Valmynd
Innskráning Valmynd

Epli er viðurkenndur þjónustuaðli Apple

Verslunin tekur gömlu græjurnar upp í nýjar

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli.
Nánar

Óboðnar dagbókarfærslur

Borið hefur á því að viðskiptavinir koma til okkar vegna dagbókarfærslna á iPhone (Calendar Events) sem þau kannast ekki við.
Engar áhyggjur, ekki er um vírus að ræða. Þú gætir hafa samþykkt boð á viðburð eða dagatal óvart.

Einfalt er að losna við þessar færslur:

1. Opnaðu Settings
2. Finndu Calendar
3. Opnaðu Accounts
4. Opnaðu Subscribed Calendars
5. Opnaðu dagatalið sem er þar inni
6. Ýttu á Delete Account
7. Ýttu á Delete Account aftur til að staðfesta

Nú ertu laus við færslurnar og ættir að geta bjargað þér komi þetta fyrir aftur. Séu fleiri en eitt dagatal undir Subscribed Calendars endurtekur þú skref 5-7 til að losna við allar óboðnar færslur.

Find My / Activation Lock

Til að hægt sé að taka Apple tæki til viðgerðar þarf að slökkva á Activation Lock eða Find My.

Leiðbeiningar má finna hér ef þú ert með lykilorðið og notandanafnið (tölvupóstfangið) á Apple ID á hreinu.

Sértu búin að gleyma lykilorðinu eða notandanafninu getur þú reynt að endurheimta aðganginn þinn.

Náir þú ekki að endurheimta aðganginn til að slökkva á Activation Lock getur þú sent inn beiðni um slíkt til Apple hér. Vakin er athygli á því að nauðsynlegt er að kynna sér skilmála Apple varðandi þessa þjónustu og hvað í henni felst.

Starfsmenn Epli geta ekki og hafa ekki heimild til að veita aðstoð við þetta ferli samkvæmt skilmálum Apple.

Þjónustuprógram hjá Apple - AirPods Pro

Apple hefur gefið út að lítill hluti AirPods Pro tækja gætu valdið hljóðvandamálum. Tækin sem um ræðir voru framleidd fyrir október 2020.

Tæki undir áhrifum þessa vanda gætu sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum:

  • Surg eða skruðninga sem aukast í háværu umhverfi, við líkamsrækt eða í símtölum
  • Active Noise Cancellation virkar ekki sem skyldi, til dæmis lægri bassi, eða aukinn bakgrunnshávaði eins og í umferð eða flugvélum

Epli þjónustar þau heyrnatól sem staðfest er af tæknimanni að sýni þessa bilun (vinstra, hægri eða bæði), að kostnaðarlausu.

Athugið: Engar aðrar gerðir AirPods falla undir þetta prógram. Þetta prógram framlengir ekki hefðbundnu eins árs takmörkuðu alheimsábyrgð Apple á AirPods Pro.

Þetta prógram er í gildi í 2 ár frá kaupdegi.

Nýr þjónustuvefur Epli

Velkomin á nýjan þjónustuvef Epli!

Vefurinn er enn í vinnslu og má búast við einhverjum hnökrum á meðan við fínpússum hann til.

Verðir þú var við villu máttu endilega hafa samband við okkur og láta vita, slóðin sem villan kemur fram á má endilega fylgja með.

Kveðja,
Starfsfólk Epli

Þjónustuprógram hjá Apple - Lyklaborð

Hér má sjá lista yfir týpur sem þetta á við um.

Apple hefur gefið út að sum lyklaborð í MacBook, MacBook Air og MacBook Pro virki ekki sem skyldi og það sem lýsir sér á eftirfarandi hátt:

Stafir skrifast endurtekið.
Stafir eða tákn birtast ekki.
Lyklar virka sem klístraðir.

Ef þú kannast við þetta vandamál í tölvunni þinni þá endilega komdu með hana á verkstæði Epli.
Þegar að tæknimenn hafa staðfest að eitt eða fleiri af ofangreindum atriðum eigi við tölvuna þína er ákvarðað hvort að gert verður við einn eða fleiri lykla, eða að lyklaborðinu í heild sinni verði skipt út.
Það getur tekið 3-5 virka daga að fá nýtt lyklaborð á venjulegum álagstímum. Tölvan þarf að vera skráð inn á verkstæði á meðan.

Þjónustuprógram þetta gildir í 4 ár frá fyrsta söludegi tölvunnar.

Valkvæð innköllun á ákveðnum rafhlöðum

Gerð: MacBook Pro (Retina, 15-inch, Mid 2015)
Sölutímabil: September 2015 til febrúar 2017

ATH! Áður en lengra er haldið skal fletta upp tölvunni í gagnagrunni á vefsíðu Apple.

Raðnúmer tölvunnar er að finna undir tölvunni eða í Apple merkinu á skjánum undir „About this Mac“.

Ef raðnúmerið á tölvunni þinni fellur undir þetta tiltekna útskiptiferli Apple, sem nefnt er hér að ofan, þarf að koma með tölvuna strax á viðurkennt Apple verkstæði (t.d. Epli Laugavegi 182) og hætta allri notkun á vélinni.

Útskiptiferlið getur tekið 3-5 virka daga undir venjulegum álagstímum. Tölvan þarf að vera skráð inn á verkstæði á meðan.

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.