45 80 24 96 25
Apple Support UK: +44 800 107 6285

Frekari upplýsingar

*Ef þú vilt ekki skrá greiðsluleið skaltu bíða þar til þú ert komin til nýja landsins og búa þá til nýtt Apple ID.

Útgáfudagur: 10. ágúst 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: