Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Leiðbeiningar fyrir Apple ID

Breyta skráðu landi Apple ID aðgangs

Ef þú flytur til nýs lands getur þú uppfært landsvæðið sem skráð er á Apple ID aðgangnum. Áður en þú uppfærir upplýsingarnar þarftu að klára inneigninga þína, segja upp áskriftum og bíða eftir að þær renni út, og útvega þér greiðsluleið frá nýja landinu.

Þegar þú fylgir skrefunum hér að neðan munu upplýsingar um landsvæði breytast fyrir allar Apple þjónustur og Apple tæki í þinni eigu.
Ef þú ert hluti af fölskyldusamnýtingu (e. Family Sharing) gæti verið að ekki sé hægt að breyta landsvæðinu án þess að segja þig úr hópnum fyrst.

Þetta þarf að gera áður en þú breytir skráðu landi Apple ID aðgangs:

    1. Opnaðu Settings appið.

    2. Veldu nafnið þitt efst og svo „Media & Purchases“.

    3. Ýttu á „View Account“. Þú gætir þurft að slá inn lykilorð.

    4. Veldu „Country/Region“.

      No alt supplied for Image
    5. Veldu nýja landið úr listanum.

    6. Veldu „Change Country or Region“.

    7. Veldu nýja landið og lestu yfir skilmálana.

    8. Ýttu á „Agree“ í efra hægra horni skjásins og ýttu svo aftur á „Agree“ til að staðfest.

    9. Veldu greiðsluleið og fylltu inn nýju greiðsluupplýsingarnar og heimilisfang, ýttu svo á Next. Þú verður að skrá greiðsluleið frá nýja landinu til að geta haldið áfram.*

    1. OpnaðuApple Music appið eða Apple TV appið.

    2. Á Mac, smelltu á Account > Account Settings í valmyndinni efst á skjánum. Á Windows tölvu, smelltu á nafnið þitt neðst í hliðarvalmyndinni og smelltu svo á „View My Account“.

    3. Þú gætir þurft að slá inn lykilorð til að halda áfram.

    4. Smelltu á „Change Country or Region“ á „Account Information“ síðunni.

      No alt supplied for Image
    5. Veldu nýja landið.

    6. Lsetu yfir skilmálana og smelltu svo á „Agree“. Smelltu aftur á „Agree“ til að staðfesta.

    7. Sláðu inn nýjar greiðluupplýsingar og heimilisfang í nýja landinu og smelltu svo á Continue.

    1. Skráðu þig inn á appleid.apple.com.

    2. Ýttu eða smelltu á „Personal Information“.

    3. Ýttu eða smelltu á „Country/Region“.

    4. Fylgdu skrefunum á skjánum. Þú verður að setja inn greiðsluleið frá nýja landinu.*

Ef þú getur ekki breytt landinu

* Ef þú vilt ekki skrá greiðsluleið þarftu að bíða þar til þú ert komin/nn/ð til nýja landsins og þá getur þú stofnað nýjan Apple ID aðgang.

Fyrirmynd greinar sótt frá Apple 6. mars 2024

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: