Helstu eiginleikar
- Apple M3 Pro flaga
- 12-Core CPU
- 18-Core GPU
- 18GB vinnsluminni
- 512GB SSD
- 16-Core Neural Engine
- 16,2" Liquid Retina XDR skjár
- 1080p FaceTime Camera
- 3x Thunderbolt/USB4 tengi
- Magic lyklaborð með Touch ID
- Force Touch trackpad
- 140W USB-C MagSafe 3 hleðsla
Hryllilega hraðar Mac-tölvur
Öflug M3 flaga
M3 flögurnar eru hryllilega hraðar og koma í þremur útgáfum: M3, M3 Pro og M3 Max. Flögurnar eru byggðar með 3 nanómetra tækni sem skilar auknum afköstum og betri nýtingu rafmagns. Skjákjarnar M3 styðja nú meiri myndgæði með RTX stuðningi sem getur reiknað betri lýsingu og speglun í þrívídd eða tölvuleikjum. Þannig getur þrívíddarteikniforritið Blender skilað af sér mun hraðar. M3 flögurnar bjóða nú upp á sveigjanlegt skyndiminni sem eykur verulega nýtingu þess hjá skjákjörnum. M3 línan er allt að 50% hraðari en M1 sem er stórt stökk á einungis þremur árum.
Svört og mött MacBook Pro
Nýr svartur mattur litur sem felur fingraför.
MacBook Pro 14" og 16" tölvurnar fá nýjar M3 flögur og koma nú í svörtum og möttum lit sem forðast fingraför (M3 Pro og M3 Max útgáfurnar). MacBook Pro 14" með M3 flögu tekur við af MacBook Pro 13" með Touch Bar snertistikunni og er nú hraðari, býður upp á meira vinnsluminni, stærri og betri skjá, betri hátalara og 22 klukkustunda rafhlöðuendingu. Allar MacBook Pro eru nú bjartari og fá auka 100 birtustig við venjulega notkun og geta skotist upp í 1600 birtustig þegar horft er á myndefni í HDR-gæðum.
MacBook Pro með M3 Max
M3 Max er alveg hræðilega hröð flaga.
MacBook Pro með M3 Max flögu er svakalegur vinnuhestur og getur boðið upp á 128GB af vinnsluminni, fer létt með greiningar í MATLAB, skilar af sér birtingum í Maxon Redshift 2,5 sinnum fyrr en M1 Max og fjarlægir truflun frá skuggum í DaVinci Resolve 65% fyrr en M1 Max. M3 Max fer létt með Baldur’s Gate 3 og skilar af sér yfir 100 römmum á sekúndu í 1080p upplausn.