Velkomin á vef 
Valmynd
Valmynd

Epli er viðurkenndur þjónustuaðli Apple

Verslunin tekur gömlu græjurnar upp í nýjar

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli.
Nánar

Nýr þjónustuvefur Epli

Velkomin á nýjan þjónustuvef Epli!

Vefurinn er enn í vinnslu og má búast við einhverjum hnökrum á meðan við fínpússum hann til.

Verðir þú var við villu máttu endilega hafa samband við okkur og láta vita, slóðin sem villan kemur fram á má endilega fylgja með.

Kveðja,
Starfsfólk Epli

Valkvæð innköllun á ákveðnum rafhlöðum

Gerð: MacBook Pro (Retina, 15-inch, Mid 2015)
Sölutímabil: September 2015 til febrúar 2017

ATH! Áður en lengra er haldið skal fletta upp tölvunni í gagnagrunni á vefsíðu Apple.

Raðnúmer tölvunnar er að finna undir tölvunni eða í Apple merkinu á skjánum undir „About this Mac“.

Ef raðnúmerið á tölvunni þinni fellur undir þetta tiltekna útskiptiferli Apple, sem nefnt er hér að ofan, þarf að koma með tölvuna strax á viðurkennt Apple verkstæði (t.d. Epli Laugavegi 182) og hætta allri notkun á vélinni.

Útskiptiferlið getur tekið 3-5 virka daga undir venjulegum álagstímum. Tölvan þarf að vera skráð inn á verkstæði á meðan.

Þjónustuprógram hjá Apple - Lyklaborð

Hér má sjá lista yfir týpur sem þetta á við um.

Apple hefur gefið út að sum lyklaborð í MacBook, MacBook Air og MacBook Pro virki ekki sem skyldi og það sem lýsir sér á eftirfarandi hátt:

Stafir skrifast endurtekið.
Stafir eða tákn birtast ekki.
Lyklar virka sem klístraðir.

Ef þú kannast við þetta vandamál í tölvunni þinni þá endilega komdu með hana á verkstæði Epli.
Þegar að tæknimenn hafa staðfest að eitt eða fleiri af ofangreindum atriðum eigi við tölvuna þína er ákvarðað hvort að gert verður við einn eða fleiri lykla, eða að lyklaborðinu í heild sinni verði skipt út.
Það getur tekið 3-5 virka daga að fá nýtt lyklaborð á venjulegum álagstímum. Tölvan þarf að vera skráð inn á verkstæði á meðan.

Þjónustuprógram þetta gildir í 4 ár frá fyrsta söludegi tölvunnar.

Karfan þín