Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Stofna nýtt Apple ID

Notaðu sama Apple ID aðgang fyrir allar Apple þjónustur. Allt sem þarf er fullt nafn, fæðingardagur, tölvupóstfang og farsímanúmer.

Ef þú ert að nýta þér einhverjar Apple þjónustur ert þú mest líka með Apple ID aðgang núþegar og þarft ekki að stofna slíkan. Lærðu hvernig á að skrá inn, stilla og verja aðganginn þinn. Ekki viss hvort þú sért með aðgang? Skráðu inn nafnið þitt og tölvupóstfang á Apple ID aðgangssíðunni til að komast að því.

Apple ID er aðgangurinn sem þú notar til að nálgast Apple þjónustur eins og iCloud, App Store, iTunes Store, Apple Music, og fleira. Aðgangurinn inniheldur tölvupóstfangið og lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn, og tengsla-, greiðslu- og öryggisupplýsingar sem þú nýtir með öllum Apple þjónustum.

Ekki skiptir máli á hvaða tæki þú stofnar Apple ID aðganginn, mundu bara að nota sama aðganginn til að skrá þig inn á allar Apple þjónustur. Á þennan hátt getur þú nálgast og stjórnað öllu með einum aðgangi og lykilorði.

Aðgangur að Store og öðrum þjónustum gæti verið mismunandi milli landa.

Stofnaðu Apple ID aðgang á iPhone, iPad eða iPod touch

Þegar settur er upp nýr iPhone, iPad eða iPod touch gæti verið að beðið verði um að skrá inn Apple ID og lykilorð. Ef þú ert ekki með Apple ID aðgang, getur þú stofnað nýjan á meðan þú setur upp tækið. Þú getur einnig sett hann upp seinna í App Store.

Stofnaðu Apple ID aðgang á meðan þú setur upp tækið þitt

 • Veldu Forgot password or don't have an Apple ID.
 • Veldu Create a Free Apple ID.
 • Veldu fæðingardaginn þinn og skráðu inn nafnið þitt. Veldu Next.
 • Veldu Use your current email address, eða Get a free iCloud email address.

Stofnaðu Apple ID aðgang í gegnum App Store á tækinu

 • Opnaðu App Store og ýttu á innskráningarhnappinn .
 • Veldu Create New Apple ID. Ef þú sérð ekki þennan valmöguleika skaltu ganga úr skugga um að þú sért skráð/ur út af iCloud.
 • Fylgdu skrefunum á skjánum. Tölvupóstfangið sem þú gefur upp verður nýji Apple ID aðgangurinn þinn.
 • Sláðu inn greiðslukortaupplýsingar og heimilisfang, veldu svo Next. Þú getur einnig valið None, og lært hvað skal gera ef None valmöguleikinn sést ekki eða að þú getur ekki valið hann. Engin rukkun kemur á kortið hjá þér fyrr en þú verslar eitthvað hjá Apple eða þriðja aðila í gegnum App Store. Þú getur breytt eða fjarlægt greiðsluupplýsingarnar þínar seinna.
 • Staðfestu símanúmerið þitt. Þetta getur aðstoðað Apple við að auðkenna þig og að komast inn á aðganginn þinn ef þess gerist þörf. Veldu Next.
 • Opnaðu tölvupósthólfið þitt og athugaðu hvort þú hafir fengið staðfestingarpóst frá Apple. Fylgdu hlekknum í staðfestingarpóstinum til að staðfesta tölvupóstfangið þitt hjá Apple. Þú getur lært hvað þarf að gera ef þú þarft að setja upp tölvupóstfang á iPhone, iPad eða iPod touch.

Eftir að þú staðfestir tölvupóstfangið þitt munt þú geta notað Apple ID aðganginn þinn til að skrá þig inn á iTunes Store, App Store og aðrar Apple þjónustur eins og iCloud.

Stofnaðu Apple ID aðgang á tölvunni þinni

Á Mac getur þú stofnað Apple ID aðgang í gegnum System Preferences. Ef þú notar Windows tölvu getur þú stofnað Apple ID aðgang í gegnum iTunes fyrir Windows. Ef þú ert ekki með iTunes fyrir Windows, getur þú stofnað Apple ID aðgang á netinu.

Stofna Apple ID á Mac

 • Opnaðu System Preferences í Apple valmyndinni .
 • Veldu Sign In.

 • Veldu svo Create Apple ID, fylgdu svo skrefunum á skjánum. Tölvupóstfangið sem þú gefur upp verður nýji Apple ID aðgangurinn þinn.
 • Sláðu inn greiðslukortaupplýsingar og heimilisfang, veldu svo Continue. Þú getur einnig valið None, og lært hvað skal gera ef None valmöguleikinn sést ekki eða að þú getur ekki valið hann. Engin rukkun kemur á kortið hjá þér fyrr en þú verslar eitthvað hjá Apple eða þriðja aðila í gegnum App Store. Þú getur breytt eða fjarlægt greiðsluupplýsingarnar þínar seinna.
 • Opnaðu tölvupósthólfið þitt og athugaðu hvort þú hafir fengið staðfestingarpóst frá Apple. Fylgdu hlekknum í staðfestingarpóstinum til að staðfesta tölvupóstfangið þitt hjá Apple.

Eftir að þú staðfestir tölvupóstfangið þitt munt þú geta notað Apple ID aðganginn þinn til að skrá þig inn á iTunes Store, App Store og aðrar Apple þjónustur eins og iCloud.

Stofna Apple ID í Windows

 • Opnaðu iTunes fyrir Windows. Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna.
 • Frá stjórnstikunni (e. menu bar) efst á tölvuskjánum eða efst í iTunes glugganum, veldu Account > Sign In. Veldu svo Create New Apple ID.
 • Fylgdu skrefunum á skjánum. Tölvupóstfangið sem þú gefur upp verður nýji Apple ID aðgangurinn þinn.
 • Sláðu inn greiðslukortaupplýsingar og heimilisfang, veldu svo Continue. Þú getur einnig valið None, og lært hvað skal gera ef None valmöguleikinn sést ekki eða að þú getur ekki valið hann. Engin rukkun kemur á kortið hjá þér fyrr en þú verslar eitthvað hjá Apple eða þriðja aðila í gegnum App Store. Þú getur breytt eða fjarlægt greiðsluupplýsingarnar þínar seinna.
 • Opnaðu tölvupósthólfið þitt og athugaðu hvort þú hafir fengið staðfestingarpóst frá Apple. Fylgdu hlekknum í staðfestingarpóstinum til að staðfesta tölvupóstfangið þitt hjá Apple.

Stofnaðu Apple ID aðgang á öðru tæki

Til að stofna Apple ID á Apple TV, Android tæki, snjallsjónvarpi eða streymitæki, getur þú yfirleitt fylgt skrefunum sem koma fram á skjánum og skráð inn fullt nafn, fæðingardag, tölvupóstfang eða símanúmer og greiðsluupplýsingar. Þú þarft að stofna Apple ID þegar þú gerist áskrifandi að þjónustum eins og Apple Music og Apple TV+, eða þegar þú nærð í Apple TV appið. Ef þú setur upp Apple TV appið á snjallsjónvarpinu þínu og þarft að stofna Apple ID, gæti verið að þú verðir send/ur yfir á activate.apple.com. Þú getur einnig fylgt skrefunum hér að neðan til að stofna Apple ID í netvafra.

Stofna Apple ID í netvafra

 • Farðu inn á Apple ID síðuna og smelltu á Create your Apple ID.
  A screenshot of appleid.apple.com, which features an Apple logo in the center of the screen surrounded by concentric colored circles.
 • Fylgdu skrefunum á skjánum. Tölvupóstfangið sem þú gefur upp verður nýji Apple ID aðgangurinn þinn.
 • Skráðu farsímanúmer sem þú hefur alltaf aðgang að.
 • Merktu við subscribe to Apple Updates ef þú hefur áhuga á því. Þetta heldur þér upplýstum/ri up nýjustu fréttir, hugbúnað, vörur og þjónustur Apple.
 • Veldu Continue.
 • Fylgdu skrefunum á skjánum til að staðfesta tölvupóstfangið þitt og símanúmer.

Eftir að þú staðfestir tölvupóstfangið þitt munt þú geta notað Apple ID aðganginn þinn til að skrá þig inn á iTunes Store, App Store og aðrar Apple þjónustur eins og iCloud.

Ef þú sérð skilaboð um að þú þurfir að skrá þig inn í iTunes til að samþykkja skilmála

 • Á iPhone, iPad eða iPod touch: Opnaðu Settings og ýttu á "Sign into device" og skráðu þig inn með Apple ID.
 • Á Mac: Veldu Apple valmyndina  > System Preferences > Apple ID og skráðu þig inn með Apple ID
 • Á Apple TV: Skráðu þig inn í App Store, iTunes Store eða Apple Music með Apple ID. 
 • Á Windows PC: Skráðu þig inn í iTunes með Apple ID.
 • Á Android tæki: Skráðu þig inn í Apple Music á Android með Apple ID.

Frekari leiðbeiningar

Aðgangur að-, og eiginleikar App Store og iTunes Store gæti verið mismunandi milli landa.

Útgáfudagur: 4. nóvember 2021

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: