Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvernig færa skal gögn yfir á nýja Mac tölvu

Notaðu Migration Assistant til að afrita öll gögn og stillingar af gömlu tölvunni þinni yfir á nýjan Mac.

Migration Assistant afritar öll skjöl yfir á nýju Mac tölvuna þína svo þú þurfir ekki að færa þau yfir handvirkt.

Hugbúnaður, stillingar og rafmagn

 • Settu inn allar hugbúnaðaruppfærslur frá Apple sem í boði eru á báðar Mac tölvurnar. Uppfærðu líka forrit frá öðrum útgefendum.
 • Gakktu úr skugga um að gamla Mac tölvan sé með OS X Lion eða nýrra.
 • Gakktu úr skugga um að gamla tölvan sé með nafn: Farðu í Apple menu > System Preferences > Sharing og athugaðu Computer Name reitinn.
 • Tengdu báðar tölvur við rafmagn.

Tengdu tölvurnar saman

 • Ef báðar tölvur eru með macOS Sierra eða nýrra er nóg að þær séu nálægt hvor annari og með kveikt á Wi-Fi. Ef önnur er með OS X El Capitan eða eldra skaltu tengja þær við sama net með Wi-Fi eða Ethernet.
 • Eða tengdu þær saman með target disk mode og með viðeigandi kapli eða breytistykki. Keyrðu svo upp gömlu tölvuna í target disk mode.
 • Eða tengdu nýju Mac tölvuna við Time Machine afrit af gömlu tölvunni þinni.

Migration Assistant

Á nýju tölvunni:

 • Opnaðu Migration Assistant frá Utilities möppunni í Applications.
 • Smelltu á Continue.
 • Þegar umbeðið skaltu velja hvaðan á að færa upplýsingarnar, frá Mac, Time Machine afriti eða ræsidisk.
 • Smelltu á Continue

Á gömlu tölvunni:
Ef þú keyrðir gömlu tölvuna upp í target disk mode eða ert að færa gögn með Time Machine afriti skaltu sleppa þessum fjórum skrefum.

 • Opnaðu Migration Assistant.
 • Smelltu á Continue.
 • Þegar umbeðið skaltu velja að færa gögnin yfir á nýjan Mac.
 • Smelltu á Continue.

Á nýju tölvunni:

 • Þegar umbeðið skaltu velja viðeigandi mynd sem stendur fyrir gögn frá öðrum Mac, Time Machine öryggisafriti eða ræsidisk.
 • Smelltu á Continue. Þú gætir séð öryggiskóða.

Á gömlu tölvunni:
Ef þú keyrðir gömlu tölvuna upp í target disk mode eða ert að færa gögn með Time Machine afriti skaltu sleppa þessum tveimur skrefum.

 • Ef þú sérð öryggiskóða skaltu ganga úr skugga um að það sé sá sami og á nýju Mac tölvunni.
 • Smelltu á Continue.

Á nýju tölvunni:

 • Þú ættir að sjá lista af öryggisafritum listuð upp eftir dag- og tímasetningu. Veldu afritið sem þú vilt nota.
 • Smelltu á Continue.

Áfram á nýju tölvunni:

 • Veldu upplýsingarnar sem þú ætlar að flytja inn.
 • Smelltu á Continue til að hefja innflutninginn. Ef þú ert með mikið magn af gögnum gæti flutningurinn tekið nokkrar klukkustundir.

Í dæminu hér að ofan er John Appleseed notandaaðgangur tölvunnar. Ef þú flytur aðgang yfir með sama nafni og aðgangur á nýju tölvunni munt þú vera beðin/n um að endurnefna gamla aðganginn eða skipta honum út fyrir þann sem er á nýju tölvunni. Ef þú velur að endurnefna mun gamli aðgangurinn koma fram sem sér aðgangur á tölvunni með aðra home möppu og innskráningu. Ef þú velur að skipta honum út mun gamli aðgangurinn skirfast yfir þann sem fyrir er í nýju tölvunni, þar með talið öll gögn sem kunnu að vera á honum.

Eftir að Migration Assistant klárar ferlið getur þú skráð þig inn á aðganginn sem fluttur var yfir á nýju tölvunni til að sjá gögnin á bak við hann. Ef þú ætlar ekki að eiga gömlu tölvuna áfram getur þú lært hvað skal gera áður en hún er seld, gefin eða skipt upp í nýja.

Útgáfudagur: 25. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: