Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Enduruppsetning með macOS Recovery

Lærðu hvernig þú getur notað macOS Recovery til að setja aftur upp Mac stýrikerfið á innbyggða disknum í tölvunni eða á utanáliggjandi disk.

Ræstu upp í macOS Recovery

Passaðu upp á að tölvan geti nettengst. Finndu svo út hvort tölvan sem þú ert að nota sé með Apple silicon eða Intel og fylgdu svo viðeigandi skrefum:

Apple silicon

Intel processor

Kveiktu á tölvunni og haldu áfram að halda inni aflrofanum þar til þú sért startup options gluggann. Smelltu á tannhjólið merkt Options og svo á Continue.

Kveiktu á tölvunni og ýttu strax á og haltu niðri þessum lyklum: Command (⌘)-R. Slepptu lyklunum þegar þú sérð Apple merki, hnött eða aðra ræsiskjái.


Tölvan gæti beðið um lykilorð, til dæmis fastbúnaðar lykilorð eða lykilorð stjórnanda (e. administrator) tölvunnar. Sláðu inn umbeðið lykilorð til að halda áfram.

Setja upp macOS

Enduruppsetning á macOS eyðir ekki gögnum af tölvunni. Til að hefja uppsetningu skaltu velja Reinstall macOS í utilities glugganum í macOS Recovery, ýta svo á Continue og fylgja skrefunum sem birtast á skjánum.

macOS Recovery options with "Reinstall macOS Monterey" selected

Fylgdu þessum ráðleggingum á meðan uppsetningu stendur:

  • Ef uppsetningin biður þig að opna diskinn skaltu slá inn lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn á tölvuna.
  • Ef uppsetningin finnur ekki diskinn eða segir að það sé ekki hægt að setja macOS upp að tölvunni eða völdum disk, gætir þú þurft að hreinsa diskinn fyrst.
  • Ef uppsetningin býður þér að setja upp á Macintosh HD eða Macintosh HD - Data, veldu þá Macintosh HD.
  • Vinsamlegast leyfðu uppsetningunni að ljúka sér af án truflana, svo sem að setja tölvuna í svefn, taka hana úr sambandi við rafmagn eða loka fartölvunni. Á meðan á uppsetningu stendur gæti tölvan endurræst sig og sýnt framvindubraut nokkrum sinnum, skjárinn gæti verið svartur í nokkrar mínútur í senn.

Ef þú ætlar þér að selja eða gefa tölvuna skaltu ekki klára uppsetningu, ýttu á Command-Q til að loka setup assistant. Smelltu svo á Shut Down. Þegar nýr eigandi eða notandi tölvunar kveikir á tölvunni mun hann geta sett inn sínar upplýsingar og klárað uppsetningu líkt og um nýja tölvu væri að ræða.

Aðrar leiðir til macOS uppsetninga

Þegar þú setur upp macOS með Recovery færðu núverandi útgáfu af því stýrikerfi sem síðast var sett upp á tölvunni með nokkkrum undantekningum:

  • Á Intel Mac getur þú notað Shift-Option-Command-R til að sækja macOS útgáfuna sem kom með tölvunni upphaflega, eða næstu útgáfu sem er enn í boði. Eða Option-Command-R í ræsingu fyrir nýjasta macOS sem gengur á tölvuna, eða í sumum tilfellum macOS sem kom með tölvunni upphaflega eða næstu útgáfu sem í boði er.
  • Ef skipt var um móðurborð á tölvunni gæti verið að þú getir eingöngu fengið nýjasta macOS sem gengu á tölvuna.
  • Ef þú varst að hreinsa ræsidiskinn gæti verið að þú fáir aðeins möguleikann á að setja upp macOS sem kom með tölvunni upphaflega eða næstu útgáfu sem í boði er. 

Þú getur einnig notað eftirfarandi aðferðir til að setja upp macOS, ef viðkomandi kerfi gengur á vélina:

Útgáfudagur: 9. febrúar 2022

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: