Helstu eiginleikar
• 40mm eða 44mm álkassi
• Retina skjár, alltaf kveikt
• 1000 nits birtustig
• -
• -
• 50m vatnsþolið*
• -
• -
• Púlsmælir
• Lætur vita um frávik og óreglulegan hjartslátt
• -
• Hitamælir
• Áætlar egglos innan tíðahringsins
• SOS neyðarsímtöl
• Alþjóðleg neyðarsímtöl
• Fallvörn
• Skynjar bílaárekstur
• Áttaviti
• Hæðarmælir, alltaf virkur
• GPS
• Allt að 18 tíma rafhlaða
• Allt að 32 tíma rafhlaða á Low Power stillingu
• Hraðhleðsla 0–80% á 45 mínútum
Þú gætir haft áhuga á

Lífsmarkaappið.
Dagleg heilsustöðuskýrsla á augabragði. Fáðu fljótlegt yfirlit yfir heilsugögn frá síðustu nóttu – þar á meðal hjartslátt, öndunartíðni, hitastig á úlnlið, súrefnismettun í blóði og svefnlengd – og fáðu tilkynningar ef margar mælingar víkja frá þínu venjulega bili.

Fáðu yfirlit yfir egglos aftur í tímann.
SE 3 er með háþróaða skynjara sem fylgjast með hitastigi þínu á meðan þú sefur. Tíðahringsappið notar þessi gögn til að gefa afturvirkt mat á því hvenær þú hafðir egglos, sem getur verið gagnlegt við fjölskylduáætlanir.

Skoðaðu svefnstigin þín þegar þú vaknar.
Svefngæði mótast af þáttum eins og lengd, háttatíma, hversu oft þú vaknar og hversu miklum tíma er varið á hverju svefnstigi. Svefnstig greina þessa þætti hverja nótt og gefa þér einkunn og stigafjölda. Þú færð að sjá hvernig útreikningurinn fer fram svo þú getir öðlast betri skilning á svefngæðum þínum og lært hvernig þú getur bætt þau enn frekar.

Hefur auga með kæfisvefni.
Kæfisvefn er ástand þar sem endurteknar truflanir verða á eðlilegu öndunarmynstri í svefni. Ef ástandið er ómeðhöndlað getur það leitt til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi, sykursýki af tegund 2, hjartavandamálum og öðru. SE 3 getur fylgst með öndunartruflunum yfir tíma og sent þér tilkynningu um hugsanlegan kæfisvefn.

Púlsappið.
Tekur púlsinn á líkamanum. Þú getur athugað púlsinn þinn hvenær sem þú vilt – og fengið sjálfvirkar tilkynningar um háan eða lágan púls eða óreglulegan hjartslátt.

Heilsuappið.
Heilsuappið hjálpar þér að safna mikilvægum heilsufarsupplýsingum með góðri yfirsýn á einn öruggan stað. Þú færð einnig gagnvirk töflurit og ítarlegar greiningar á þróun, svo þú getir skoðað heilsugögnin þín yfir tíma.

Fylltu hringina þína.
Fylgstu með daglegri hreyfingu þinni með hreyfingar-, æfingar- og standhringjunum. Aflaðu þér verðlauna og deildu árangri þínum með vinum svo þið getið keppt. Hægt er að gera hlé á hringjunum eða stilla þá hvenær sem er í hreyfingarappinu.

Öflugra æfingaapp.
Þökk sé endurbættu yfirliti með fjórum nýjum hnöppum í hornunum færðu enn hraðari aðgang að eiginleikum eins og spilunarlistum, æfingayfirliti og upplifunum eins og hraðastilli og sérsniðnum æfingum.

Stöðugar uppfærslur.
Apple Watch SE 3 er fullkominn æfingafélagi. Með innbyggðu GPS og háþróuðum skynjurum getur það hjálpað þér að skrá vegalengd, hraða og púls – og gefur þér allar þær mælingar sem þú þarft til að halda einbeitingu á æfingamarkmiðin þín.

Frábær tónlist fyrir allar hreyfingar.
Góð tónlist gerir erfiðustu æfingarnar bærilegri. Leyfðu Apple Music að velja hinn fullkomna spilunarlista byggðan á æfingategund og tónlistarsmekk þínum – eða veldu spilunarlista eða hlaðvarp sjálf/ur.

Hringdu og sendu skilaboð.
Farsímanet er innbyggt í SE 3 LTE. Með eSIM áskrift er hægt að ná í þig nánast hvar sem er, jafnvel þótt þú hafir ekki tekið iPhone með þér í hlaupatúrinn.

Auðvelt að hlusta.
SE 3 tengist AirPods óaðfinnanlega svo þú getir hlustað á tónlist, hljóðbók eða hlaðvarp án þess að nota hendurnar. Og ef þú ert ekki með AirPods nálægt geturðu núna spilað hljóð í gegnum hátalara úrsins.

Úrið er veskið þitt.
Borgaðu snertilaust á augabragði með Apple Pay alls staðar þar sem þú sérð tákn fyrir snertilausar greiðslur. Þú getur líka notað Wallet-appið fyrir miðann þinn eða brottfararspjald. Geggjað.

Pingaðu iPhone.
Finnurðu ekki iPhone-símann þinn? Ýttu bara á Ping iPhone-táknið á SE 3 og þá spilar iPhone-síminn hljóð svo þú getir fundið hann. Hljómar vel.