Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Bæta við tölvupóstföngum á iPhone, iPad og iPod Touch

Tvær leiðir eru til að setja inn tölvupóstföng - sjálfvirkt og handvirkt.
Lærðu hvor kosturinn hentar þér.

Bæta við tölvupóstfangi sjálfvirkt

Ef þú notast við tölvupóstþjónustu líkt og iCloud, Google eða Yahoo – getur Mail sett aðganginn þinn upp með aðeins tölvupóstfangi og lykilorði.
Það er svona einfalt:

  • Farðu í Settings > Passwords & Accounts.
  • Veldu Add Account, og veldu svo tölvupóstþjónustuaðilann þinn.
  • Sláðu inn tölvupóstfangið þitt og lykilorð.
  • Veldu Next og hinkraðu á meðan Mail sannreynir aðgangsupplýsingarnar þínar. 
  • Veldu upplýsingar sem þú vilt tengja við tækið, eins og tengiliði (e. Contacts) eða dagatöl (e. Calendars).
  • Veldu Save.

Ef þú sérð ekki tölvupóstþjónustuaðilann þinn, skaltu velja Other til að bæta tölvupóstinum þínum við handvirkt.

Bæta við tölvupóstfangi handvirkt

Ef þú þarft að setja upp tölvupóstaðganginn þinn handvirkt, skaltu ganga úr skugga um að þú sért með stillingar tölvupóstþjónsins við hendina. Ef þú þekkir þær ekki, getur þú prófað að fletta þeim upp hjá Apple eða haft samband við þinn þjónustuaðila.
Fylgdu svo þessum skrefum:

  • Farðu í Settings > Passwords & Accounts.
  • Veldu Add Account, veldu Other og veldu svo Add Mail Account.
  • Fylltu út nafn, tölvupóstfang, lykilorð og lýsingu fyrir aðganginn. 
  • Veldu Next. Mail mun reyna að finna stillingar tölvupóstþjónsins og klára uppsetninguna. Ef Mail finnur stillingarnar getur þú valið Done til að ljúka uppsetningunni.

Er tölvupósturinn þinn uppsettur? Lærðu að nota Mail appið á iPhone, iPad og iPod touch.

Fylla út stillingar tölvupóstþjóns handvirkt

Ef Mail getur ekki fundið stillingar tölvupóstþjónsins, þarftu að slá þær inn handvirkt. Veldu Next, og fylgdu svo þessum skrefum:

  • Veldu IMAP eða POP fyrir tölvupóstinn. Ef þú ert ekki viss hvort þú átt að velja skaltu hafa samband við þjónustuaðila tölvupóstsins.
  • Sláðu inn upplýsingar fyrir Incoming Mail Server og Outgoing Mail Server. Veldu svo Next. Ef þú ert ekki með þessar upplýsingar getur þú prófað að fletta þeim upp hjá Apple eða hafðu samband við þjónustuaðilann.
  • Ef stillingar tölvupóstþjónsins eru réttar skaltu velja Save til að klára. Ef þær eru rangar muntu vera beðin/n um að laga þær. 

Ef þú getur enn ekki sett upp tölvupóstinn þinn, eða vistað stillingar tölvupóstþjónsins, skaltu hafa samband við þjónustuaðilann þinn.

Gerðu meira með Mail

Útgáfudagur: 3. febrúar 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: