Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Vatns- og aðrar vökvaskemmdir falla ekki undir ábyrgð

Þjónusta vegna rakaskemmda fellur hvorki undir ábyrgðarskilmála Apple né neytendalög.

     

Svona getur þú fundið út hvort tækið þitt hafi orðið fyrir rakatjóni*

Ef raki skemmir iPhone eða iPod tækið þitt (t.d. vatn, kaffi, gos eða safi), fellur þjónustan við tækið ekki undir ábyrgarskilmála Apple né neytendalög. iPhone og flest iPod tæki sem framleidd voru eftir árið 2006 eru með innbygða rakapúða (e. Liquid Contact Indicator) sem sýna fram á hvort tækið hafi komist í snertingu við vöka.

iPhone og flest iPod tæki koma með rakapúða sem hægt er að sjá utanfrá.

Rakapúði virkjast þegar hann kemst í snertingu við vökva. Rakapúðinn er yfirleitt hvítur eða silfraður en breytir um lit þegar hann kemst í snertingu við vökva og verður rauður. Rakapúði breytir ekki um lit vegna loftraka eða hitabreytinga sem eru innan marka þess sem tækið á að þola.

Til að komast að því hvort að tækið þitt hafi komist í snertingu við vatn, getur þú fundið tækið þitt í töflunni hér að neðan og séð hvar rakapúðinn er staðsettur sem sést utanfrá. Til að auðvelda þér að sjá rakapúðann getur þú notast við stækkunargler með ljósi, þú gætir þurft að hreyfa stækkunarglerið eða tækið til þar til þú sérð rakapúðann almennilega.

Taflan hér að neðan segir til um hvar rakapúðann er að finna og hvernig hann lítur út eftir að hafa komist í snertingu við raka.

 

Tæki Staðsetning rakapúða
iPhone 11
iPhone 11 Pro, iPhone 11 Pro Max
iPhone XS, iPhone XS Max, iPhone X
iPhone XR
iPhone 8, iPhone 8 Plus, iPhone SE 2020
iPhone 7, iPhone 7 Plus
iPhone 6, iPhone 6 Plus, iPhone 6s, iPhone 6s Plus
iPhone 5, iPhone 5C, iPhone 5s,  iPhone SE
iPhone 4, iPhone 4s
iPhone 3G, iPhone 3GS

iPhone

iPod touch**

iPod nano**

iPod classic  iPod classic
iPod shuffle (3. kynslóð)  iPod shuffle (3rd gen)

 


     

Ef þú ert ekki viss hvort tækið þitt sé rakaskemmt, jafnvel þó að þú sjáir virkjaðan rakapúða, getur þú komið í verkstæðismóttöku Epli að Laugavegi 182 og fengið viðurkenndan tæknimann til að skoða tækið fyrir þig samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

*Tækið gæti verið rakaskemmt þrátt fyrir að rakapúðinn sem sést utanfrá er ekki virkjaður.

**iPod nano (7. kynslóð) og iPod touch (5. kynslóð) eru ekki með rakapúða sem sjáanlegur er utanfrá.

Útgáfudagur: 16. janúar 2020

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.