Valmynd
Innskráning Valmynd
Yfirlit

Ef Apple TV fer ekki í gang

Finndu út hvað þú getur gert ef Apple TV fer ekki í gang, sýnir ekki mynd eða spilar ekki hljóð.

     

Prófaðu eftirfarandi

Athugaðu hvort vandamálið sé leyst eftir hvert skref.

  • Aftengdu HDMI kapalinn úr bæði sjónvarpi og Apple TV, og tengdu hann svo aftur svo tengið fari alla leið inn. Þú getur einnig prófað annan HDMI kapal til að kanna hvort vandinn liggi þar. Gakktu úr skugga um að sama HDMI tengi sé valið í sjónvarpsvalmyndinni og Apple TV er tengt í. 
  • Taktu bæði sjónvarpið og Apple TV úr sambandi við rafmagn í 30 sekúndur, settu bæði aftur í samband.
  • Prófaðu að endurstilla Apple TV.

     

Vandamálið enn óleyst?

  • Prófaðu annað HDMI tengi á sjónvarpinu, byrjaðu á HDMI 1 og svo framvegis.
  • Ef þú sérð Apple merkið og svo svartan skjá, getur þú prófað að halda inni Menu og Lækka í 5 sekúndur. Apple TV mun skipta um upplausn á 20 sekúndna fresti. Veldu OK til að staðfesta upplausn eða Cancel til að hætta við.
  • Ef þú ert að nota móttakara, heimabíó eða HDMI fjöltengi (e. HDMI switch), gæti eitthvað þessa verið vandamálið. Tengdu Apple TV beint í sjónvarpið til að komast að því. Ef þú færð mynd frá Apple TV á skjáinn getur þú tengt hin tækin við sjónvarpið, eitt í einu til að finna vandamálið. Eftir að hvert tæki er tengt við sjónvarpið skaltu kanna hvort þú fáir enn mynd frá Apple TV. 

Ef þú sérð enn ekki mynd á sjónvarpinu, heyrir ekki hljóð eða sérð aðeins Apple merkið, getur þú komið með Apple TV ásamt fjarstýringu á verkstæði Epli til bilanagreiningar.

Útgáfudagur: 20. maí 2021

Karfan þín

Bæta við uppitökutæki

Nýttu gamla tækið upp í nýtt!

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli. Upphæð uppítöku fer eftir aldri og ástandi tækisins. Engin mörk eru á hvað þú getur komið með mörg tæki. Allar tegundir velkomnar.