Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Hvað er macOS Recovery

Tólin í macOS Recovery hjálpa þér að endurheimta gögn frá Time Machine, enduruppsetja macOS, fá aðstoð á netinu, gera við eða hreinsa harðan disk og fleira.

macOS Recovery er hluti af innbyggðu endurheimtakerfi Mac. Þú getur ræst tölvuna upp í macOS Recovery og notað tólin til að leysa úr vissum hugbúnaðarvillum eða sinnt öðrum verkum á Mac.

     

Hvernig ræsa á upp macOS Recovery

 • Kveiktu á tölvunni og ýttu strax á og haltu niðri þessum lyklum: Command (⌘) og R.
 • Slepptu lyklunum þegar þú sérð Apple merki, hnött eða aðra ræsiskjái.
 • Tölvan gæti beðið um lykilorð, til dæmis fastbúnaðar lykilorð eða lykilorð stjórnanda (e. administrator) tölvunnar. Sláðu inn umbeðið lykilorð til að halda áfram.
  Password request window
 • Ræsingu er lokið þegar þessi gluggi kemur á skjáinn:
  macOS Utilities window
 • Veldu tól úr macOS Recovery Utilities glugganum og smelltu svo á Continue til að halda áfram:
 • Veldu Restart eða Shut Down úr Apple valmyndinni til að hætta í macOS Recovery. Veldu Startup Disk frá Apple valmyndinni ef þú vilt velja annan ræsidisk áður en þú hættir í macOS Recovery.

   

   

Ef þú getur ekki ræst upp macOS Recovery

Ef tölvan getur ekki ræst sig upp með innbygða macOS Recovery kerfinu af einhverjum ástæðum, gæti hún reynt að ræsa upp með macOS Recovery á internetinu. Þegar það gerist munt þú sjá hnött á skjánum í stað Apple merkisins við ræsingu: 

Spinning globe screen

Til að keyra handvirkt upp með Internet Recovery, ýttu þá á og haltu niðri eftirfarandi tökkum við ræsingu:

Ef tölvan nær ekki að keyra upp með Internet Recovery munt þú sjá hnött með viðvörunarþríhyrningi (upphrópunarmerki):

Spinning globe with exclamation point

Ef slíkt kemur upp getur þú prófað eftirfarandi:

 • Gakktu úr skugga um að tölvan geti tengst við internetið. Ef þú færð ekki boð um að tengjast Wi-Fi neti við ræsingu skaltu færa bendilinn efst á skjáinn og velja nettengingu í Wi-Fi valmyndinni , ef það er í boði.
 • Ýttu á Command-R við ræsingu til að keyra upp með innbyggða Recovery kerfinu í stað Internet Recovery.
 • Tengdu tölvuna við internetið með ethernet kapli í stað Wi-Fi, eða öfugt.
 • Tengdu tölvuna við internetið með annari Wi-Fi eða ethernet nettengingu. Það gæti verið að nettengingin þín leyfi ekki internetaðgang sem macOS Recovery þarf á að halda.
 • Reyndu aftur seinna þar sem vandinn gæti verið tímabundinn.
 • Ræstu upp frá öðrum disk eða bindi ef möguleiki er á því, eða notaðu utanáliggjandi ræsidisk með uppsetningarforriti til að enduruppsetja macOS.

Ef þú þarft á frekari aðstoð að halda getur þú komið á verkstæði Epli og fengið þjónustu samkvæmt gjaldskrá.


Útgáfudagur:
 24. mars 2020

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.