iOS 18, iPadOS 14, macOS Sequoia, watchOS 11 og tvOS 18

Ný og uppfærð stýrikerfi frá Apple í haust 🍂

Apple hélt árlegu ráðstefnuna WWDC fyrir þau sem þróa hugbúnað fyrir Apple tæki í Apple Park garðinum. Apple kynnti þar ný stýrikerfi, tól, aðferðir, regluverk, viðbætur og síðast en ekki síst persónulegu gervigreindina Apple Intelligence. Gervigreind Apple nýtir sér krafta spunagreindar (e. GenAI) í persónulegu samhengi til að styðja þig á nothæfan og hentugan máta. Stórar uppfærslur eru á leiðinni fyrir iOS 18, iPadOS 18, macOS Sequoia og watchOS 11. Stærstu breytingarnar eru stórendurbætt Photos app, ný tól sem auðvelda vinnu & nám og nýjar leiðir fyrir tjáningu og útlit viðmóta. Vison Pro sýndarsjáin fær sína fyrstu uppfærslu í visionOS 2 og bætir við nýjum mörkuðum en Ísland er ekki með að þessu sinni.

Ný og uppfærð stýrikerfi frá Apple í haust 🍂

Apple Intelligence fer inn í öll stýrikerfi Apple og Siri.

Apple Intelligence - gervigreind fyrir þig

Aukin geta Apple flaga gerir það mögulegt að bæta skilningarvit Apple tækja, auka getu þeirra til að skapa mál og mynd, senda aðgerðir á milli appa og tengja þínar upplýsingar við einföld dagleg verk. Grunnurinn að Apple Intelligence er afkastageta Apple Silicon tækja til að meðhöndla fyrirspurnir á tækinu sjálfu, með það markmið að tryggja friðhelgi þinna gagna. Þegar fyrirspurn er of flókin er hægt að sækja sér aðstoð um einkaský Apple (e. Private Cloud Compute) sem tryggir sveigjanleika án þess að fórna persónuvernd.

Apple Intelligence - gervigreind fyrir þig

Breytanlegt viðmót, lifandi skilaboð og endurhannað Photos app á iPhone.

iOS 18 opnar á viðmótsbreytingar og gerir iPhone enn snjallari

iOS 18 opnar á verulegar breytingar á viðmóti iPhone - og nú er hægt að raða öppum og skjágræjum út um allt, breyta litum tákna, skipta út flýtileiðum á lásskjá og bætir við nýjum aðgerðum í Control Center. Photos appið fær allsherjar endurhönnun sem mun koma fólki á óvart. Skilaboð í iMessage fá nýjar brellur til að leggja áherslu á staf, orð eða orðalag og emoji lifna nú við í samtölum. Messages appið fær getu til að nýta sér gervihnattasamband fyrir skilaboð þegar þú ert

iOS 18 opnar á viðmótsbreytingar og gerir iPhone enn snjallari

iPad fær líka breytanlegt viðmót og Math Notes reiknigetu í Calculator og Notes.

iPadOS 18 fær loksins reiknivél

iPad fær fullt af nýjum fídusum fyrir Apple Pencil pennann og þá sérstaklega fyrir stærðfræði í iPadOS 18. Það er loksins komið reiknivél á iPad og hún er af dýrari gerðinni. Hægt er að skrifa upp reiknidæmi með pennanum og fá Calculator eða Notes appið til að reikna niðurstöður og búa til gröf með Math Notes lausninni. iPad getur lagað slappa rithönd og mýkir skriftina sjálfkrafa fyrir þig í rauntíma með Smart Script.

iPadOS 18 fær loksins reiknivél

Mac tölvur með Apple flögum fara leikandi létt með Apple Intelligence.

Betri leiðir til að vinna í macOS Sequoia með nýjungum og spunagreind

Continuity fær stóra uppfærslu og er nú hægt að nota iPhone inn í macOS Sequoia með iPhone speglun. Þú færð þannig óheftan aðgang að þínum síma inn í macOS með aðgang að stærri skjá, lyklaborði og mús. Safari fær líka veigamikla uppfærslu til að auðvelda þér að nálgast alls konar upplýsingar upplýsingar fyrr og nýjan Reader fídus sem styður myndbönd. Tölvuleikir fá betri stuðning með aðsniðnu rýmishljóði sem setja þig betur inn í aðstæður. Apple Intelligence bætir samskiptin og aðstoðar við að skrifa betri texta og tölvupósta (styður ekki íslensku sem stendur) og búa til skemmtilegar myndir með spunagreind.

Betri leiðir til að vinna í macOS Sequoia með nýjungum og spunagreind

Æfingarálag og hvíldardagar í Apple Watch geta komið þér í betra form.

Öflug innsýn í heilsu og form í watchOS 11

Nýtt Vitals app í watchOS 11 afhjúpar mikilvæg lykilatriði sem varða heilsu og form eins og helstu tölur sem snerta heilsu, æfingarálag, hvíldartíma og fleira. Hreyfihringir er nú sveigjanlegri og nú er hægt að taka sér hvíldardag. Smart Stack og Photos skífan nýta sér gervigreind til sníða sér að þér.

Öflug innsýn í heilsu og form í watchOS 11

Von er á hreyfanlegum biðskjá með Snoopy á Apple TV í haust.

Apple TV og Airpods uppfærð

tvOS 18 mun auðga upplifun með InSight sem sýnir þér upplýsingar um leikara, karaktera og tónlist í Apple TV+ kvikmyndum og sjónvarpsefni. Gervigreind hjálpar fólki að heyra betur í mæltu máli með Enchange Dialogue. Airpods Pro heyrnatólin munu geta skynjað þegar þú kinkar kolli eða hristir hausinn til þess að svara eða skella á þegar þú færð símtal.

Apple TV og Airpods uppfærð

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: