Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Slökkva á Activation Lock eða Find My

Finndu út hvað þarf að gera ef þú sérð Activation Lock á tækinu þínu eða ef þú þarft að fjarlægja Activation Lock á tæki sem þú ert ekki með í þínum fórum og/eða fer ekki í gang.

Fjarlægja á tæki sem birtir Activation Lock skjá

Fylgdu skrefunum á skjánum til að skrá þig inn með þeim Apple ID aðgangi og lykilorði sem þú notaðir til að setja upp tækið, eða sláðu inn láskóðann á tækinu. Ef þú manst ekki hvað notandanafnið á Apple ID aðgangnum þínum er, prófaðu þá að nota tölvupóstfang eða símanúmer sem þú notar vanalega með Apple .

Finna út notandanafn á Apple ID aðgangi eða endurstetja Apple ID lykilorð.

  • iOS 13 eða iPadOS 13 og nýrri útgáfur

    1. Opnaðu Settings appið.
    2. Veldu nafnið þitt efst á skjánum.
    3. Veldu Find My.
    4. Veldu Find My iPhone/iPad.
    5. Slökktu á Find My iPhone.
    6. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og veldu svo Turn Off.

    iOS 12 og eldri útgáfur

    1. Opnaðu Settings appið.
    2. Veldu nafnið þitt efst á skjánum.
    3. Veldu iCloud.
    4. Veldu Find My.
    5. Slökktu á Find My iPhone/iPad.
    6. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og veldu svo Turn Off.

    iOS 17 eða iPadOS 17 og nýrri útgáfur með kveikt á Stolen Device Protection

    1. Opnaðu www.iCloud.com/find í Safari á tækinu sjálfu.
    2. Skráðu þig inn með Apple ID aðgangnum, tölvupóstur eða símanúmer, og sláðu inn lykilorðið þitt.
    3. Veldu tækið þitt.
    4. Ýttu á Remove from Account.
    5. Sláðu inn Apple ID lykilorðið til að staðfesta.
  • macOS Ventura 13 og nýrri

    1. Opnaðu Apple valmyndina efst til vinstri  > System Settings. 
    2. Smelltu á nafnið þitt. 
    3. Smelltu á iCloud. 
    4. Skrollaðu niður og ýttu á „Show more apps“.
    5. Smelltu á Find My Mac.
    6. Smelltu á „Turn Off...“ við hlið Find My Mac: On
    7. Sláðu inn Apple ID lykilorðið og smelltu svo á Continue

    macOS Catalina 10.15 - macOS Monterey 12

    1. Opnaðu Apple valmyndina efst til vinstri  > System Preferences.
    2. Smelltu á Apple ID.
    3. Smelltu á iCloud.
    4. Smelltu á Find My Mac. 
    5. Sláðu inn Apple ID lykilorðið og smelltu svo á Continue.

    macOS 10.14 og eldri

    1. Opnaðu Apple valmyndina efst til vinstri  > System Preferences.
    2. Smelltu á iCloud.
    3. Hakaðu frá Find My Mac. 
    4. Sláðu inn Apple ID lykilorðið og smelltu svo á Continue.
    1. Opnaðu Watch appið á iPhone.
    2. Veldu All Watches efst til vinstri.
    3. Veldu litla i takkann við hlið úrsins sem á að fjarlægja. 
    4. Ýttu á Unpair Apple Watch.
    5. Ýttu á Unpair [nafnið þitt] Apple Watch. 
    6. Sláðu inn Apple ID lykilorðið og ýttu svo á Unpair efst til hægri eða Done á lyklaborðinu.
  • iPhone eða iPad

    1. Tengdu tólin við tækið.
    2. Opnaðu Settings appið.
    3. Veldu Bluetooth. 
    4. Ýttu á litla i takkann hægra megin við AirPods sem á að fjarlægja.
    5. Skrollaðu alveg neðst og ýttu á Forget This Device. 
    6. Ýttu á Forget Device til að staðfesta.
    1. Opnaðu www.iCloud.com/find.
    2. Skráðu þig inn með Apple ID aðgangnum, tölvupóstur eða símanúmer, og sláðu inn lykilorðið þitt.
    3. Veldu tækið sem á að fjarlægja.
    4. Ýttu á Remove from Account.
    5. Sláðu inn Apple ID lykilorðið til að staðfesta.

    Þú getur einnig notast við Find My (eða Find My iPhone) appið á iPhone, iPad eða Mac til að fjarlægja önnur tæki.

    Ef þú sérð ekki Remove from Account hnappinn þarftu að slökkva á tækinu sem þú ætlar að fjarlægja og reyna aftur.

Sértu ekki lengur með aðgang að Apple ID aðgangnum þínum getur þú óskað eftir að slökkt verði á Activation Lock með því að sanna eign þína á tækinu með kaupnótu. Sjá nánar hér: Activation Lock support request.

Fyrirmynd greinar sótt frá Apple 15. febrúar 2024

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: