Leiðbeiningar fyrir iCloud

Leiðbeiningar fyrir iCloud

Týndur iPhone, iPad eða iPod touch

Ef þú týnir tækinu þínu eða grunar að því hafi verið stolið gætu þessar leiðbeiningar aðstoðað þig við að finna tækið og verja upplýsingarnar þínar.

með

Ef kveikt er á Find My [device] á tækinu

Þú getur notað Find My appið til að finna tækið, tekið skref til að aðstoða þig við að endurheimta það og haldið upplýsingunum þínum öruggum.

 • Skráðu þig inn á iCloud.com/find eða notaðu Find My appið á öðru Apple tæki.
 • Finndu tækið þitt. Opnaðu Find My appið eða farðu á iCloud.com og smelltu á Find iPhone. Veldu tæki til að sjá staðsetningu þess á korti. Ef tækið er nálægt getur þú látið það spila hljóð til að hjálpa þér eða einhverjum nálægt þér að finna það.
 • Merkja týnt (e. Mark As Lost). Þetta mun læsa tækinu með kóða og þú hefur val um að birta skilaboð með símanúmerinu þínu á skjánum. Þetta mun einnig fylgjast með staðsetningu tækisins. Ef einhver kort eru í Apple Pay mun ekki vera hægt að framkvæma greiðslur með tækið í Lost Mode. 
 • Tilkynntu tækið týnt eða stolið til lögreglunnar. Lögreglan gæti beðið um raðnúmer eða IMEI númer tækisins. Finna raðnúmer tækis.
 • Ef þú hefur keypt AppleCare+ with Theft and Loss getur þú tilkynnt tækið týnt eða stolið til Apple.
 • Hreinsaðu gögnin á tækinu. Til að koma í veg fyrir að einhver fái aðgang að gögnunum þínum getur þú eytt þeim. Öllum upplýsingum verður eytt, þar á meðal kort fyrir Apple Pay. Þú munt ekki geta fundið tækið með Find My appinu eða á iCloud.com ef þú ákveður að eyða öllum gögnum. Ef þú fjarlægir tækið af reikningnum þínum eftir að þú eyðir gögnunum mun slokkna á Activation Lock og hver sem er getur notað tækið.
 • Tilkynntu tækið týnt eða stolið til fjarskiptafyrirtækisins. Fjarskiptafyrirtækið gæti mögulega aðstoðað þig við að leita að tækinu sértu búin að tilkynna það til lögreglu og komin með málsnúmer.
 • Fjarlægðu týnda eða stolna tækinu af listanum yfir traust tæki. Þú munt ekki geta fundið tækið með Find My appinu eða á iCloud.com og það mun slokkna á Activation Lock og hver sem er getur notað tækið.

Ef þú notast við fjölskyldusamnýtingu (e. Family Sharing) munu aðrir fjölskyldumeðlimir geta aðstoðað við að finna týnt eða stolið tæki. 

Ef ekki er kveikt á Find My [device] á tækinu

Ef þú kveiktir ekki á Find My [device] áður en tækið týndist eða var stolið, er ekki hægt að nota þá lausn til að staðsetja tækið. En þú getur notað þessi skref til að aðstoða við að verja gögnin þín:

 • Breyttu Apple ID lykilorðinu. Með að breyta Apple ID lykilorðinu getur þú komið í veg fyrir aðgang að iCloud gögnum eða notkun á öðrum þjónustum eins og iMessage og iTunes á týnda tækinu.
 • Breyttu lykilorðunum að öðrum internet aðgöngum á tækinu, eins og tölvupósti, Facebook eða Twitter
 • Tilkynntu tækið týnt eða stolið til lögreglunnar. Lögreglan gæti beðið um raðnúmer eða IMEI númer tækisins. Finna raðnúmer tækis.
 • Tilkynntu tækið týnt eða stolið til fjarskiptafyrirtækisins. Fjarskiptafyrirtækið gæti mögulega aðstoðað þig við að leita að tækinu sértu búin að tilkynna það til lögreglu og komin með málsnúmer.
 • Fjarlægðu týnda eða stolna tækinu af listanum yfir traust tæki. Þú munt ekki geta fundið tækið með Find My appinu eða á iCloud.com og það mun slokkna á Activation Lock og hver sem er getur notað tækið.

Find My [device] er eina leiðin fyrir þig til að fylgjast með eða finna staðsetningu týnds tækis. Ef Find My [device] er óvirkt þegar tæki týnist eru engar aðrar Apple þjónustur sem geta aðstoðað þig við að finna, fylgjast með eða merkja tækið þitt. Fjarskiptafyrirtæki geta aðstoðað við leit eftir að búið er að tilkynna til lögreglu.

Frekari upplýsingar

Leiðbeiningar um þjónustur sem ekki eru á vegum Apple eru eingöngu til upplýsinga. Epli ber enga ábyrgð á þessum upplýsingum. Ávalt skal leita beint til þess aðila sem veitir þjónustuna sem um er rætt. Epli getur ekki aðstoðað við leit að týndu tæki. 

Útgáfudagur: 20. mars 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: