Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Sótthreinsun og þrif á iPhone

Lærðu hér hvernig á að þrífa og sótthreinsa iPhone.

     

Er í lagi að nota sótthreinsi á iPhone símann minn?

Já, þú getur notað sótthreinsiþurrku eða mjúkan, rykfrían klút, örlítið rakann með 70% ísóprópanól (e. 70% isopropyl alcohol) til að sótthreinsa yfirborð iPhone símans. Notið alls ekki sótthreinsispritt yfir 70% eða bleikiklór. Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu og alls ekki dýfa tækinu ofan í hreinsiefni.   

   

iPhone 11, iPhone 11 Pro & iPhone 11 Pro Max

iPhone 11, iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max koma með gleri með háþróaðri mattri áferð. Á iPhone 11 fullkomnar glerið í kringum myndavélarnar heildar útlit bakhlið símans. Á iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max veitir matta glerið glæsilegt útlit sem er á sama tíma sterkt, með rennivörn og er gott í hendi. Með eðlilegri notkun getur glerið sýnt efnasmit frá hlutum sem komast í snertingu við tækið, svosem gallaefni eða hluti í vasanum þínum eða tösku. Efnasmit getur litið út eins og rispa, en er auðvelt að þrífa í flestum tilfellum.
Fylgdu þessum leiðbeiningum um þrif:

  • Taktu alla kapla úr sambandi og slökktu á símanum.
  • Notaðu mjúkan, örlítið rakan, rykfrían klút - t.d. linsuklút eða gleraugnaklút.
  • Ef efnasmitið er enn til staðar skaltu nota mjúkan, rykfrían klút með volgu sápublönduðu vatni.
  • Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu.
  • Ekki nota hreinsivörur eða þrýstiloft.

iPhone síminn er með fitufælinni húðun sem hrindir frá sér fingraförum og olíu. Hreinsivörur og gróf efni munu draga úr húðuninni og gætu rispað símann. 

     

iPhone XS, iPhone XS Max, iPhone X, iPhone 8, iPhone 8 Plus & iPhone 7

Þú skal þrífa símann strax ef hann kemst í snertingu við eitthvað sem gæti skilið eftir bletti eða aðrar skemmdir á tækinu—t.d., skít eða sand, blek, andlitsfarða, sápu, þvottaefni, sýru, súran mat eða húðkrem. Fylgdu þessum leiðbeiningum með þrif:

  • Taktu alla kapla úr sambandi og slökktu á símanum.
  • Notaðu mjúkan, örlítið rakan, rykfrían klút - t.d. linsuklút eða gleraugnaklút.
  • Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu.
  • Ekki nota hreinsivörur eða þrýstiloft.

iPhone síminn er með fitufælna húðun sem hrindir frá sér fingraförum og olíu. Á iPhone 8 og nýrri símum er húðunin bæði framan- og aftan á tækinu. Húðunin minnkar með tímanum og eðlilegri notkun. Hreinsivörur og gróf efni munu draga úr húðuninni og gætu rispað símann.

     

iPhone 6s, iPhone 6s Plus, iPhone 6, iPhone 6 Plus & iPhone 5s

Þú skal þrífa símann strax ef hann kemst í snertingu við eitthvað sem gæti skilið eftir bletti eða aðrar skemmdir á tækinu—t.d., blek, litarefni, andlitsfarða skít, mat, olíu eða húðkrem. Til að þrífa símann skaltu taka alla kapla úr sambandi og slökkva á tækinu. Notaðu mjúkan, örlítið rakan, rykfrían klút. Passaðu upp á að enginn raki komist inn um raufarnar á tækinu. Ekki nota gluggahreinsi, heimilishreinsiefni, þrýstiloft, úðabrúsa, leysiefni, ammoníak eða gróf efni til að þrífa símann. Glerið framan á símanum er með fitufælna húðun. Til að fjarlægja fingraför skaltu nota mjúkan, rykfrían klút. Geta húðunarinnar til að hrinda frá sér fitu og olíu mun minnka með tímanum og eðlilegri notkun. Að nudda skjáinn með hrjúfu efni mun skemma húðunina og gæti rispað glerið.

Til að þrífa Home takkann (og koma í veg fyrir skemmdir á Touch ID), skaltu þurrka af honum með mjúkum, rykfríum klút.

     

Frekari upplýsingar

Lærðu hvernig á að þrífa Apple Watch og önnur Apple tæki

Útgáfudagur: 9. mars 2020

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.