Apple Watch Ultra tilboð
Úrbætur
Frábær tilboð
Apple Watch Ultra er úr frá Apple með nýrri framúrstefnulegri hönnun og ótrúlegum eiginleikum sem eru byggðir fyrir þrekvirki, landkönnun og ævintýri. Úrkassinn er byggður með málminum títaníum, glerið úr höggheldum safír og er kassinn 49mm hár sem gerir það stærsta úrið með mesta skjáplássið í vörulínu Apple. Á úrinu er nýr Action-takki sem er hægt að sníða að sínum þörfum og kemur þér fyrr á réttan stað. Apple Watch Ultra er með lengstu rafhlöðuendingu allra Apple úra, og endist í allt að 36 klukkutíma við venjulega notkun. Úrið er einnig með nýja orkusparnaðarstillingu sem nær að teygja rafhlöðuna í allt að 60 klukkutíma. Ný skífa, Wayfinder, hefur verið sérstaklega hönnuð til að nýta sér aukið skjápláss og býður upp á innbyggðan áttavita og pláss fyrir allt að átta upplýsingasvæði (e. complications).

