Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Finndu og hafðu umsjón með tækinu þínu í tölvunni

Hægt er að hafa umsjón með iPhone, iPad, iPod og Apple TV í tölvu.

Hafðu umsjón með tækinu í Finder

Frá og með macOS Catalina kveðjum við iTunes og finnum tækin í hliðarvalmynd Finder gluggans. Smelltu einfaldlega á nafn tækisins undir Locations til að hafa umsjón með því.

iTunes 12

Hafðu umsjón með tækinu með því að smella á tækja myndina í efra vinstra horni iTunes gluggans

Ef fleira en eitt tæki er tengt við tölvuna kemur upp listi þegar smellt er á takkann, veldu tækið sem við á.

iTunes 11

Hafðu umsjón með tækinu með því að smella á takkann sem sýnir nafn tækisins í efra hægra horni iTunes gluggans. Sértu í iTunes Store þarftu að smella á Library takkann í efra hægra horni gluggans fyrst. Sjáir þú ekki tækið skaltu fara í View > Hide Sidebar.

Ef fleira en eitt tæki er tengt við tölvuna kemur upp listi þegar smellt er á takkann, veldu tækið sem við á.

iTunes 10 og eldri útgáfur

Þú finnur tækið í hliðarvalmynd iTunes gluggans.

Frekari leiðbeiningar

Útgáfudagur: 9. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: