Leiðbeiningar fyrir iCloud

Leiðbeiningar fyrir iCloud

Setja upp iCloud á iPhone, iPad eða iPod touch

Lærðu hvernig á að setja upp iCloud á tækjunum þínum, restin gerist sjálfvirkt.

Fyrir bestu upplifunina á iCloud skaltu ganga úr skugga um að tækið þitt standist lágmarks kröfur fyrir þá þjónustu sem þú sækist eftir.

Notaðu nýjustu útgáfu iOS og iPadOS

Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé að keyra nýjustu útgáfu iOS eða iPadOS.
Farðu í Settings > General > Software Update og athugaðu hvort uppfærsla sé í boði.

Skráðu þig inn

Farðu í Settings og skráðu þig inn á tækið með þínu Apple ID. Þegar þú skráir þig inn kviknar sjálfkrafa á iCloud.

Brenna spurningar á þér um Apple ID?

Skoðaðu iCloud stillingar

Farðu í Settings, veldu [nafnið þitt] og veldu svo iCloud. Veldu öpp—eins og Photos, Contacts, Calendars og öpp frá þriðja aðila—sem þú vilt nota með iCloud.

Settu upp iCloud á hinum tækjunum þínum til að samkeyra gögnin þín allsstaðar.

Finndu geymsluplan sem hentar þér

Lesa meira um iCloud geymsluplön. >

Einn öruggur staður fyrir allar myndir, skjöl og fleira

Lesa meira um iCloud. >

Útgáfudagur: 28. janúar 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: