-
Tilboð
-
Tilboð
-
Nýtt
-
Tilboð
-
-
-


Epli uppítaka
Komdu gamla símanum í verð.

Skiptu núverandi tæki þínu fyrir inneign upp í nýjan iPhone. Til að vernda gögnin þín og friðhelgi, munum við sýna þér hvernig á að taka afrit af gögnunum þínum á öruggan máta og eyða þeim svo áður en þú skiptir gamla símanum þínum út.

Move to iOS appið
Flytur gögnin þín í nokkrum einföldum skrefum.

Byrjaðu á að hlaða niður Move to iOS forritinu á Android símann þinn. Það flytur á öruggan máta það sem skiptir þig mestu máli — tengiliðina þína, skilaboð, WhatsApp efni, myndir, myndbönd, tölvupóst, uppáhaldsforrit og fleira — úr Android símanum þínum yfir á iPhone. Til að auka hraða flutningsins notar þú einfaldlega USB‑C snúru til að tengja tækin tvö saman.

Gerðu iPhone að þínum
Hægt að sérsníða frá A til Ö.
Litaðu tákn forrita og breyttu viðmótinu — eða leyfðu iOS að stinga upp á lit sem passar við veggfóðrið þitt. Skiptu út „Widgets“ á skjánum fyrir þau sem þú notar oftar, og margt fleira.

Apple Intelligence
Hjálpar þér að skrifa og tjá þig áreynslulaust.

Nýjustu iPhone-símarnir eru hannaðir fyrir Apple Intelligence, sem hjálpar þér að skrifa, tjá þig og klára hlutina áreynslulaust. Með byltingarkenndum persónuverndarráðstöfunum veitir það þér hugarró um að enginn annar geti nálgast gögnin þín — ekki einu sinni Apple. Viltu læra að gera eitthvað nýtt á iPhone, eins og að tímasetja textaskilaboð til að senda síðar? Með víðtækri þekkingu getur Siri leiðbeint þér skref fyrir skref. Apple Intelligence er sem stendur í boði á ensku.

Ending
Ef þú vilt síma sem endist, þá er þetta hann.

iPhone heldur verðgildi sínu lengur en aðrir snjallsímar. Hann er hannaður til að þola daglegt líf — og að standast skvettur og slettur. Og hann er með Ceramic Shield, sem er sterkara en nokkurt annað snjallsímagler.

Persónuvernd.
Það er iPhone.

Það er iPhone.
iPhone er hannaður frá grunni til að vernda persónuupplýsingar þínar. Forrit þurfa leyfi þitt til að fylgjast með virkni þinni. iMessage og FaceTime eru dulkóðuð.
Þetta er bara byrjunin.

Rafhlaða
sem endist allan daginn.

Vél- og hugbúnaðurinn á iPhone vinnur saman með krafti Apple-örgjörvans til að skila góðri rafhlöðuendingu allan daginn, svo þú getir gert meira á einni hleðslu.

Notendavænt
Allt einfaldlega virkar.

Þar sem verkfræðingar Apple hanna bæði vél- og hugbúnaðinn, tryggja þeir frábæra notendaupplifun í viðmóti sem og búnaði. Viltu tengja nýju AirPods við iPhone? Það er einfalt uppsetningarferli með einum smelli. Viltu deila myndum eða tengiliðum með vinum nálægt þér? AirDrop sýnir nöfn þeirra á skjánum, svo þú getir valið þá með einum smelli.

App Store
Fjöldi sérvalinna appa fyrir þig.
Ritstjórar App Store birta úrval smáforrita til að hjálpa þér að finna næsta uppáhaldsappið þitt. Þeir fjalla um hönnunina og koma með fróðleik til að einfalda þér valið.


Keyptu í verslun
eða á netinu
Við getum aðstoðað við uppsetningu.
Þegar þú kaupir í verslunum Epli getum við virkjað nýja iPhone-inn þinn og aðstoðað þig með uppsetningu ásamt gagnaflutningi svo þú gangir út með nýja símann tilbúinn til notkunar - með bros á vör.

Tengimöguleikar
USB-C. Einfaldari hleðsla.

Nú geturðu hlaðið hvaða USB‑C tæki sem er, eins og Mac eða PC tölvuna þína, með sömu snúrunni og þú notar til að hlaða iPhone 15 eða nýrri síma. iPhone 16 Pro styður einnig USB 3 með ofurhröðum skráaflutningi — svo þú getur flutt gígabætin þín á leifturhraða.

Umhverfið
Fleiri endurheimt og endurnýjanleg efni.

Verslanir Apple, skrifstofur, gagnamiðstöðvar og starfsemi eru þegar kolefnishlutlaus. Og árið 2030 munu vörurnar vera það líka. Hvernig munum þeir ná því? Með því að nota meira af endurunnum efnum. Auka orkunýtni. Nota endurnýjanlega orku. Forðast beina losun. Og fjárfesta í náttúrumiðuðum lausnum.

Hugarró
Gagnlegar aðgerðir. Innan og utan netsambands.

Þegar þú ert ekki í farsímasambandi eða nettengdur, getur iPhone náð gervihnattasambandi Þannig að ef þú þarft að halda sambandi við vini, geturðu sent og móttekið skilaboð og „Tapbacks“ beint úr Messages-forritinu. Fyrir neyðaraðstoð geturðu sent textaskilaboð til neyðarlínunnar. iPhone getur jafnvel greint alvarlegt bílslys og haft samband við neyðarlínu ef þú getur það ekki. Gildir í ákveðnum löndum, nánar á apple.com

Þróaðar myndavélar
Þú munt taka frábærar ljósmyndir með iPhone

Sjáðu hvernig Portrait-hamurinn lætur viðfangsefnið þitt standa út. Fangaðu ótrúleg smáatriði í erfiðri birtu. Notaðu Action-ham til að jafna óstöðugar „senur“ á meðan þú tekur upp. Bættu hljóðstyrk á röddum í myndbandinu þínu með AudioMix. Á iPhone 16 og iPhone 16 Pro geturðu fljótt nálgast myndavélaaðgerðir með „Camera Control“.

Allt knúið af Apple snjallsímaflögum.
Apple flögur skila framúrskarandi afköstum sem þú munt taka eftir í öllu sem þú gerir. Stýrikerfið er einnig hannað af Apple og allt virkar því saman á eins hnökralausan hátt og mögulegt er.