Öll tækin þín.
Ein óaðfinnanleg
upplifun.
Þegar þú notar Mac, iPad, iPhone eða Apple Watch geturðu gert ótrúlega hluti.
Og þegar þú notar þau saman geturðu gert svo miklu meira. Notaðu iPhone sem vefmyndavél fyrir Mac.
Hringdu og taktu á móti símtölum án þess að taka upp iPhone. Aflæstu Mac sjálfkrafa þegar þú ert með Apple Watch á þér.
Það er eins og þau hafi öll verið hönnuð fyrir hvort annað. Vegna þess að þau voru það!
Continuity Camera
Notaðu iPhone myndavélina með Mac.
Continuity Camera gerir þér kleift að nota iPhone sem vefmyndavél og opnar einstaka eiginleika fyrir næsta myndsímtal eða útsendingu. Og þú getur notað iPhone til að skanna skjöl og setja myndir beint inn í verkefnin þín á Mac.
Notaðu iPhone sem vefmyndavél. Uppsetningin er hnökralaus og þráðlaus – vertu með iPhone nálægt Mac og iPhone birtist án uppsetningar sem tiltæk vefmyndavél í FaceTime, Zoom og öðrum forritum. Continuity Camera opnar nýja möguleika eins og Desk View, sem gerir þér kleift að deila mynd af vinnusvæðinu þínu séð ofanfrá, og Studio Light, sem lýsir andlitið á fallegan hátt á meðan bakgrunnurinn er óskýr. Center Stage sér til þess að þú haldist í mynd ef þú hreyfir þig á meðan á símtali stendur.

Continuity Camera
Notaðu iPhone til að taka myndir eða sem skanna.
Notaðu iPhone til að taka mynd eða skanna skjal og láta það birtast sjálfkrafa á Mac. Taktu mynd af einhverju á skrifborðinu þínu og sjáðu það samstundis í Pages skjalinu þínu. Eða skannaðu kvittun og sléttuð útgáfa er strax fáanleg í Finder sem PDF. Continuity Camera virkar í Finder, Mail, Messages, Notes, Pages, Keynote og Numbers. Það er enn önnur ástæða þess að iPhone og Mac einfaldlega smella saman.

Universal Control
Allir saman nú.
Stjórnaðu bæði Mac og iPad með einu lyklaborði og mús eða snertifleti. Færðu bendilinn þinn óaðfinnanlega á milli þeirra. Sýndu listir þínar sem aldrei fyrr með því að nota kraft beggja tækjanna. Notaðu til dæmis Apple Pencil til að teikna nákvæmar myndir á iPad, notaðu síðan músina til að draga þær beint inn í kynningu sem þú ert að setja saman á Mac.

AirPlay á Mac
Stærra og betra
Deildu efni eins og t.d. myndböndum eða Keynote-kynningum — úr öðru Apple tæki yfir í stærri skjá á Mac tölvunni. Speglaðu efni eða bættu við aukaskjá til að vinna enn hraðar og betur. Þú getur líka notað Mac-tölvuna þína sem AirPlay hátalara og notið þannig enn betri hljómgæða.

Sidecar
Skjáborðið þitt, á iPad.
Sidecar gerir þér kleift að stækka vinnusvæðið þitt með því að nota iPad sem aukaskjá við Mac. Skapaðu í einu forriti á meðan þú vísar í annað eða sýndu vinnusvæði á einum skjá á meðan þú færir verkfærin þín ásamt litavali á hinn. Þú getur líka speglað skjámynd þannig að þeir sýni báðir sama efni, sem gerir það fullkomið til að deila nákvæmlega því sem þú sérð með öðrum.
Sýndu sköpunargáfu þína með Apple Pencil. Sidecar einfaldar lífið með Apple Pencil og uppáhalds teikniforritinu þínu. Notaðu Apple Pencil á iPad til að hanna í Illustrator, breyta myndum í Affinity Photo eða búa til þrívíddarlíkön í ZBrush. Dragðu einfaldlega efnið þitt yfir á iPad til að hefjast handa. Handhæga hliðarstikan birtir meira að segja nauðsynlega flýtiskipanir með því að sýna Command-, Control- og Shift.

Continuity Markup og Sketch
Teiknaðu með Apple Pencil eða fingri.
Continuity Markup gerir þér kleift að undirrita og leiðrétta skjöl eða teikna hringi utanum mikilvæg atriði. Notaðu Apple Pencil á iPad eða fingurinn þinn á iPhone og sjáðu breytingarnar gerast í beinni á Mac. Continuity Sketch gerir þér kleift að skissa á iPad eða iPhone sem fer sjálfkrafa inn í hvaða skjal sem er á Mac.

SMS
Fleiri leiðir til að koma skilaboðum þínum áfram.
Á Mac og iPhone getur þú sent og tekið á móti SMS textaskilaboðum (þau sem eru í grænum spjallbólum) beint úr Mac. Öll skilaboð sem birtast á iPhone birtast líka á Mac, einnig eru samtölin þín uppfærð í öllum tækjunum þínum. Þegar vinir senda þér skilaboð - óháð úr hvaða tæki - geturðu svarað úr Mac eða iPhone, hvort sem er næst þér.* Þú getur líka hafið SMS eða iMessage spjall á Mac með því að smella á símanúmer í Safari, Contacts, Calendar eða Spotlight.

Phone
Mac, svarar nú símtalinu.
Taktu á móti símtölum úr iPhone beint á Mac, Apple Watch eða iPad. Þú getur svarað símtali eða hringt úr þeim tækjum á meðan iPhone er óaðgengilegur, t.d. í bakpokanum eða í hleðslu í næsta herbergi.**
Að taka á móti símtölum. Þegar hringt er í iPhone getur þú svarað símtalinu á Mac, Apple Watch eða iPad. Þú færð tilkynningu sem sýnir þér nafn þess sem hringir, númer og prófílmynd. Þú munt líka heyra hringitón — sama hringitón og þú hefur stillt fyrir viðkomandi á iPhone. Smelltu á tilkynninguna til að svara og Macinn þinn verður að fundarsíma, svo þú getir átt samtalið á meðan þú heldur áfram að vinna.

Phone
Mac, hringir út.
Að hringja. Það er jafn auðvelt að hringja úr Mac og taka á móti símtali. Þú getur smellt á hvaða símanúmer sem er, t.d. í dagatali, símaskrá, skilaboðum eða á netinu til að hringja. Þú getur jafnvel hringt úr FaceTime eða slegið inn símanúmerið á lyklaborðinu þínu. Þarftu að standa upp? Færðu símtalið auðveldlega yfir í iPhone eða Apple Watch með einum smelli.

Auto Unlock
Aflæstu tölvunni áður en þú kemur þér fyrir.
Aflæstu Mac tölvunni þinni þegar þú ert með Apple Watch á þér. Óþarfi að slá inn lykilorð. Þarftu að taka símtal eða fara frá í skyndi? Haltu áfram með vinnuna þína þegar þú kemur aftur að tölvunni, án tafar.

Handoff
Byrjaðu á einu tæki, kláraðu í öðru
Segjum að þú hafir byrjað að skrifa tölvupóst á iPhone, en þú vilt klára hann á Mac. Eða þú byrjar að skrifa skýrslu á iMac en vilt halda áfram á iPad á leiðinni á fund. Handoff gerir það mögulegt. Þegar Mac, iOS eða iPadOS tækin þín eru nálægt hvort öðru geta þau sjálfkrafa sent það sem þú ert að gera úr einu tæki í annað.*** Tákn sem sýnir síðasta forritið sem þú varst að nota mun birtast á hinu tækinu þínu — í Dock á Mac/iPad eða í App Switcher á iPhone. Smelltu bara til að halda áfram með þar sem frá var horfið, án þess að þurfa að leita að skránni. Handoff virkar með Mail, Safari, Notes, Pages, Numbers, Keynote, Maps, Messages, Reminders, Calendar og Contacts. Og forritarar geta auðveldlega sett Handoff inn í öppin sín.

Universal Clipboard
Afritaðu á milli tækja
Afritaðu myndir, myndskeið eða texta úr forriti á iPhone eða iPad. Límdu síðan inn í annað forrit á Mac þegar tækin eru nálægt – eða öfugt. Það eru engin auka skref. Bara afrita og líma eins og þú gerir venjulega. Fannstu frábæra uppskrift á meðan þú varst að vafra á Mac? Límdu hráefnin beint í innkaupalistann á iPhone eða iPad. Þú getur jafnvel afritað og límt heilar skrár á milli tveggja Mac kerfa.

AirDrop
Að deila skrám hefur aldrei verið auðveldara.
AirDrop gerir þér auðvelt að deila skrám á milli Mac og iOS eða iPadOS tækja. Með örfáum smellum á Mac getur þú valið skrá úr hvaða möppu sem er og notað AirDrop til að senda hana á Mac, iPhone eða iPad nálægt þér. Og þar sem AirDrop er „peer-to-peer“ virkar það án Wi-Fi nets. Það er til dæmis tilvalið til að deila skjali með vinnufélaga í næsta herbergi eða senda kynningu til viðskiptavinar handan við borðið. Þú getur notað AirDrop til að senda skrár úr Share valmyndinni í forritunum þínum eða úr Finder á Mac. Viðtakendur munu fá tilkynningu sem þeir geta einfaldlega smellt á til að hlaða niður skránni.

Pay
Ein einfaldasta og öruggasta leiðin til að greiða á netinu.
Það er auðvelt að borga þegar verslað er á vefnum með Apple Pay í Safari. Leitaðu bara að Apple Pay á uppáhalds vefverslunum þínum og kláraðu kaupin með Face ID eða Touch ID á iPhone og iPad. Þú getur líka notað Touch ID á MacBook Pro eða MacBook Air eða tvísmellt ‑á hliðarhnappinn á Apple Watch. Kreditkortaupplýsingunum þínum er aldrei deilt þegar þú notar Apple Pay og viðskipti þín eru vernduð með markaðsleiðandi öryggi.

Instant Hotspot
Bara sí svona, og þú ert á netinu.
Ekkert Wi-Fi? Ekkert vandamál. Með Instant Hotspot getur Mac virkjað persónulega „hotspot“ á iPhone þegar tækin eru nálægt hvort öðru.**** Veldu einfaldlega iPhone úr Wi-Fi valmyndinni á Mac og þú tengist netinu á nokkrum sekúndum. Þú getur jafnvel skilið iPhone eftir í vasanum eða töskunni. Þegar hann er tengdur við persónulega „heita reitinn“ þinn sýnir Mac styrk sambands og rafhlöðu á iPhone. Eftir að þú hefur lokið við að vafra slökknar „heiti reiturinn“ sjálfkrafa til að varðveita endingu rafhlöðunnar. Næst þegar þú vilt komast á netið og það er ekkert Wi-Fi, mun Mac tölvan spyrja þig hvort þú viljir nota heitan reit aftur. Smelltu bara á OK til að komast á netið.

*SMS krefst iPhone eða iPad með iOS 8.1 eða nýrra, eða iPadOS.
**iPhone símtöl krefjast iPhone með iOS 8 eða nýrra.
***Handoff krefst iPhone eða iPad með iOS 8 eða nýrra, eða iPadOS.
****Instant Hotspot krefst iPhone eða iPad með 4G/5G og iOS 8.1 eða nýrra, eða iPadOS.
Apple Pay er þjónusta sem veitt er af Apple Payments Services LLC, dótturfélagi Apple Inc.
Hvorki Apple Inc. né Apple Payments Services LLC er banki.
Öll kort sem notuð eru með Apple Pay, eru á vegum kortaútgefanda þeirra.