Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Skoðaðu kaupsögu þína hjá App Store eða iTunes Store

Sjáðu lista yfir allt það sem þú hefur keypt með Apple ID.

Hvað er hægt að gera með kaupsöguna

 • Séð fullan lista yfir það sem þú hefur keypt í App Store og iTunes Store.
 • Krafist endurgreiðslu.
 • Tilkynnt vandamál með app eða annað sem þú hefur keypt.
 • Séð dagsetningu kaupa fyrir hvern og einn hlut eða hvenær pöntun var rukkuð.
 • Séð hvaða greiðsluleið var notuð fyrir einstaka hlut.
 • Endursent kvittun til þín með tölvupósti.

Skoða kaupsöguna þína

Ef þú þarft að segja upp áskrit eða ná aftur í eitthvað sem þú hefur keypt þarftu ekki að skoða kaupsöguna þína. 
Segja upp áskrift >
Ná aftur í öpp, tónlist, kvikmyndir og fleira >

Skoða kaupsögu á iPhone, iPad eða iPod touch

iPhone showing Purchase History on the Account Settings page in the Settings app.

 • Opnaðu Settings.
 • Veldu nafnið þitt og veldu svo „iTunes & App Store“.
 • Veldu Apple ID og svo „View Apple ID“. Þú gætir verið beðin um að skrá þig inn.
 • Skrunaðu að „Purchase History“ og ýttu á það. Ef þú vilt sjá kaup framkvæmd fyrir meira en 90 dögum skaltu ýta á „Last 90 days“ og velja tímabil.
 • Finndu kaupin og ýttu svo á „Total Billed“.
 • Þaðan getur þú gert eftirfarandi
  • Til að krefjast endurgreiðslu eða tilkynna vandamál skaltu ýta á kaupin, velja „Report a Problem“ og lýsa vandanum.
  • Til að sjá dagsetningu kaupa og á hvaða tæki þau voru gerð þarftu bara að ýta á kaupin.
  • Til að senda þér nýja kvittun í tölvupósti skaltu velja „Resend“. Þú getur ekki sent kvittun fyrir ókeypis kaupum.

Lestu þig til um hvað þú átt að gera ef þú finnur ekki kaupin sem þú leitar að eða ef þú sérð rukkun sem þú kannast ekki við hér neðar á síðunni.

Skoða kaupsögu á tölvu

 • Opnaðu Music appið eða iTunes. Veldu Account í valmyndinni efst á skjánum eða iTunes glugganum og smelltu svo á „View My Account“.
 • Skunaðu niður að „Purchase History“. Smelltu á „See All“ við hlið „Most Recent Purchase“.
  Mac showing the link to the purchase history in the Music app.
 • Finndu kaupin. Það gæti tekið augnablik fyrir kaupsöguna að birtast. Ef þú vilt sá kaup fyrir meira en 90 dögum skaltu smella á „Last 90 days“ og velja svo tímabil.
 • Þaðan getur þú gert eftirfarandi
  • Til að krefjast endurgreiðslu eða tilkynna vandamál skaltu smella á „More“, velja „Report a Problem“ og lýsa vandanum.
  • Til að senda þér nýja kvittun í tölvupósti skaltu smella á „order ID“ og velja „Resend“. Þú getur ekki sent kvittun fyrir ókeypis kaupum.
  • Til að sjá á hvaða tæki þau voru gerð skaltu smella á „More“.

Lestu þig til um hvað þú átt að gera ef þú finnur ekki kaupin sem þú leitar að eða ef þú sérð rukkun sem þú kannast ekki við hér neðar á síðunni.

Skoða kaupsögu á vefnum

 • Farðu inn á reportaproblem.apple.com.
 • Skráðu þig inn með Apple ID og lykilorði.
 • Listi yfir nýleg kaup mun birtast. Þaðan getur þú skoðað kvittun, krafist endurgreiðslu eða tilkynnt vandamál. Ef þú ert ekki viss um hvað var rukkað fyrir en veist upphæðina skaltu leita að upphæðinni.

Ef þú vilt sá rukkanir fyrir Apple Music, Apple News+, iCloud Storage eða fyrir eldri kaupum þarftu að skoða kaupsöguna í Settings á iOS tæki eða í tölvu.

Lestu þig til um hvað þú átt að gera ef þú finnur ekki kaupin sem þú leitar að eða ef þú sérð rukkun sem þú kannast ekki við hér neðar á síðunni.

Ef þú finnur ekki kaupin sem þú leitar að

Ef þú finnur ekki kaupin sem þú leitar að skaltu prófa eftirfarandi áður en þú hefur samband við Apple.

Finndu út hvort fjölskyldumeðlimur hafi framkvæmt kaupin

Ef þú notast við fjölskyldusamnýtingu (e. Family Sharing) sýnir kaupsagan kaup sem þú hefur framkvæmt með þínu Apple ID, þú munt ekki sjá kaup framkvæmd af öðrum fjölskyldumeðlimum. Til að sjá kaupsöguna þeirra þarftu að skrá þig inn með þeirra Apple ID.

Ef þú vilt stjórna hvað börn kaupa skaltu nota „Ask to Buy“ eða „Restrictions“.

Kveikja á „Ask to Buy“.

Nota „Restrictions“ á iPhone, iPad eða iPod touch.

Athugaðu hvort kaupin hafi verið gerð með öðru Apple ID

Ef þú sérð ekki kaupin gæti verið að þú hafir verið skráð inn með öðru Apple ID þegar þau fóru fram. Skráðu þig inn með því Apple ID til að athuga hvort kaupin hafi verið rukkuð á þann aðgang.

Skrá þig inn með Apple ID.

Ef þú getur enn ekki fundið kaupin skaltu hafa samband við Apple Support.

Ef þú sérð kaup sem þú kannast ekki við eða óvæntar rukkanir

 • Ef þú sér kaup í kaupsögunni sem þú manst ekki eftir skaltu athuga hvort einhver annar sem notar tækið, eins og fjölskyldumeðlimur, hafi framkvæmt kaupin. Ef einhver annar er að nota Apple ID aðganginn þinn og lykilorð án leyfis skaltu breyta Apple ID lykilorðinu strax.
 • Ef þú þekkir ekki rukkun á kortayfirlitinu þínu getur þú prófað að fara eftir þessum skrefum.

Frekari upplýsingar

Útgáfudagur: 24. apríl 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: