Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Endurheimta iPad með gagnaafriti

Hvernig á að endurheimta gögn með afriti frá iCloud eða tölvu.

Endurheimta gögn frá iCloud afriti

 • Kveiktu á tækinu. Þú ættir að sjá Hello skjá. Ef tækið er þegar uppsett þarftu að fjarlægja öll gögn áður en þú getur notað þessi skref til að endurheimta gögn frá afriti.
 • Fylgdu uppsetningarskrefunum á skjánum þar til þú kemur að Apps & Data hlutanum, veldu þar Restore from iCloud Backup.
 • Skráðu þig inn á iCloud með Apple ID.
 • Veldu afrit. Skoðaðu dagsetningu og stærð hvers afrits og veldu það sem mestu máli skiptir. Eftir að þú velur fer gagnaflutningur í gang. Ef skilaboð koma á skjáinn um að þörf sé á hugbúnaðaruppfærslu skaltu fylgja skrefunum á skjánum til að uppfæra stýrikerfið í tækinu (Ef þú færð ekki skref fyrir uppfærslu á skjáinn, getur þú lesið þig til hér).
 • Þegar beðið er um það skaltu skrá þig inn með Apple ID til að endurheimta forrit og kaup (Ef þú hefur keypt iTunes eða App Store efni með fleiri en einum Apple ID aðgangi muntu vera beðin/n um að skrá þig inn í hvert þeirra). Ef þú manst ekki lykilorðið þitt getur þú valið Skip this Step and sign in later. Þú munt ekki geta notað forritin eða efnið sem keypt voru með öðrum Apple ID aðgangi fyrr en þú skráir þig inn.
 • Passaðu upp á að tækið haldi nettengingu og bíddu eftir að framvindubrautin birtist og klárist. Framvindubrautin gæti tekið frá nokkrum mínútum og upp í klukkustund að klárast, allt eftir stærð öryggisafritsins og hraða nettengingar. Ef tækið missir nettengingu of snemma mun framvindan stoppa og halda áfram þar til tækið tengist sömu nettengingu á ný.
 • Nú getur þú klárað uppsetninguna og byrjað að njóta tækisins. Efni líkt og öpp, myndir, tónlist og aðrar upplýsingar munu halda áfram að keyra inn á tækið í bakgrunninum næstu klukkutíma og/eða daga, allt eftir því hve stórt gagnaafritið er. Reyndu að tengja tækið oft við Wi-Fi og rafmagn til að flýta fyrir ferlinu.

Frekari aðstoð við endurheimtun gagna frá iCloud afriti.

 

Endurheimta gögn frá afriti á tölvu

 • Á Mac með macOS Catalina 10.15 skal opna Finder. Á Mac með macOS Mojave 10.14 og eldri, eða á Windows tölvu, skal opna iTunes.
 • Tengdu tækið við tölvuna með USB kapli.* Ef upp koma skilaboð sem biðja þig um að slá inn lykilkóða tækisins eða Trust This Computer, skaltu fylgja skrefunum á skjánum. Ef þú ert búin/n að gleyma lykilkóðanum getur þú fengið aðstoð við það hér.
 • Veldu tækið þegar það birtist í Finder eða iTunes glugganum. Ef tækið kemur ekki upp má fá aðstoð við það hér.
 • Veldu Restore Backup. Ef skilaboð koma upp um að hugbúnaður tækisins sé of gamall má finna leiðbeiningar hér.
 • Skoðaðu dagsetningu og stærð hvers afrits og veldu það sem mestu máli skiptir.
 • Veldu Restore og bíddu þar til ferlið klárast. Ef umbeðið, skaltu skrá inn lykilorðið fyrir dulkóðað afrit.
 • Hafðu tækið tengt eftir að það endurræsist og bíddu þar til að samkeyrir sig við tölvuna. Þú getur aftengt tækið eftir að samkeyrslan klárast.

Frekari aðstoð við endurheimtun gagna frá afriti á tölvu.

 

Útgáfudagur: 9. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: