Leiðbeiningar fyrir Watch

Leiðbeiningar fyrir Watch

Ef Apple Watch tekur ekki hleðslu eða kveikir ekki á sér

Prófaðu skrefin hér að neðan ef þú þarft aðstoð eða getur ekki hlaðið Apple Watch.

Athugaðu hvort Apple Watch tekur hleðslu

Þegar þú tengir Apple Watch við hleðslu ættir þú að sjá græna eldingu green lightning bolt á skjánum.  

   
Ef úrið þarf á hleðslu að halda muntu sjá rauða eldingu red lightning bolt á skjánum. (Þú gætir þurft að smella á hliðartakkann til að kveikja á skjánum.) Þegar úrið er í hleðslu mun rauða eldingin red lightning bolt verða græn green lightning bolt. Ef skjárinn er svartur eða þú sérð mynd af Apple Magnetic Charging Cable og rauðri eldingu red lightning bolt , þarftu að hlaða úrið í allt að 30 mínútur. 
  

Aðstoð

Ef þú ert að notast við hleðslustand eða -kapal frá þriðja aðila skaltu prófa hleðslukapalinn sem fylgdi með Apple Watch.

Ef Apple Watch hleður ekki eða þú sér skilaboð um að hleðsla með þessum aukahlut er ekki studd: 

  • Gakktu úr skugga um að Apple Magnetic Charging Cable sé tengdur alla leið inn í USB hleðslutækið, og gakktu svo úr skugga um að hleðslutækið sé alveg í sambandi við rafmagn.
  • Gakktu úr skugga um að þú sért að nota Apple Magnetic Charging Cable og USB hleðslutækið sem fylgdi með Apple Watch. 
  • Fjarlægðu alveg plastfilmurnar báðum megin á segulhleðslunni, séu þær til staðar. 
  • Gakktu úr skugga um að segulhleðslan og bakhlið Apple Watch séu hrein.
  • Komdu úrinu fyrir á segulhleðslunni. Seglarnir sjá til þess að Apple Watch sé á réttum stað, þú ættir að sjá græna eldingu green lightning bolt á skjánum.
  • Ef Apple Watch hleður ekki eftir þessi skref skaltu framkvæma „force restart“. Ýttu á og haltu niðri bæði hliðartakkanum og Digital Crown í að minnsta kosti 10 sekúndur eða þar til þú sérð Apple merkið.
  • Prófaðu annan Apple Watch Magnetic Charging Cable og USB hleðslutæki. Ef úrið er alveg hleðslulaust gætir þú þurft að bíða í nokkrar mínútur eftir að græna eldingin green lightning bolt birtist á skjánum og gefur til kynna að úrið sé að hlaðast. 

Frekari aðstoð

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband við Apple Support, lesið þig frekar til hér á síðunni eða komið á verkstæði Epli.

Útgáfudagur: 6. desember 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: