Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Setja upp iCloud á Windows

Lærðu hvernig á að setja upp iCloud á tækjunum þínum, restin gerist sjálfvirkt.

 

     

Fyrir bestu upplifunina á iCloud skaltu ganga úr skugga um að tækið þitt standist lágmarks kröfur fyrir þá þjónustu sem þú sækist eftir.

Náðu í iCloud fyrir Windows

iCloud fyrir Windows veitir þér aðgang að skjölum, myndum, tengiliðum, dagatölum og fleira á Apple tækjum og Windows tölvu.

Ná í iCloud fyrir Windows. >

Skráðu þig inn á iCloud

Eftir að þú hefur náð í og sett upp iCloud fyrir Windows getur þú skráð þig inn með því Apple ID og lykilorði sem þú notar á Apple tækjunum þínum.

Brenna spurningar á þér um Apple ID?

Veldu þær iCloud þjónustur sem þú vilt nota

Eftir að þú hefur kveikt á iCloud skaltu velja þær þjónustur sem þú vilt nota og smella svo á Apply.

Til dæmis, ef þú kveikir á iCloud Photos og iCloud Drive mun iCloud fyrir Windows búa til nýjar möppur fyrir þær skrár í File Explorer. Nú munu þær skrár sem þú bætir við í iCloud möppunum birtast sjálfkrafa á Apple tækjunum þínum.

 

Finndu geymsluplan sem hentar þér

Lesa meira um iCloud geymsluplön. >

 

Einn öruggur staður fyrir allar myndir, skjöl og fleira

Lesa meira um iCloud. >

 

Útgáfudagur: 11. júní 2019

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.