Valmynd
Innskráning Valmynd

Apple VAD á Íslandi

Skakkiturn ehf. rekur Apple VAD á Íslandi í umboði Apple Computer Inc. í Bandaríkjunum. Hlutverk fyrirtækisins er að sjá um innflutning, dreifingu, markaðssetningu, sölu og þjónustu á íslenska markaðssvæðinu.

VAD viðskeytið stendur fyrir Value Added Distributor. Þetta rekstrarfyrirkomulag er til staðar á smærri mörkuðum heimsins.

Fyrirtækið opnaði fyrstu Apple verslunina í Brautarholti 10–14 þann 1. apríl 2003. Þar blómstruðu viðskiptin sem aldrei fyrr og má segja að það húsnæði hafi sprungið strax eftir nokkurra mánaða rekstur.

Í byrjun ársins 2006 fluttist starfsemin á Laugaveg 182 þar sem glæsilegasta tölvuverslun Norðurlanda er til húsa ásamt skrifstofum, þróun og þjónustu.

Deildir

Fyrirtækjasvið
Þjónustudeild
Markaðssvið
Vefverslun Epli
Bókhald og reikningar

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.