Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Flytja gögn frá Windows yfir á Mac

Notaðu Windows Migration Assistant til að flytja gögn frá Windows yfir á Mac.

Windows Migration Assistant flytur tengiliði, dagatöl, tölvupóstaðganga ofl. frá PC. Það flytur gögnin á viðeigandi stað á Mac tölvunni. Eftir að þú hefur flutt gögnin yfir gætir þú þurft að veita tölvunni umboð fyrir kaup frá iTunes Store. Það er mikilvægt að veita umboð áður en þú samstillir eða spilar efni sem keypt var frá iTunes Store.

Áður en hafist er handa

Til að undirbúa snuðrulausa flutninga:

 • Gakktu úr skugga um að Windows sé uppfært. Migration Assistant virkar með Windows 7 og nýrri.
 • Gakktu úr skugga um að þú sért með notendanafn og lykilorð stjórnenda á PC-tölvunni á hreinu.
 • Tengdu Mac og PC við sama net, eins og heimanetið um Wi-Fi. Þú getur líka tengt tölvurnar beint saman með Ethernet kapli. Sumar Mac tölvur þurfa breytistykki fyrir Ethernet, t.d. Thunderbolt Ethernet Adapter eða Apple USB Ethernet Adapter.
 • Ef þú notar MS OneDrive á PC-tölvunni skaltu fylgja leiðbeiningum Microsoft um hvernig skal fjarlægja OneDrive áður en þú heldur áfram. Þú getur sett OneDrive aftur upp eftir að flutninginum er lokið.

Notaðu check disk (chkdsk) utility á PC-tölvunni til að ganga úr skugga um að Windows drifið sé í góðu lagi:

 • Hægri-smelltu á Ræsi takkann (Start) og veldu Run (Keyra).
 • Sláu inn cmd og Enter. Command Prompt opnast.
 • Í Command Prompt, sláðu inn chkdsk og Enter.
 • Ef vandamál koma upp skaltu slá inn eftirfarandi, drive stendur fyrir Windows ræsidiskinn, oftast D:
  chkdsk drive: /D
 • Ýttu á Enter.
 • Sláðu inn Y og endurræstu tölvunni.
 • Endurtaktu leikinn þar til check disk utility finnur engin vandamál. Ef ekki tekst að laga vanda gæti þurft að fara með PC-tölvuna í viðgerð áður en gögn eru flutt yfir á Mac.

Flytja gögn

Þetta leiðir þig í gegnum flutninginn, eftir flutninginn og hvað skal gera ef skrefin virka ekki fyrir þig.

Hvernig flytja skal gögn frá PC yfir á Mac

 • Á PC-vélinni skaltu niðurhala og setja upp viðeigandi Windows Migration Assistant, eftir því hvaða útgáfa af macOS er á Mac tölvunni:
  Windows Migration Assistant fyrir macOS Monterey
  Windows Migration Assistant fyrir macOS Big Sur
  Windows Migration Assistant fyrir macOS Mojave og Catalina
  Windows Migration Assistant fyrir macOS Sierra og High Sierra
  Windows Migration Assistant fyrir OS X El Capitan og eldri
 • Lokaðu öllum Windows forritum.
 • Opnaðu Windows Migration Assistant og veldu Continue.
 • Kveiktu á Mac vélinni. Setup Assistant opnast sjálfkrafa þegar kveikt er á Mac í fyrsta sinn. Ef þú ert þegar búin/n að setja upp vélina skaltu opna Migration Assistant í Utilities möppunni í Applications.
 • Fylgdu skrefunum á skjánum þar til þú kemur að spurningu um hvaðan þú vilt flytja gögnin þín, veldu From a Windows PC og smelltu á Continue.
 • Þegar umbeðið skaltu slá inn notendanafn og lykilorð stjórnenda (e. administrator)
 • Smelltu á Continue til að loka öðrum forritum sem gætu verið í gangi.
 • Í Migration glugganum á Mac tölvunni skaltu velja PC vélina úr listanum yfir tölvur í boði. Bíddu svo eftir því að PC tölvan sýni sama kóða og Mac tölvan sýnir.
 • Þegar báðar tölvur sýna sama kóðann skaltu ýta á Continue á báðum.
 • Mac tölvan mun nú skanna drifin á PC vélinni og búa til lista yfir hluti sem hægt er að flytja yfir. Þegar skönnuninni lýkur getur þú valið hvaða gögn þú vilt flytja yfir á Mac tölvuna og valið svo Continue.

 

Þú getur getur fylgst með framvindubrautinni og áætluðum tíma sem eftir er af flutningnum á bæði PC og Mac vélunum. Þær láta þig vita þegar flutningi er lokið.

Eftir að flutningi lýkur

Þegar flutningi lýkur getur þú lokað Windows Migration Assistant á PC vélinni og skráð þig inn á nýja aðganginn á Mac vélinni. Í fyrsta sinn sem þú skráir þig inn á aðgang sem færður var frá PC mun Mac biðja þig um að búa til lykilorð. Þú getur notað sama lykilorð og þú notaðir á PC vélinni, eða búið til nýtt.

Athugið:

Eftir að þú hefur flutt gögnin yfir gætir þú þurft að veita tölvunni umboð fyrir kaup frá iTunes Store. Það er mikilvægt að veita umboð áður en þú samstillir eða spilar efni sem keypt var frá iTunes Store.

Vandi við flutning

 • Lokaðu öllum opnum forritum á PC vélinni og prófaðu aftur. Þú getur t.d. ýtt á Alt-Tab til að velja opið forrit og Alt-F4 til að loka því.
 • Ef PC vélin kemur ekki upp í Setup Assistant eða Migration Assistant á Mac vélinni skaltu ganga úr skugga um að báðar vélarnar séu tengdar við sama heimanetið með Wi-Fi eða Ethernet. Þú getur líka tengt vélarnar beint saman með einum Ethernet kapli. Ef það gengur ekki skaltu athuga hvort kveikt sé á eldvegg (e. firewall) á PC vélinni eða eldvegg sem fylgir vírusvörn á PC vélinni og slökkva á honum. Þú getur kveikt aftur á eldveggnum eftir að flutningi lýkur.
 • Ef Windows Migration Assistant opnast ekki á PC vélinni skaltu slökkva á vírusvarnarforriti á tölvunni. Prófaðu svo að opna WMA aftur. Eftir að flutningi lýkur getur þú opnað forritið á ný.
 • Ef ekkert gengur eftir þetta getur þú notað utanáliggjandi drif eða skráardeilingu til að afrita gögnin þín handvirkt yfir.

Hvaða gögn er hægt að flytja?

Migration Assistant leyfir þér að velja hvaða gögn á að færa yfir á Mac. Hér er samantekt á því hvað færist yfir fyrir ákveðin forrit og skrársnið:
  

Tölvupóstur, tengiliðir og upplýsingar úr dagatali
Tölvupóstar, aðgangsstillingar tölvupósts, tengiliðir og viðburðir færast á ákveðinn stað eftir því hvaða útgáfu af Windows- og hverskonar aðgang þú ert með.

Outlook*
Gögn frá 32-bita útgáfu Outlook í Windows 7 og nýrri færast á eftirfarandi hátt:

 • People fara yfir í Contacts**
 • Viðburðir færast í Calendar forritið
 • IMAP og Exchange stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail forritið
 • POP stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail**

Windows Live Mail
Gögn frá Windows Live Mail í Windows 7 og nýrri færast á eftirfarandi hátt:

 • IMAP stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail
 • POP stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail**

Windows Mail
Gögn frá Windows Mail í Windows 7 og nýrri (fyrir utan Windows 8) færast á eftirfarandi hátt:

 • IMAP stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail
 • POP stillingar og tölvupóstar færast yfir í Mail**
 • People færast yfir í Contacts

Bókamerki
Bókamerki frá Internet Explorer, Safari fyrir Windows og Firefox færast inn í Safari.

Kerfisstillingar

Tungumál og staðsetningarstillingar, ásamt persónulegum skjáborðsmyndum færast inn í System Preferences. Heimasíða vafrans þíns fer inn í Safari preferences.

Myndir
Ljósmyndir og aðrar myndir færast yfir í home folder. Þú getur bætt þeim inn í Photos forritið, eða opnað Photos og leyft því að skanna tölvuna eftir myndum til innkeyrslu.

iTunes efni
Migration Assistant flytur efni frá iTunes á eftirfarandi hátt: tónlist fer í Apple Music, myndbönd í Apple TV forritið, hlaðvörp í Apple Podcasts hljóðbækur í Apple Books. Hvað varð um iTunes?

Önnur gögn og skrár
Migration Assistant flytur einnig eftirfarandi:

 • Skrár úr heima möppu þess notenda sem skráður er inn á PC vélina
 • Skrár aðrar en kerfisskrár staðsettar í Windows eða Program Files möppunum
 • Skrár í möppum á Windows ræsidisknum og öðrum drifum í vélinni

*Migration Assistant styður ekki 64-bita útgáfu Outlook. Þú getur lært hvernig á að skrá sig inn í Mail forritið hér.
**Migration Assistant flytur eingöngu tölvupóst og tengiliði þess notanda sem skráður er inn í Windows. Til að flytja gögn frá öðrum notanda skaltu nota Migration Assistant aftur frá þeim notanda. Í hvert skipti sem þú flytur gögn verður til nýr aðgangur (notandi) á Mac tölvunni.

Útgáfudagur: 30. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: