M2 örgjörvi
iPad Pro með M2 örgjörvum
iPad Pro 11” og 12,9” spjaldtölvurnar hafa verið uppfærðar með öflugri Apple M2 örgjörva, styðja nýja svif-virkni fyrir Apple penna, fá ProRes hröðunarkjarna fyrir myndvinnslu, 5G farnet og stuðning við WiFi 6 þráðlaus net. iPad Pro eru nú sjálfbærari og nota endurnýtt gull að öllu leyti, ásamt því að nota endurnýtt ál, tin og önnur sjaldgæf jarðefni.

Apple pencil
Svífandi penni færir ykkur framtíðina
Apple penninn getur nú svifið yfir skjáinn og er numinn í allt að 12mm fjarlægð frá skjánum. Öpp geta nýtt sér þann eiginleika á ýmsa máta: teikniforrit eins og ProCreate getur forsýnt þér það á að teikna eða sýnt þér stærð bursta áður hann er notaður.

Netsamband
WiFi 6 og 5G sambönd
iPad Pro styðja nú WiFi 6 þráðlaust net og 5G farnet. WiFi 6 eykur hraða og er 40% sneggra en WiFi 5. WiFi 6 tekst betur á við þegar það er þröngt setið og kemur í veg fyrir árekstra. 5G heldur þér í sambandi á ferðinni og kemur þér í gott samband þegar netið á kaffihúsinu er slappt. 5G býður upp á rosalegan hraða á farnetum og þolir mun fleiri samtengd tæki á hverju mastri.

Tengimöguleikar
Miklu betri stuðningur við skjái og hraðari fjölverkun
iPadOS er að fá stóra uppfærslu í haust sem iPad Pro ná að nýta sér vel. Þá verður miklu þægilegra að tengjast skjám með Thunderbolt4 tenginu og nota utanáliggjandi skjá eins og fólk þekkir af MacOS. Stage Manager eykur hraða fjölverkunar með svokölluðum sviðum, sem eru safn af allt að fjórum öppum sem þú getur raðað upp að þínum hætti á iPad skjánum eða safn af allt að átta öppum á utanáliggjandi skjá. Sviðin geta verið allt að fjögur eða fimm og eru staðsett vinstra megin á skjánum.
Sjálfbærar spjaldtölvur
iPad Pro eru nú sjálfbærari og nota endurunnið gull að öllu leyti, ásamt því að nota endurunnið ál, tin og önnur sjaldgæf jarðefni.
Markmið Apple er að vera
kolefnisjafnað fyrir árið 2030 í gegnum alla virðiskeðju sína. Það þýðir að tæki sem Apple framleiðir verði sjálfbær og núlli út áhrif sín á umhverfið.
