Leiðbeiningar fyrir iPhone

Leiðbeiningar fyrir iPhone

Ef þú getur ekki sett upp eSIM á iPhone

Lærðu hvað þú átt að gera ef þú getur ekki sett upp eSIM í iPhone-símanum þínum.

Hvað er eSIM?

eSIM er stafrænt SIM-kort sem er innbyggt í iPhone-símann þinn. Það útilokar þörfina fyrir hefðbundið áþreifanlegt SIM-kort. Þessi nýstárlegi eiginleiki gerir þér kleift að skipta á milli SIM-korta án fyrirhafnar, stjórna átta eða fleiri eSIM-kortum og virkja nýjar áskriftir stafrænt.

Smelltu á nafn þíns fjarskiptafyrirtækis fyrir sérsniðnar leiðbeiningar.

Eftirfarandi fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á eSIM í iPhone á Íslandi.

Hvað þú þarft

Almennar leiðbeiningar

Eftir að þú hefur fylgt hverju skrefi hér að neðan skaltu opna „Control Center“ með því að strjúka niður frá efra hægra horni skjásins. Athugaðu hvort símafyrirtækið þitt birtist í stöðustikunni. Ef ekki, farðu í næsta skref.

  1. Kveiktu og slökktu á „Airplane Mode“.

  2. Farðu í Settings > Cellular (eða Mobile Data) og athugaðu hvort númerið sem þú ert að reyna að virkja birtist. Ef svo er, slökktu á línunni og kveiktu síðan aftur á henni.

  3. Endurræstu tækið.

Á iPhone-módelum sem keyra iOS 18 getur þú sótt nýjustu útgáfu af Apple Support-appinu til að keyra viðbótargreiningar sem gætu hjálpað til við að ákvarða orsök vandamálsins í tækinu þínu.

Kannaðu stillingar fjarskiptafyrirtækis

Athugaðu stillingar fjarskiptafyrirtækisins á tækinu þínu, ýttu á Settings > General > About, og skrunaðu niður að eSIM hlutanum. Við hliðina á „Carrier“ er nafn fjarskiptafyrirtækis iPhone-símans þíns og útgáfunúmer. Ýttu á útgáfunúmerið. Ef uppfærsla er í boði muntu sjá ábendingu um að velja „OK“ eða „Update“.

Hafðu samband við fjarskiptafyrirtækið þitt

Ef þú getur enn ekki sett upp eSIM á iPhone-símanum þínum skaltu hafa samband við fjarskiptafyrirtækið þitt.

Það gæti verið gagnlegt að safna eftirfarandi upplýsingum fyrir fram:

  • Skrifaðu niður það villuboð sem þú sérð á iPhone-símanum þínum.

  • Safnaðu auðkennum fyrir iPhone-símann þinn og reikning hjá fjarskiptafyrirtækinu:

    • Símanúmerið þitt

    • IMEI eða EID númer iPhone-símans þíns. Til að finna þau farðu í Settings > General > About.

Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 14. ágúst 2025

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: