Helstu eiginleikar
• 42mm eða 46mm álkassi
• Retina skjár, alltaf kveikt
• 2000 nits birtustig
• IP6X rykvörn
• LTE tækni
• 50m vatnsþolið*
• Blóðsúrefnismettun smáforrit
• ECG hjartalínurit
• Púlsmælir
• Lætur vita um frávik og óreglulegan hjartslátt
• Lætur vita ef grunur er um háþrýsting
• Hitamælir
• Áætlar egglos innan tíðahringsins
• SOS neyðarsímtöl
• Alþjóðleg neyðarsímtöl
• Fallvörn
• Skynjar bílaárekstur
• Áttaviti
• Hæðarmælir, alltaf virkur
• GPS
• Allt að 24 tíma rafhlaða
• Allt að 38 tíma rafhlaða á Low Power stillingu
• Hraðhleðsla 0–80% á 30 mínútum
Þú gætir haft áhuga á

Skoðaðu svefnstigin þín þegar þú vaknar.
Svefngæði mótast af þáttum eins og lengd, háttatíma, hversu oft þú vaknar og hversu miklum tíma er varið á hverju svefnstigi. Svefnstig greina þessa þætti hverja nótt og gefa þér einkunn og stigafjölda. Þú færð að sjá hvernig útreikningurinn fer fram svo þú getir öðlast betri skilning á svefngæðum þínum og lært hvernig þú getur bætt þau enn frekar.

Hefur auga með kæfisvefni.
Kæfisvefn er ástand þar sem endurteknar truflanir verða á eðlilegu öndunarmynstri í svefni. Ef ástandið er ómeðhöndlað getur það leitt til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi, sykursýki af tegund 2, hjartavandamálum og öðru. Series 11 getur fylgst með öndunartruflunum yfir tíma og sent þér tilkynningu um hugsanlegan kæfisvefn.

Lífsmarkaforritið.
Dagleg heilsustöðuskýrsla á augabragði. Fáðu fljótlegt yfirlit yfir heilsugögn frá síðustu nóttu – þar á meðal hjartslátt, öndunartíðni, hitastig á úlnlið, súrefnismettun í blóði og svefnlengd – og fáðu tilkynningar ef margar mælingar víkja frá þínu venjulega bili.

Fylgstu með hjartanu með hjartalínuritsappinu.
Með Series 11 geturðu kannað hvort merki séu um gáttatif beint á úlnliðnum með því að nota hjartalínuritsappið til að taka hjartalínurit sem jafngildir eins leiðslu hjartalínuriti.

Púlsforritið.
Tekur púlsinn á líkamanum. Þú getur athugað púlsinn þinn hvenær sem þú vilt – og fengið sjálfvirkar tilkynningar um háan eða lágan púls eða óreglulegan hjartslátt.

Tíðahringur.
Heldur þér upplýstri. Tíðahringir eru mismunandi og þess vegna er best að fylgjast með þínum til að skilja hvað er eðlilegt fyrir þig. Þú getur notað Tíðahringsappið til að skrá blæðingar, færa inn einkenni og fá áætlanir um næstu blæðingar eða egglos. Þú getur líka fengið tilkynningar ef frávik greinast í tíðahringnum þínum.

Fáðu yfirlit yfir egglos aftur í tímann.
Series 11 er með fullkomna skynjara sem fylgjast með hitastigi á úlnliðnum þínum á meðan þú sefur. Tíðahringsappið notar þessi gögn til að gefa yfirlit yfir hvenær þú hafðir egglos aftur í tímann, sem getur verið gagnlegt við fjölskylduáætlanir.

Mældu súrefnismagn í blóðinu.
Ferskur andblær nýsköpunar. Apple Watch Series 11 er með nema og appi sem gerir þér kleift að mæla súrefnismettun í blóði þegar þörf krefur og framkvæma reglulegar mælingar í bakgrunni, jafnvel þegar þú sefur.

Hringdu og sendu skilaboð.
Farsímanet er innbyggt í Series 11 LTE. Með eSIM áskrift er hægt að ná í þig nánast hvar sem er, jafnvel þótt þú hafir ekki tekið iPhone með þér í hlaupatúrinn.

Með einni handahreyfingu.
Þaggaðu í símtölum, þaggaðu í niðurteljurum, hunsaðu tilkynningar og fleira með því einu að snúa úlnliðnum fram og til baka. Þægilegt þegar þú ert með fullar hendur.

Apple Pay. Kort á hendi.
Alltaf á ferðinni? Borgaðu fyrir nánast hvað sem er – allt frá uppáhaldskaffinu þínu til strætómiðans – með Apple Watch hvar sem þú sérð merki fyrir snertilausar greiðslur.

Smart Stack tillögur. Snjallt.
Með betri forspárreikniritum sem sameina gögn í tækinu og þróun í daglegri rútínu þinni færðu látlausa tilkynningu á úlnliðinn þegar Smart Stack hefur uppástungu sem gæti nýst þér þá og þegar. Sjáðu til. Tími fyrir skokktúr.