Leiðbeiningar fyrir Apple TV

Leiðbeiningar fyrir Apple TV

Ef Apple TV fjarstýringin virkar ekki

Ef fjarstýringin virkar ekki sem skyldi getur þú fundið lausn hér.

Prófaðu þessi skref fyrst

Ef fjarstýringin virkar ekki enn sem skyldi skaltu fylgja skrefunum hér að neðan fyrir þína fjarstýringu. Athugaðu hvort fjarstýringun virki eftir hvert skref.

Siri Remote eða Apple TV fjarstýring*

  • Beindu fjarstýringunni 10 cm frá Apple TV.
  • Ýttu á og haltu niðri Menu, eða Bakk , og Hækka takkanum  í fimm sekúndur. 
  • Settu fjarstýringuna ofan á Apple TV sé þess óskað á skjánum.
  • Ef fjarstýringin skrunar ekki eins og hún á að gera gæti verið að kveikt hafi verið á Accessibility stillingum. Farðu í Settings > General > Accessibility og kannaðu stillingarnar.
  • Ef þú átt Apple fjarstýringu (álgrá eða hvít) getur þú prófað hana í stað Siri fjarstýringarinnar. Ef þú hefur þegar sett upp Apple TV getur þú einnig notað Apple TV Remote í Control Center í iOS eða iPadOS til að stjórna Apple TV.

Ef þú nærð ekki að para Siri Remote (2nd generation) eða Apple TV Remote (2nd generation), skaltu ganga úr skugga um að Apple TV sé uppfært í tvOS 14.5 eða nýrra. Þú getur notað Apple TV Remote í iPhone, iPad eða iPod touch til að stjórna Apple TV og komast að hvaða útgáfu tvOS er uppsett. 

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband við Apple Support.

Apple fjarstýring (álgrá eða hvít)

The Apple Remote (aluminum and white)

  • Aftengdu Apple fjarstýringuna við Apple TV. Haltu niðri Menu og Vinstri í sex sekúndur. Sjáðu hvort komi  fyrir ofan merki fyrir fjarstýringu á skjánum.
  • Tengdu Apple fjarstýringuna við Apple TV. Haltu niðri Menu og Hægri í sex sekúndur. Sjáðu hvort komi  fyrir ofan merki fyrir fjarstýringu á skjánum.

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband við Apple Support.

Frekari upplýsingar

*Apple TV 4K og Apple TV HD koma með sömu fjarstýringu allstaðar. Í löndum og landsvæðum þar sem Siri er í boði, er hún kölluð Siri fjarstýringin. Annars staðar er hún kölluð Apple TV fjarstýringin. Siri virkar á báðum fjarstýringum svo lengi sem Apple TV 4K eða Apple TV HD er sett upp með tungumáli og landi þar sem Siri er í boði.​

Útgáfudagur: 15. júlí 2021

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: