Mac

Hannað fyrir aðgengi

Mac tölvur eru hannaðar til þess að vera aðgengilegar og þægilegar. Svo þú getur gert miklu meira en þig órar fyrir.


Ef þú átt nú þegar iPhone þá muntu ❤️ Mac.

Þú munt kannast við þig á Mac ef þú notar iPhone. Sömu öpp og eiginleika er að finna á Mac og á iPhone, eins og Messages, Photos og FaceTime.
 

Hannað fyrir aðgengi

Afritun gagna hefur aldrei verið auðveldari

Mac tekur vel á móti Windows notendum

Ertu að koma úr Windows?
Afritunaraðstoðin hjálpar þér að færa mikilvæg gögn, tengiliði, dagatöl, pósthólf og annað sem þú þarft af fyrri tölvu. Ef þú nýtir iCloud Drive skýjaþjónustu þá sérðu þín gögn á iPhone og iPad þegar þú þarft þess.

Ertu að koma úr Mac?
Afritunaraðstoðin hjálpar þér að færa þig í nýjan Mac. Allir notendur færast yfir með sínum gögnum, stillingum og öppum - þráðlaust eða með snúru fyrir aukin hraða. Nýja tölvan tekur við þar sem sú gamla sleppir. Ef þú nýtir þér iCloud innskráningu við uppsetningu færðu gögn, ljósmyndir, myndskeið og öll skilaboð yfir á einu augnabliki.

 

Mac tekur vel á móti Windows notendum

En virka öll forritin mín á Mac?

Ójá, þessi keyra öll á Mac

Mac keyrir öll uppáhalds öppin þín.

Microsoft 365, Adobe Creative Cloud, Zoom auk þúsunda annarra appa er hægt að finna í Mac App Store sem gera þér kleift að vinna, læra, leika, skapa og vinna með öðrum. Veföpp eins og Google Docs keyra vel á Safari vafranum. Öllum Mac tölvum fylgir Pages fyrir ritvinnslu, Numbers fyrir töflureikning og Keynote fyrir smekklegar glærukynningar - skrifstofusvíta sem fylgir með macOS stýrikerfinu.

 

Ójá, þessi keyra öll á Mac

Öll skjölin - Öll í iCloud - Öll samstillt

iCloud skýjaþjónusta

iCloud tengir ljósmyndir, myndskeið, skrár, glósur, tölvupóst og svo mikið meira við öll þín Apple tæki.

Breytingar sem þú gerir á Mac tölvu samstillast við iPhone og iPad sem tryggir að þú sért alltaf að vinna með rétta útgáfu.

iCloud skýjaþjónusta
<p>Allt að 22 tíma rafhlöðuending.<br /><br />Hámaðu í þig heila sjónvarpsseríu á einni hleðslu.</p>

Allt að 22 tíma rafhlöðuending.

Hámaðu í þig heila sjónvarpsseríu á einni hleðslu.

Hraðari en nokkru sinni fyrr!

Taktu sprettinn með Apple Silicon

Svo hratt
Apple Silicon flögurnar bjóða upp á byltingu í afli og snerpu fyrir allt sem þú þarft að gera. Flögurnar er með innbyggðum örgjörva, skjákjarna og tauganetskjarna allt á einni smárri flögu. Það skiptir ekki mál hvort þú sért að tækla dagleg verk eða stærri verkefni, Mac tölvur gera hvort tveggja miklu hraðar en áður. Apple Silicon tölvur fara sparlega með rafmagn, geta skilað heilum degi í rafhlöðuendingu og missa ekki getu þegar þær vinna bara á rafhlöðunni.

Allt að 50% sneggri
en Windows fartölva með Intel Core i7

Lengri rafhlöðuending
Allt að 2,3x lengri ending en Windows fartölva
með Intel Core i7
Taktu sprettinn með Apple Silicon

Allar Mac tölvur bjóða upp á bestu mögulegu dulkóðun

Háþróað öryggi, innbyggt

Allar Mac tölvur bjóða upp á bestu mögulegu dulkóðun, sterkbyggðar vírusvarnir og útilokandi eldveggjakerfi. Ókeypis öryggisuppfærslur á macOS tryggja öryggi þinnar Mac tölvu.
Töfrandi fingrafar
Nýttu þér TouchID til að versla á netinu, aflæsa tölvunni, skrá þig inn á vefsíður og sækja öpp úr App Store.
Háþróað öryggi, innbyggt

Uppfærðar reglulega

Vel byggðar

Nautsterkt ál. Ofurhraðir smárar. Hvað sem gæti gerst, Mac tölvan þín mun höndla það - ár eftir ár.

macOS
macOS er uppfært reglulega til að tryggja öryggi og áreiðanleika. Hvert ár kemur stór uppfærsla sem opnar á nýja eiginleika og kemur með ný öpp.

 

Vel byggðar

Mac og iPhone eru betri saman

Betri saman

Messages
Þökk sé Messages getur þú samræmt spjall á milli tækja og þannig tekið upp þráðinn á öðru Apple tæki eins og ekkert hafi í skorist. Messages styður einnig SMS - það eru grænu skilaboðin.
Skýjaafritun
Afritaðu texta, myndir og myndskeið á milli tækja með skýjaafritun á iPhone, iPad og Mac. Það besta er að þú þarft ekkert að virkja - skýjaafritun virkjast í gegnum iCloud.
Handoff
Færðu það sem þú ert að gera á milli tækjana þinna - þegar þau eru nálægt hvort öðru - taktu upp þráðinn á stærri skjá.
Continuity Camera
Nýttu þér myndavélina á iPhone til að taka myndir beint inn í Mac tölvu eða vertu í betri gæðum á næsta fjarfundi. iPhone kann líka að skanna gögn eins og samninga og kvittanir.
Find My
Find My appið á Mac sýnir þér öll þín Apple tæki á einum stað - jafnvel þó það sé slökkt á þeim. Ef þú finnur ekki Mac fartölvuna þína, þá getur þú leitað að henni með öðrum Apple tækjum.

Mac og iPhone eru betri saman

AirDrop færir skrár og myndir á milli tveggja tækja og Find My staðsetur Apple tækin þín.

Airdrop

Með AirDrop getur þú fært skrár þráðlaust á milli tveggja Apple tækja. Fullkomið til að deila ljósmyndum eða skjölum á milli vina.

Betri saman

Skoðaðu úrvalið af Mac tölvum

<p>Nýttu gamla tækið<br />upp í nýtt.</p>

Nýttu gamla tækið
upp í nýtt.

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli.

Uppítaka

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: