Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Hvernig á að endursetja SMC á Mac tölvu

Að endursetja SMC getur leyst vanda tengdan afli, rafhlöðu og annara eiginleika.

     

SMC hefur umsjón með eftirfarandi eiginleikum, ef þú átt í vanda með eitthvert þeirra gætir þú þurft að endursetja SMC.

 • Afl, þar á meðal aflrofinn og afl til USB tengja
 • Rafhlaða og hleðsla
 • Viftur og önnur hitaumsjón
 • Merki eða skynjarar eins og stöðuljós (svefnstaða, hleðslustaða og annað), nemi fyrir óvænta hreyfingu, umhverfisljósneminn og baklýsing lyklaborðs
 • Hegðun við að opna og loka fartölvu

   

   

Endursetja SMC á Mac með T2 flögu

Ef tölvan þín er með Apple T2 öryggisflöguna skaltu fylgja þessum skrefum.

Fartölvur með T2 flögu

Áður en þú endursetur SMC skaltu prófa eftirfarandi:

 • Slökktu á tölvunni.
 • Ýttu á og haltu niðri aflrofanum í 10 sekúndur.
 • Bíddu nokkrar sekúndur og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

 

Ef vandinn er enn til staðar skaltu fylgja eftirfarandi skrefum til að endursetja SMC:

 • Slökktu á tölvunni.
 • Haltu niðri eftirfarandi lyklum á innbyggða lyklaborði tölvunnar. Tölvan gæti kveikt á sér.

  Control  vinstramegin á lyklaborðinu
  Option (alt)  vinstramegin á lyklaborðinu
  Shift  hægramegin á lyklaborðinu

 • Haltu öllum þremur lyklunum niðri í 7 sekúndur og haltu svo afltakkanum niðri að auki. Ef kveikt er á tölvuni mun slokkna á henni á meðan þú heldur lyklunum niðri.

 • Haltu öllum fjórum lyklum niðri í 7 sekúndur í viðbót, slepptu þeim svo.
 • Bíddu nokkrar sekúndur og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

Borðtölvur með T2 flögu

 • Slökktu á tölvunni og taktu hana svo úr sambandi við rafmagn.
 • Bíddu 15 sekúndur og tengdu hana svo aftur við rafmagn.
 • Bíddu í 5 sekúndur til viðbótar og kveiktu svo á vélinni með aflrofanum.

     

Endursetja SMC á öðrum tölvum

Ef tölvan þín er ekki með Apple T2 öryggisflögu skaltu fylgja þessum skrefum.

Fartölvur með rafhlöðu sem ekki er hægt að fjarlægja

Þetta á við um allar MacBook Air gerðir, sem og MacBook og MacBook Pro gerðir framleiddar frá miðju ári 2009 og seinna, að MacBook (13'' - mitt ár 2009) undanskilinni.

 • Slökktu á tölvunni.
 • Haltu niðri eftirfarandi lyklum á innbyggða lyklaborði tölvunnar.

  Shift  vinstramegin á lyklaborðinu
  Control  vinstramegin á lyklaborðinu
  Option (alt)  vinstramegin á lyklaborðinu

 • Haltu öllum þremur lyklunum niðri og bættu svo afltakkanum við að auki. • Haltu öllum fjórum lyklum niðri í 10 sekúndur.
 • Slepptu öllum lyklum og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

Fartölvur með rafhlöðu sem hægt er að fjarlægja

Þetta á við um allar MacBook og MacBook Pro gerðir sem framleiddar vour snemma árs 2009 og fyrr, sem og MacBook (13'' - mitt ár 2009).

 • Slökktu á tölvunni.
 • Fjarlægðu rafhlöðuna. (Ef þú átt í vandræðum með að fjarlægja rafhlöðuna getur þú komið á verkstæði Epli og fengið aðstoð).
 • Ýttu á og haltu niðri aflrofanum í 5 sekúndur.
 • Settu rafhlöðuna aftur í.
 • Ýttu á aflrofann til að keikja á tölvunni.

Borðtölvur

 • Slökktu á tölvunni og taktu hana svo úr sambandi við rafmagn.
 • Bíddu 15 sekúndur og tengdu hana svo aftur við rafmagn.
 • Bíddu í 5 sekúndur til viðbótar og kveiktu svo á vélinni með aflrofanum.

     

Frekari upplýsingar


Útgáfudagur: 27. janúar 2020

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.