Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Ef þú gleymir aðgangskóðanum eða tækið þitt er óvirkt

Lærðu hvað þú átt að gera ef þú gleymir aðgangskóðanum þínum eða tækið þitt birtir skilaboð um að það sé óvirkt (e. disabled).

Ef þú stimplar inn vitlausan kóða of oft munt þú sjá skilaboð á skjánum um að tækið sé óvirkt. Ef þú manst ekki kóðann þinn munt þú þurfa að endurstilla tækið þitt, sem eyðir öllum gögnum og stillingum, þar á meðal aðgangskóðanum. Ef þú tókst ekki öryggisafrit áður en þú gleymdir kóðanum, er engin leið fyrir þig að bjarga gögnunum af tækinu. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að fjarlægja aðgangskóðann þinn.

Fjarlægðu aðgangskóðann

Ef þú hefur tekið öryggisafrit af gögnunum þínum getur þú endurheimt gögnin og stillingarnar þínar eftir að þú endurstillir tækið. Ef þú hefur aldrei tekið öryggisafrit af tækinu þínu munt þú ekki geta endurheimt gögnin af tækinu. 

  • Þú munt þurfa á tölvu að halda fyrir þessi skref, ef þú átt ekki tölvu getur þú fengið að komast í tölvu hjá vini eða komið í Epli og fengið tæknimenn okkar til að gera þetta fyrir þig samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.
  • Gakktu úr skugga um að tækið sé tengt við rafmagn, ekki tölvuna, og fylgdu svo leiðbeiningum fyrir þitt tæki hér að neðan:

iPad með Face ID:

Smelltu á hækka takkann. Smelltu á lækka takkann. Ýttu og haltu niðri afltakkanum efst á tækinu þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu takkanum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.

iPhone 8 og nýrri:

Smelltu á hækka takkann. Smelltu á lækka takkann. Ýttu og haltu niðri afltakkanum á hlið tækisins þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu takkanum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.

iPhone 7, iPhone 7 Plus og iPod touch (7. kynslóð):

Ýttu og haltu niðri bæði afltakkanum efst á tækinu (eða á hlið tækisins) og lækka takkanum þar til tækið fer að endurræsa sig.
Haltu tökkunum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.

iPad með Home takka, iPhone 6s og eldri, og iPod touch (6. kynslóð) og eldri:

Ýttu og haltu niðri bæði afltakkanum efst á tækinu (eða á hlið tækisins) og Home takkanum þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu tökkunum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.

Endurstilltu símann

  • Tengdu tækið við tölvuna með kaplinum sem fylgdi.
  • Finndu tækið á tölvunni þinni. Þegar þú sérð möguleikann á Restore eða Update, veldu Restore. Tölvan þín mun nú ná í nýjasta stýrikerfið fyrir tækið þitt. Bíddu á meðan tölvan þín halar niður hugbúnaðinum fyrir tækið þitt. Ef niðurhalið tekur lengur en 15 mínútur og tækið þitt fer úr recovery mode, leyfðu niðurhalinu að klárast og endurtaktu leiðbeiningarnar fyrir recovery mode hér að ofan.
  • Eftir að endurstillingu lýkur, getur þú sett tækið þitt upp að nýju.

Frekari aðstoð

Ef þú getur ekki uppfært eða endurstillt tækið þitt með recovery mode, eða þú kemst ekki í recovery mode vegna skemmdra takka, getur þú komið á verkstæði Epli og tæknimenn okkar gera þetta fyrir þig samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

Útgáfudagur: 6. maí 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: