Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Uppsetning á iPad

Lærðu hvernig á að setja upp iPhone, iPad og iPod Touch.

Ef þú ert að skipta yfir í nýtt tæki

Ef þú vilt færa gögnin þín frá öðru tæki skaltu fylgja þessum skrefum:

Gakktu úr skugga um að taka afrit af hinu iOS tækinu þínu áður, svo þú getir fært nýjustu gögnin þín yfir á nýja tækið.

Ef þú ert að setja upp iOS tækið þitt aftur

Ef þú ert þegar búin að setja upp tækið þitt en vilt byrja upp á nýtt, getur þú lesið þig til um hvernig skal eyða gögnum á iPhone, iPad og iPod touch.

Annars skaltu fylgja þessum skrefum:

Kveiktu á tækinu

Þrýstu á og haltu inni aflrofa tækisins þar til þú sérð Apple merkið á skjánum. Næst munt þú sjá „Halló“ á fjölda tungumála. Fylgdu skrefunum til að hefja verkið. Ef þú ert blind eða sjónskert, getur þú kveikt á VoiceOver eða Zoom frá Halló skjánum.

Veldu tungumál og veldu svo land eða landsvæði. Þetta hefur áhrif á hvernig upplýsingar birtast á tækinu, þar með talið dagsetning, tími, tengiliðir og fleira. Núna getur þú smellt á bláa accessibility takkann til að setja upp aðgangs valkosti sem geta hámarkað upplifun þína af upssetningunni og notkun á nýja tækinu þínu.

Finndu lausn ef tækið kveikir ekki sér, eða ef það er óvirkt eða biður um lykilkóða.

Ef þú átt annað tæki sem er með iOS 11 eða nýrra, getur þú notað Quick Start

Ef þú átt annað tæki sem er með iOS 11 eða nýrra, getur þú notað Quick Start til að setja nýja tækið upp sjálfvirkt. Hafðu tækin nálægt hvor öðru og fylgdu þessum leiðbeiningum

Ef þú átt ekki annað tæki sem er með iOS 11 eða nýrra, skaltu velja „Set Up Manually“ til að halda áfram.

Virkjaðu tækið

Þú þarft að tengjast Wi-Fi neti, farsímaneti eða iTunes til að virkja og halda áfram uppsetningu. 

Veldu Wi-Fi netið sem þú vilt nota eða veldu aðra aðferð. Ef þú ert að setja upp iPhone eða iPad (Wi-Fi + 4G), gætir þú þurft að setja SIM kort í tækið fyrst.

Finndu lausn ef þú getur ekki tengst Wi-Fi neti eða ef þú getur ekki virkjað tækið.

Settu upp Face ID eða Touch ID búðu til aðgangskóða

Þú getur sett upp Face ID eða Touch ID á sumum tækjum. Með þessum eiginleikum getur þú notast við andlits- eða fingrafaraskanna til að opna tækið og samþykkja kaup og greiðslur. Veldu Continue og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum, eða veldu „Set Up Later In Settings“ til að fresta aðgerðinni.

Næst skaltu velja þér 6 talna aðgangskóða til að verja gögnin þín. Þú þarft aðgangskóða til að nýta þér Face ID, Touch ID og Apple Pay. Ef þú kýst heldur að nota 4 talna aðgangskóða, sérstilltan kóða eða engan kóða, skaltu velja „Passcode Options“.

Endurheimta eða flytja gögn og upplýsingar

Ef þú ert með iCloud eða iTunes afrit, eða Android tæki, getur þú endurheimt eða flutt gögnin þín yfir á nýja tækið.

Ef þú átt ekki afrit eða annað tæki, skaltu velja „Don't Transfer Apps & Data“.

Skráðu þig inn á Apple ID

Sláðu inn tölvupóstfang sem þú notar með Apple ID og lykilorð, eða veldu „Forgot password or don't have an Apple ID?“ ef þú ert búin að gleyma lykilorðinu eða átt ekki Apple ID. Þaðan munt þú geta endurstillt Apple ID eða lykilorðið, stofnað Apple ID eða sett það upp seinna. Ef þú notar fleiri en eitt Apple ID, veldu „Use different Apple IDs for iCloud and iTunes?“

Þegar þú skráir þig inn á Apple ID gætir þú verið beðin um staðfestingarkóða frá gamla tækinu þínu, þú getur valið að fá SMS í staðinn sé símanúmerið þitt skráð á aðganginn.

Kveiktu á sjálfvirkum uppfærslum og öðrum stillingum

Á næstu skjám munt þú geta valið hvort þú viljir deila upplýsingum með útgáfuaðilum og leyft iOS að sækja og setja upp uppfærslur sjálfvirkt.

Settu upp Siri og aðrar þjónustur

Næst munt þú vera beðin um að setja upp eða virkja þjónustur og eiginleika eins og Siri. Á sumum tækjum munt þú vera beðin um að segja nokkrar setningar og orð svo Siri geti lært á röddina þína.

Ef þú skráðir þig inn með Apple ID, getur þú fylgt þessum skrefum til að setja upp Apple Pay og iCloud Keychain.

Settu upp Screen Time og fleiri skjávalkosti

Screen Time veitir þér innsýn í hve miklum tíma þú og/eða börnin þín eyðið í tækin. Það leyfir þér einnig að setja tímamörk á daglega notkun. Eftir að hafa sett upp Screen Time, getur þú kveikt á True Tone ef tækið styður það, og notað Display Zoom til að fínstilla stærð hnappa og texta á aðalskjánum.

Ef þú átt iPhone X eða nýrri, getur þú lært hvernig á að nota bendingar til að stjórna tækinu. Ef þú átt iPhone 7, 7 Plus, 8 eða 8 Plus, getur þú stillt smellinn sem kemur frá Home takkanum.

Klára

Veldu „Get Started“ til að byrja að nota tækið. Búðu til öruggt afrit af gögnunum þínum, og lærðu meira um tækið þitt með notandahandbók iPhoneiPad eða iPod touch.

Ef þetta er fyrsti iPhone síminn þinn getur þú lesið þig til um hvernig þú átt að koma þér af stað og að nota símann.

Útgáfudagur: 23. mars 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: