Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Skoða, breyta eða segja upp áskrift

Hafðu umsjón með áskriftum þínum að Apple Music, Apple News+, Apple Arcade, Apple TV+, Apple TV channels eða öðrum áskriftum í öppum frá þriðja aðila.
Smelltu hér til að skoða eða breyta áskrift

Að segja upp áskrift

 • Flestar áskriftir endurnýjast sjálfkrafa nema þeim sé sagt upp.
 • Ef þú segir upp áskrift munt þú geta notað hana fram að næsta skráða greiðsludegi.
 • Ef þú segir upp áskrift á prufutíma gætir þú misst aðgang að áskriftinni samstundis.

Ef þú skráðir þig í ókeypis prufuáskrift og þú vilt ekki greiða fyrir áskrift í framhaldinu, ættir þú að segja áskriftinni upp að minnsta kosti 24 klst. áður en prufuáskriftin rennur út.   

iPhone, iPad og iPod touch

 • Opnaðu Settings. 
 • Veldu nafnið þitt. 
 • Veldu Subscriptions. (Ef þú sérð ekki „Subscriptions“, skaltu velja „iTunes & App Store“ í staðinn. Veldu Apple ID > View Apple ID, skráðu þig inn, skrunaðu niður og veldu Subscriptions.)
  iPhone showing where you can find subscriptions in Settings.
 • Veldu áskriftina sem þú vilt segja upp.
 • Veldu Cancel Subscription. Ef þú sérð ekki Cancel Subscription, er þegar búið að segja áskriftinni upp og hún mun ekki endurnýjast.

Mac

 • Opnaðu App Store.
 • Smelltu á innskráningar hnappinn  eða nafnið þitt neðst í hliðarvalmyndinni.
 • Smelltu á  View Information efst í glugganum. Þú gætir verið beðin um að skrá þig inn.
 • Finndu Subscriptions á síðunni sem birtist,smelltu svo á Manage.
  Mac showing the Account Information page that appears after you click View Information.
 • Smelltu á Edit við hlið þeirrar áskriftar sem þú vilt segja upp.
 • Smelltu á Cancel Subscription. Ef þú sérð ekki Cancel Subscription, er þegar búið að segja áskriftinni upp og hún mun ekki endurnýjast.

Apple Watch

 • Opnaðu App Store í úrinu.
 • Finndu og veldu Account.
 • Veldu Subscriptions.
 • Veldu áskriftina sem þú vilt segja upp.
 • Veldu Cancel Subscription. Ef þú sérð ekki Cancel Subscription, er þegar búið að segja áskriftinni upp og hún mun ekki endurnýjast.

Apple TV

Á Apple TV er eingöngu hægt að hafa umsjón með áskriftum fyrir tvOS öpp sem eru uppsett á því Apple TV. Fyrir Apple TV (3ju kynslóðar eða eldri), skaltu nota iPhone, iPad eða tölvu til að hafa umsjón með áskriftum.

 • Opnaðu Settings.
 • Veldu Users & Accounts, og veldu svo þinn aðgang.
 • Veldu Subscriptions.
 • Veldu áskriftina sem þú vilt segja upp.
 • Veldu Cancel Subscription. Ef þú sérð ekki Cancel Subscription, er þegar búið að segja áskriftinni upp og hún mun ekki endurnýjast.

Windows

 • Opnaðu iTunes í tölvunni. Ef þú ert ekki með iTunes, skaltu niðurhala því.
 • Smelltu á Account efst í iTunes glugganum, veldu svo View My Account. Þú gætir verið beðin um að skrá þig inn með Apple ID.
 • Smelltu á View Account.
 • Finndu Settings svæðið. Smelltu á Manage við hlið Subscriptions.
 • Smelltu á Edit við þá áskrift sem þú vilt segja upp.
 • Smelltu á Cancel Subscription. Ef þú sérð ekki Cancel Subscription, er þegar búið að segja áskriftinni upp og hún mun ekki endurnýjast.

Ef þú finnur ekki áskriftina sem þú leitar að

Ef þú finnur ekki áskriftina sem þú leitar að, sklatu fara yfir eftirfarandi. Ef ekkert gengur upp skaltu hafa samband við Apple Support.

Er áskriftin í gegnum annað fyrirtæki?

Finndu færsluna í kortayfirlitinu þínu, ef hún er ekki merkt iTunes, Apple eða eitthvað álíka er áskriftin mest líklega ekki í gegnum Apple.

Hafðu samband við kortaútgefanda eða bankann þinn til að komast að því hver sér um að rukka áskriftina.

Stofnaðir þú til áskriftar með öðru Apple ID?

Til að sjá áskriftir á öðru Apple ID, skaltu skrá þig inn á það Apple ID og fylgja svo skrefunum hér að ofan.

Búin að gleyma Apple ID aðgangnum?

Skráði fjölskyldumeðlimur áskriftina?

Stjórnandi fjölskyldusamnýtingar (e. Family Sharing organizer) getur ekki haft umsjón með áskriftum aðra fjölskyldumeðlima. Spurðu fjölskyldumeðlimi þína út í áskriftina og biddu viðkomandi um að segja áskriftinni upp á þeirra eigin tæki. Þú getur einnig notað „Ask to Buy“ eiginleikann til að hafa stjórn á kaupum barnanna.

Kveikja á Ask to Buy.

Þarftu að hafa umsjón með iCloud geymsluplássi eða AppleCare tryggingu?

Niðurfæra iCloud geymslupláss.

Hafðu umsjón með AppleCare+ plan eða AppleCare Protection Plan.

Frekari fróðleikur

Útgáfudagur: 29. apríl 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: