Leiðbeiningar fyrir AirPods

Leiðbeiningar fyrir AirPods

Um svita- og vatnsþol á AirPods Pro

Lestu þig um svita og vatnsvörn AirPods Pro og hvað á að gera ef þau blotna.

AirPods Pro eru vatns- og svitavarint, þau eru ekki vatnsheld né svitaheld.* Hleðsluboxið er hvorki vats- né svitavarið. AirPods Pro eru ekki hönnuð til notkunar í vatnsíþróttum eins og sundi, eða til að nota í sturtu.

Eftir líkamsrækt, mikinn svita eða vatnsskvettur á að þurrka af AirPods Pro með mjúkum, þurrum klút áður en þau eru sett í hleðsluboxið. Ekki nota hita eða loft undir þrýstingi til að þurrka AirPods Pro.

Haltu AirPods Pro öruggum

Svita og vatnsvörn er ekki varanlegur eiginleiki. Vörnin gæti dvínað með tímanum og ekki er hægt að kanna stöðu, eða endurnýja vörnina á AirPods Pro.

Fylgdu þessum skrefum til að koma í veg fyrir skemmdir á AirPods Pro:

  • Ekki setja AirPods Pro undir rennandi vatn eins og sturtu eða vatnskrana.
  • Ekki synda með eða eða á annan hátt færa AirPods Pro í kaf.
  • Ekki setja AirPods Pro þvottavél eða þurrkara.
  • Ekki nota AirPods Pro í sánu- eða gufubaði.
  • Ekki gera AirPods Pro berskjölduð gagnvart vatni á mikilli hreyfingu, til dæmis á sjóskíðum.
  • Forðastu að missa AirPods Pro eða láta þau sæta öðrum höggum.

Ef AirPods Pro komast í snertingu við vökva í einhverru tilfellanna talin upp hér að ofan:

  • Þurrkaðu þau með hreinum, þurrum, mjúkum klút.
  • Leyfðu þeim að þorna alveg áður en þau eru notuð eða sett í hleðsluboxið.

Komdu í veg fyrir að AirPods Pro komist í snertingu við sápu, sjampó, hárnæringu, húðkrem, ilmvatn, leysiefni, þvottaefni, sýru eða mat með háu sýrustigi, skordýrafælu, sólarvörn, olíu eða hárlit. Allt þetta getur haft neikvæð áhrif á vatnsvörn og hljóðhimnur. Ef AirPods Pro komast í snertingu við eitthvert þessara:

  • Þrífðu þau með rökum klút, bleyttum með smávægilegu fersku vatni, og þurrkaðu þau með hreinum, þurrum, mjúkum klút.
  • Leyfðu þeim að þorna alveg áður en þau eru notuð eða sett í hleðsluboxið.

* AirPods Pro eru svita og vatnsvarin fyrir íþróttir og líkamsrækt á landi, ekki í vatni. AirPods Pro voru prófuð undir stjórnuðum aðstæðum á tilraunastofu, og hafa IPX4 mat samkvæmt IEC mælikvarða 60529. Svita og vatnsvörn er ekki varanlegur eiginleiki. Vörnin gæti dvínað með tímanum og eðlilegri notkun. Ekki reyna að hlaða blaut AirPods Pro; fylgdu leiðbeiningunum hér að ofan fyrir þrif og þurrkun. Hleðsluboxið er hvorki vats- né svitavarið​.

Útgáfudagur: 30. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: