Helstu eiginleikar
• 11” Ultra Retina XDR skjár
• M5 flaga
• Allt að 2TB SSD
• 12MP myndavél (wide)
• 12MP myndavél að framan
• USB-C
• Fáanlegur með 5G stuðningi
• Styður Apple Pencil Pro
• Magic Keyboard Pro stuðningur
iPad Pro
Mmmmagnaður kraftur.


M5. Ofurhraður sköpunarkraftur.
Himinhá afköst og skilvirkni M5-flögunnar sprengja öll mörk á iPad Pro. Næstu kynslóðar 10 kjarna skjástýring með nýjum Neural Accelerators vinnur gervigreindarverkefni á leifturhraða – allt frá því að búa til myndir til þess að búa til tákn í stórum málalíkönum (LLM). Fjölþráða afköst örgjörvans og hraðvirkara minni gefa þér byltingarkenndan hraða fyrir allt sem þú vinnur að.

Allt að
6,7x hraðari afköst í faglegri myndvinnslu með geislasporun samanborið við iPad Pro með M1
6,7x hraðari afköst í faglegri myndvinnslu með geislasporun samanborið við iPad Pro með M1
Allt að
4x hraðari myndsköpun með gervigreind í samanburði við iPad Pro með M1
4x hraðari myndsköpun með gervigreind í samanburði við iPad Pro með M1
Hannaður fyrir
gríðarlega afkastagetu.
gríðarlega afkastagetu.

M5 er með þriðju kynslóðar þriggja nanómetra tækni sem skilar enn meiri afköstum, en er um leið svo orkunýtinn að rafhlaðan endist allan daginn. Næstu kynslóðar örgjörvi með allt að fjórum afkastakjörnum og sex skilvirknikjörnum tryggir ofurhraða, einstakan kraft og háþróaða gervigreindarvirkni.
Gervigreind, knúin með kröftum M5.
M5 Neural Engine tekur gervigreind á alveg nýtt stig, allt frá því að draga saman fyrirlestrarglósur til að sjálfvirknivæða verkefni sem þú framkvæmir daglega. Neural Accelerators í grafíkkjarnanum opna fyrir hagnýta gervigreindarvirkni í öppum eins og DaVinci Resolve fyrir iPad og Draw Things, svo þú getir fínstillt myndvinnsluna og búið til myndir með skipunum.


Allt að
4x hraðari myndsköpun með gervigreind
4x hraðari myndsköpun með gervigreind
Grafík á ljóshraða.

Leikjaupplifunin verður enn meira grípandi og raunverulegri með aukinni grafíkafköstum M5. Með endurbættum skyggikjörnum og þriðju kynslóðar geislasporun hefur M5-flagan 1,6 sinnum meiri grafíkafköst en M4-flagan fyrir grafíkfrek verkefni eins og myndvinnslu. M5-flagan notar einnig kraftvirka skyndiminni til að hámarka afköst í kröfuhörðum atvinnuöppum og leikjum.
Há upplausn fyrir spilun og vinnu.

Miðlavélin í M5-flögunni styður vélbúnaðarhraðaða kóðun og afkóðun fyrir orkunýtnari upptökur og spilun á myndskeiðum í hárri upplausn.

Spilaðu og breyttu allt að fimm straumum af 4K ProRes-myndskeiðum. Þú getur unnið með háþróuð verkflæði, allt frá flókinni þrívíddarútteiknun til eftirvinnslu með þungri grafík – bæði í klippistúdíóinu og úti á vettvangi.

iPadOS og öpp.
Einstök afköst fyrir öll heimsins verkefni.
Einstök afköst fyrir öll heimsins verkefni.
iPadOS 26 er með glæsilegri nýrri Liquid Glass-hönnun og byltingarkenndum endurbótum sem auka framleiðni á iPad Pro til muna. Endurhannað gluggakerfið er skilvirkara og gefur þér fleiri skipulagsmöguleika og meiri sveigjanleika en áður. Notaðu öflug öpp, spilaðu grafíkfreka leiki og taktu að þér skapandi verkefni af öllum stærðum og gerðum með einföldum snertiaðgerðum.

Auktu framleiðnina. Hafðu marga glugga opna í einu, breyttu stærð þeirra og raðaðu þeim eins og þú vilt og skiptu skjánum í þrjá eða fjóra hluta.

Tilkynning um bakgrunnsvinnslu sýnir framvindu á útflutningi myndbands, niðurhali skráar og afritun glósa.

Taktu og breyttu Smart HDR-myndum og ProRes-myndböndum í allt að 4K-upplausn. Opnaðu og breyttu risastórum þrívíddarsenum. Og notaðu flókin gervigreindarlíkön í öflugum öppum.
Ultra Retina XDR. Framúrstefnulegasti skjár í heimi.

Ultra Retina XDR-skjárinn er með byltingarkenndri tvöfaldri OLED-tækni. Hann býður upp á einstaka birtu, nákvæma skerpu og háþróaða tækni eins og ProMotion og True Tone sem tryggja magnaða sjónupplifun. Þú getur notað tilvísunarstillingu fyrir nákvæma litavinnu.
1000 nitbirtustig á öllum skjánum
1600 nithámarksbirtustig fyrir HDR
2.000.000:1skerpuhlutfall
True Tonefyrir þægilegt áhorf
ProMotionmeð aðlagandi endurnýjunartíðni frá 10 til 120 Hz
P3breitt litasvið

Uppítaka.

Skilaðu inn gjaldgengu tæki og fáðu inneign sem þú getur notað til að kaupa nýja Apple vöru.