
Sjáðu hvers virði gamla tækið þitt er
Fáðu gott verð fyrir gömlu raftækin þín, óháð vörumerki,
þegar þú setur gamla tækið upp í nýtt.
Við tryggjum að öllum gögnum þínum sé eytt og sendum nothæfa hluti til endurvinnslu. Það er betra fyrir þig og umhverfið

Hvernig gengur uppítakan fyrir sig?
Ferlið er mjög einfalt, þú getur fengið áætlað verðmat á gamla
tækið þitt á vefnum. Þú slærð inn raðnúmer vörurnar eða IMEI
númer. Þú kemur svo með gömlu vöruna í verslanir Epli þar
sem sölufulltrúi mun fara yfir vöruna. Upphæð uppítöku fer
eftir aldri og ástandi tækisins. Engin takmörk eru á hvað þú getur
komið með mörg tæki.
-
Við tökum við öllum tegundum farsíma, tölvum, spjaldtölvum, snjallúrum ofl.
-
Við erum í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Replacegroup, sem sér um að koma tækinu í endurgræðslu eða endurnýtingu. Fyrirtækið fylgir öllum þeim umhverfisstöðlum sem til þarf.
-
Þú smellir á reiknivélina hér að ofan, svarar laufléttum spurningum um gerð og ástand tækisins, þannig færð þú áætlað verð. Til að fá endanlegt verð á tækið kemur þú með það í verslun Epli.
-
Þá sjáum við um að koma því í endurvinnslu fyrir þig þér að kostnaðarlausu.
-
Tæki getað lækkað talsvert í verði ef það er læst. Við könnum öll læst tæki og athugum í okkar gagnagrunni hvort um stolið tæki sé að ræða. Einnig þarf að vera slökkt á Find My iPhone
-
Við mælum með að öllum gögnum sé eytt af tækinu áður en komið er með það til okkar. Þegar tækið fer í endurvinnslu eða endurnýtingu er öllum gögnum eytt af Replacegroup
-
Epli greiðir þér fyrir vöruna með inneignarnótu sem þú getur notað hvenær sem er í verslunum Epli.