<p>Uppítaka.<br />Uppfærsla.<br />Sparnaður.<br />Það er vinn-vinn-vinn!</p>
<p>Uppítaka.<br />Uppfærsla.<br />Sparnaður.<br />Það er vinn-vinn-vinn!</p>

Uppítaka.
Uppfærsla.
Sparnaður.
Það er vinn-vinn-vinn!

Með uppítöku Epli getur þú fengið inneign fyrir núverandi tæki.
Þú getur reiknað áætlað virði á vefnum og komið svo með tækið í verslun Epli. Það er frábær díll fyrir þig, og fyrir umhverfið.

Reikna uppítökuvirði

Dæmi

Fáðu allt að 80 þúsund fyrir iPhone uppítöku

  áætlað verðmæti*
iPhone 14 Pro Max allt að 80.789 kr.
iPhone 14 Pro allt að 73.792 kr.
iPhone 14 Plus allt að 60.433 kr.
iPhone 14 allt að 59.161 kr.
Fáðu allt að 80 þúsund fyrir iPhone uppítöku

Dæmi

Fáðu allt að 38 þúsund fyrir Apple Watch uppítöku

  áætlað verðmæti*
Apple Watch Ultra allt að 38.168 kr.
Apple Watch Series 8 allt að 24.173 kr.
Apple Watch SE (2nd generation) allt að 15.903 kr.
Apple Watch Series 7 allt að 19.084 kr.
Fáðu allt að 38 þúsund fyrir Apple Watch uppítöku

Dæmi

Fáðu allt að 106 þúsund fyrir iPad uppítöku

  áætlað verðmæti*
iPad Pro allt að 106.871 kr.
iPad Air allt að 45.802 kr.
iPad allt að 26.082 kr.
iPad mini allt að 30.535 kr.
Fáðu allt að 106 þúsund fyrir iPad uppítöku

Dæmi

Fáðu allt að 290 þúsund fyrir Mac uppítöku

  áætlað verðmæti*
MacBook Pro allt að 292.623 kr.
MacBook Air allt að 132.698 kr.
MacBook allt að 11.578 kr.
iMac allt að 110.688 kr.
Fáðu allt að 290 þúsund fyrir Mac uppítöku

Dæmi

Fáðu allt að 45 þúsund fyrir Windows uppítöku

  áætlað verðmæti*
Lenovo Yoga allt að 24.893 kr.
Microsoft Surface Laptop allt að 36.269 kr.
HP Envy allt að 23.766 kr.
Samsung Galaxy Book allt að 45.392 kr.
Fáðu allt að 45 þúsund fyrir Windows uppítöku

Dæmi

Fáðu allt að 42 þúsund fyrir Android uppítöku

  áætlað verðmæti*
Samsung Galaxy S22 Ultra 5G allt að 42.621 kr.
Samsung Galaxy S22 5G allt að 25.445 kr.
Samsung Galaxy Note 20 Ultra allt að 30.535 kr.
Google Pixel 6 Pro allt að 24.173 kr.
Fáðu allt að 42 þúsund fyrir Android uppítöku

Frítt

Þarftu ekki á því að halda? Við tökum það!

Við sendum Apple tæki, kapla, snúrur, hulstur, aukahluti og önnur sambærileg raftæki í endurvinnslu þér að kostnaðarlausu. Þú aðstoðar við að vernda gegn ágangi á auðlindir jarðar og minnka sóun. Saman vinnum við að betri framtíð fyrir umhverfið.

Þarftu ekki á því að halda? Við tökum það!

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

 1. Aftengdu Apple Watch frá símanum.
 2. Taktu öryggisafrit af gögnunum.
 3. Skráðu þig út af iCloud, iTunes og App Store.
 4. Ekki eyða öllum gögnum! Þegar sölumaður er búinn að meta tækið aðstoðar hann þig við að eyða gögnum. Ef það er ekki hægt er gögnunum eytt hjá samstarfsaðila okkar fyrir endurvinnslu.

Passaðu að hafa símann hlaðinn áður en þú kemur með hann í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Frekari upplýsingar finnur þú á Þjónustuvef Epli.

Hér er svarið

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

 1. Vertu með Apple Watch og iPhone símann við höndina.
 2. Aftengdu Apple Watch.
  Við þetta er öryggisafrit tekið af úrinu inn á iPhone símann og fylgir honum ef gögn eru flutt í nýjan iPhone. 
 3. Hafðu Apple Watch segulhleðsluna og ólina með til að fá fullt uppítökuvirði.

Passaðu að hafa úrið hlaðið áður en þú kemur með það í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Hér er svarið

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

 1. Taktu öryggisafrit af gögnunum þínum.
 2. Skráðu þig út af iCloud, iTunes og App Store.
 3. Ekki eyða öllum gögnum! Þegar sölumaður er búinn að meta tækið aðstoðar hann þig við að eyða gögnum. Ef það er ekki hægt er gögnunum eytt hjá samstarfsaðila okkar fyrir endurvinnslu.

Passaðu að hafa tækið hlaðið áður en þú kemur með það í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Frekari upplýsingar finnur þú á Þjónustuvef Epli.

Hér er svarið

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

 1. Búðu til öryggisafrit, til dæmis með Time Machine.
 2. Skráðu þig út af iTunes á macOS Mojave eða eldri stýrikerfum.
 3. Skráðu þig út af iCloud í Settings / System Preferences.
 4. Skráðu þig út af iMessage.
 5. Hreinsaðu diskinn og settu macOS upp að nýju.
  Ef ekkert stýrikerfi er á vélinni er hún metin óvirk.

Passaðu að hafa hleðslu á fartölvu áður en þú kemur með hana í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Fyrir ítarlegri upplýsingar getur þú skoðað greinina Hvað gera skal áður en Mac tölva er seld, gefin eða tekin upp í nýja.

Hér er svarið

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

Áður en þú kemur með Android tæki í uppítöku Epli skaltu:

 • Taka afrit af gögnum.

 • Eyða öllum gögnum af tækinu, ef þú ætlar að fá gögnin inn á nýjan iPhone skaltu sleppa þessu skrefi. Tæknimenn á verkstæði geta aðstoðað við gagnaflutning gegn vægu gjaldi, sjá verðskrá.

 • Fjarlægja SIM kort, minniskort, hulstur og skjáfilmur.

Passaðu að hafa tækið hlaðið áður en þú kemur með það í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Í flestum tilfellum finnur þú ítarlegri leiðbeiningar á vef framleiðandans ef á þarf að halda.

Hér er svarið

Hvað þarf að gera fyrir uppítöku?

Hér er svarið

Taktu afrit af gögnum og eyddu þeim svo af tækinu ef á við.

Passaðu að hafa tækið hlaðið áður en þú kemur með það í verslun, sölumenn hafa því miður ekki tíma til að bíða eftir að tæki ræsi upp af tómri rafhlöðu.

Hér er svarið

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnur þú svör!

 • Við tökum við öllum tegundum farsíma, tölva, spjaldtölva, snjallúra og fleira. Ef tækið er verðlaust þá sjáum við um að koma því í endurvinnslu fyrir þig þér að kostnaðarlausu.

 • Já, tæki sem var grafið í af Apple er hægt að setja í uppítöku hjá okkur. Samstarfsaðili okkar fjarlægir grafið af með laser. Smávægilegt graf ætti því ekki að hafa áhrif á virði tækisins ef það er annars í góðu standi. Ef um stórt graf er að ræða, eða ef grafið var í með öðrum aðferðum en þá sem framleiðandi tækisins notar þá gæti það lækkað virði tækisins.

 • Já þú getur það, en það fellir ekki niður kortalánið. Þú þarft að greiða það áfram. Í flestum tilfellum getur þú haft samband við lánsveitanda til að greiða lánið niður að fullu ef þú svo kýst.

 • Ekkert vandamál. Við getum gefið út inneignarnótu sem þú getur notað í verslunum Epli þegar þér hentar.

 • Það fer eftir tækinu, framleiðandanum og ástandi. Svaraðu nokkrum laufléttum spurningum í reiknivélinni og við gefum þér áætlað uppítökuverð. 
  Endanlegt verðmat er svo framkvæmt af sölumanni í verslun eftir skoðun á tækinu.

 • Já. Þú getur notað reiknivélina okkar til að fá áætlað uppítökuverð. Sölumaður í verslun gefur þér svo endanlegt verðmat á tækinu eftir skoðun.

 • Á iPhone, iPad eða Apple Watch ferðu í Settings > General > About, þar er raðnúmerið undir Serial Number. Á Mac ferðu í Apple valmyndina () og velur About This Mac, þar er raðnúmerið undir Serial number.
  Ef þú finnur raðnúmerið ekki með þessum leiðum þá er Apple með leiðbeiningar á þjónustuvefnum Apple Support (opnast í nýjum glugga).
  Þú þarft raðnúmerið til að fá nákvæmt áætlað uppítökuvirði fyrir Apple tæki.

 • Ef verðið eftir uppítöku fer niður fyrir 100.000 kr. þá er ekki hægt að skipta greiðslum með kortaláni. Í slíku tilfelli bjóða fjármálastofnanir oft upp á skiptingu á stökum kreditkortafærslum og er það gert í appi eða netbanka. Fáðu upplýsingar frá þínum kortaútgefanda um hvernig þú getur dreift stökum færslum.

 • Nei því miður er það ekki hægt enn sem komið er. Uppítaka fer einungis fram í verslunum okkar að Laugavegi 182 og Smáralind.

 • Það fer eftir ástandi tækis og hvort þú sért með afrit af gögnum áður en þú kemur. Þú getur flýtt fyrir með því að fylgja leiðbeiningum okkar hér á vefnum. Ef ekki er þörf á aðstoð með gagnaafritun þá ætti ferlið ekki að taka nema örfáar mínútur.

 • Í sumum tilfellum, já. Til að fá fullt uppítökuverð á Apple watch þarf að fylgja Apple Watch hleðslusnúra, og borðtölvum þarf að fylgja með rafmagnssnúra, lyklaborð og mús. Við tökum við öllum aukahlutum og komum þeim í endurvinnslu ef þeir hafa ekkert uppítökuvirði.

 • Ef við höfum ekki sent tækið áfram til samstarfsaðila okkar þá er í einstaka tilfellum hægt að hætta við, þá þarftu að kaupa tækið af okkur fyrir sömu upphæð og við keyptum það af þér. Ef þú varst ekki búin/nn að nota inneignarnótuna þá getur þú notað hana.

 • Sölumenn okkar eru þjálfaðir til að meta ástand tækis og hafa aðgang að ítarlegri skilgreiningum samstarfsaðila okkar. Mat sölumanns í verslun er endanlegt mat. Reiknivélin á vefnum er til viðmiðunar.

 • Því miður er ekki hægt að gefa út inneignarnótu aftur, þær er aðeins hægt að gefa út einu sinni og eru ekki tengdar við kennitölu í kerfinu hjá okkur. Þú þarft því að passa upp á hana eins og um reiðufé sé að ræða.

 • Já. Uppítaka Epli gerir þér kleift að endurvinna hvaða Apple tæki sem er. Aðrir hlutir sem við tökum við og komum í endurvinnslu eru til dæmis rafhlöður, snúrur og kaplar, hulstur, skjáir, umbúðir utan af vörum keyptum hjá Epli og fleira.

 • Áður en þú kemur með tæki til okkar til endurvinnslu skaltu taka afrit af gögnunum þínum, ef þú hefur ekki tök á að afrita gögnin þá getur þú komið við á þjónustudeildinni og fengið okkur til að afrita gögnin þín gegn vægu gjaldi. Við höldum ekki skrá yfir tæki sem koma til endurvinnslu og er því almennt ekki hægt að hætta við eftir að hafa skilað inn tæki til endurvinnslu hjá okkur.

 • Hvort sem þú ert að taka afrit af gögnum eða eyða þeim, getum við sýnt þér hvernig þú getur gert það á öruggan máta. Ef þú getur það ekki þá getur þú greitt vægt gjald á verkstæðinu okkar fyrir aðstoð. Samstarfsaðili okkar eyðir öllum gögnunum á öruggan máta fyrir þig ef þú getur það ekki.

 • Friðhelgi er grundvallarmannréttindi. Hún er líka ein af grunngildum Apple. Þess vegna eru vörur og þjónustur þeirra hannaðar til að vernda hana. Það er nýsköpun sem við trúum á.

*Uppítökuvirði er mismunandi eftir ástandi, árgerð, framleiðanda, gengi dagsins og fleiru. Endanlegt verðmat fer fram hjá sölumanni í verslun eftir ítarlega skoðun á tækinu. Áætlað uppítökuvirði á vefnum er aðeins til viðmiðunar og er ekki loforð um greiðslu. Ekki er hægt að leysa inneignarnótu út fyrir reiðufé.

<p><span class="NormalTextRun SCXO69658792 BCX4">Hrein náttúra er okkar hagur.</span></p>
<p><span class="NormalTextRun SCXO69658792 BCX4">Hrein náttúra er okkar hagur.</span></p>

Hrein náttúra er okkar hagur.

Epli leggur ríka áherslu á að huga vel að umhverfinu og náttúrunni og er stefna okkar að leggja okkar af mörkum með því að endurvinna og endurnýta. 

Kynntu þér málið

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: