Leiðbeiningar fyrir Watch

Leiðbeiningar fyrir Watch

Afpara og hreinsa gögn á Apple Watch

Að afpara Apple Watch endurstillir það á verksmiðjustillingar.

Aftengdu tækin

 • Hafðu Apple Watch og iPhone nálægt hvort öðru til að afpara.
 • Opnaðu Apple Watch appið á iPhone.
 • Farðu í My Watch flipann og veldu úrið þitt efst á skjánum.
 • Veldu info takkann the info icon við hlið þess úrs sem þú vilt afpara. 

  John's 42mm Aluminum Apple Watch in the Watch app.
 • Veldu Unpair Apple Watch.

  Apple Watch screen on iPhone showing details for John's Aluminum Apple Watch.
 • Fyrir GPS + Cellular módel, gætir þú verið beðin um að halda eða fjarlægja eSIM upplýsingar (cellular plan). 
  • Ef þú ætlar að para úrið aftur við símann skaltu velja „keep plan“. 
  • Ef þú ætlar ekki að para úrið aftur við síma í þinni eigu skaltu velja „remove plan“. Ef þú ætlar ekki að para nýtt úr við símann eða nýjan síma við úrið gætir þú þurft að láta fjarskiptafyrirtækið vita svo hægt sé að stöðva eSIM áskriftina. 
 • Veldu Unpair Apple Watch aftur til að staðfesta. Þú gætir þurft að slá inn Apple ID lykilorðið þitt til að slökkva á Activation Lock. Áður en öllum gögnum og stillingum er eytt af úrinu mun símin taka nýtt afrit af Apple Watch. Þú getur svo notað afritið til að setja upp nýtt Apple Watch. Eftir að afpörun lýkur munt þú sjá Start Pairing skjáinn.
 • Fylgdu þessum skrefum til að setja Apple Watch  upp að nýju.

Hreinsa Apple Watch

Ef þú ert ekki með iPhone símann og getur ekki afparað getur þú samt eytt öllum gögnum og stillingum á Apple Watch:

 • Á Apple Watch, opnaðu Settings > General > Reset > Erase All Content and Settings. 

  Reset screen on Apple Watch.
 • Fyrir GPS + Cellular módel, gætir þú verið beðin um að halda eða fjarlægja eSIM upplýsingar (cellular plan). 
  • Ef þú ætlar að para úrið aftur við símann skaltu velja „keep plan“. 
  • Ef þú ætlar ekki að para úrið aftur við síma í þinni eigu skaltu velja „remove plan“. Ef þú ætlar ekki að para nýtt úr við símann eða nýjan síma við úrið gætir þú þurft að láta fjarskiptafyrirtækið vita svo hægt sé að stöðva eSIM áskriftina. 
 • Veldu Erase All til að staðfesta. Þessi aðgerð endurstillir úrið á verksmiðjustillingar.

Prófaðu að fylgja þessum skrefum ef þú ert búin að gleyma aðgangskóðanum.

Útgáfudagur: 27. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: