Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Skrá inn með Apple ID

Apple ID er reikningurinn sem þú notar til að fá aðgang að öllum þjónustum Apple og til að láta tækin þín vinna saman snuðrulaust. Eftir að þú skráir þig inn getur þú notað App Store, iCloud, iMessage, Apple Music, Apple TV+ og fleira.

Skrá inn á iPhone, iPad eða iPod touch

  • Opnaðu Settings.
  • Veldu „Sign in to your [tegund tækis]“.

  • Sláðu inn Apple ID og lykilorð.
  • Sláðu inn 6 stafa öryggiskóðann ef umbeðið. Kóðinn er sendur á annað tæki sem þú hefur þegar skráð þig inn á eða í SMS á símanúmer sé það skráð.

Ef þú hefur þegar skráð þig inn á iCloud á iPhone sem er tengdur við Apple Watch, munt þú sjálfkrafa verða skráð inn á það Apple ID. Fáðu frekari upplýsingar um hvernig á að setja upp og skrá inn á Apple Watch.   

Skrá inn á Mac

  • Smelltu á Apple valmyndina  > System Preferences.
  • Smelltu á Sign In.
  • Sláðu inn Apple ID og lykilorð.
  • Sláðu inn 6 stafa öryggiskóðann ef umbeðið. Kóðinn er sendur á annað tæki sem þú hefur þegar skráð þig inn á eða í SMS á símanúmer sé það skráð.  

Skrá inn á Apple TV

  • Opnaðu Settings.
  • Veldu „Users and Accounts“ > „Add New User…“
  • Veldu „Enter New…“ og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.

Lestu þig til um nokkrar af þeim þjónustum sem þú getur notað með Apple ID á Apple TV.

Ef þú notast við tvíþætta auðkenningu á Apple TV (2. eða 3. kynslóð), gætir þú þurft að slá inn auðkenningarkóðann með lykilorðinu. Finndu út hvernig þú getur fengið auðkenningarkóða á tækjunum þínum eða sent í SMS á símanúmerið þitt.   

Skrá inn í öpp og önnur tæki

Þú getur notað Apple ID á sumum tækjum þriðja aðila til að skrá þig inn á þjónustur Apple, til dæmis Apple Music, Apple TV appið og fleira.

Þú gætir þurft að nota einnota app lykilorð en það fer eftir tækinu sem þú ert að skrá þig inn á.

Skráðu þig inn til að nota Apple Music, Apple TV appið og fleira á tækinu þínu

Þú getur skrá þig inn á Apple Music á Android eða skráð þig inn á Apple TV appið á snjallsjónvarpi eða streymistæki.

Á Windows getur þú skráð þig inn á iTunes fyrir Windows til að kaupa kvikmyndir og sjónvarpsefni, eða hlustað á lög á Apple Music.

Skrá inn á iCloud á öðrum tækjum

Þú getur sett upp og skrá þig inn á iCloud fyrir Windows til að fá aðgang að myndum, skjölum og fleiru.

Þú getur líka skráð þig inn á iCloud.com í vafra. Finndu út hvaða iCloud.com eiginleikar eru í boði á þínu tæki.

Nota „Sign in with Apple“ á vefsíðum og öppum þriðja aðila

Ef þú sérð „Sign in with Apple“ hnapp getur þú notað þitt Apple ID til að setja upp aðgang og skrá þig inn á fljótlegan máta. Finndu út hvernig á að nota „Sign in with Apple“.

Þegar þú skráir þig inn á App Store og aðrar margmiðlunarþjónustur í fyrsta skipti gætir þú verið beðin um greiðlsukortaupplýsingar eða aðra greiðsluleið. Þú getur ekki verið skráð inn á App Store og aðrar margmiðlunarþjónustur með fleiru en einu Apple ID í einu, eða uppfært öpp eða þjónustur keyptar með öðru Apple ID. Þú gætir verið beðin um að setja upp tvíþætta auðkenningu þegar þú skráir þig inn á nýtt tæki.   

Frekari upplýsingar

Útgáfudagur: 13. ágúst 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: