Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Hvernig taka skal afrit af iPhone, iPad og iPod touch

Ef þú tekur afrit af gögnunum þínum munt þú eiga afrit til að nota í tilfelli þar sem tækinu þínu er skipt út, það týnist eða skemmist.

Veldu afritunarleið

Áður en þú byrjar getur þú kynnt þér muninn á iCloud afriti og afriti með tölvu, og valið þá afritunarleið sem hentar best þínum þörfum. Ef þú þarft á báðum að halda getur þú tekið afrit með báðum leiðum.

Afrit með iCloud

  • Tengdu tækið við Wi-Fi net.
  • Farðu í Settings > [nafnið þitt], og veldu iCloud.
  • Veldu iCloud Backup
  • Veldu Back Up Now. Passaðu að tækið haldi tengingu við Wi-Fi netið þar til afritun lýkur.

Þú getur fylgst með ferlinu og staðfest að afritunin hafi klárast. Farðu í Settings > [nafnið þitt] > iCloud > iCloud Backup. Fyrir neðan Back Up Now, munt þú sjá dag- og tímasetningu síðustu afritunar.
Fáðu hjálp við afritun gagna eða stjórnaðu geymsluplássi þínu í iCloud.

Sjálfvirk afritun með iCloud Backup

Til að heimila iCloud að taka afrit sjálfvirkt á hverjum degi þarftu að gera eftirfarandi:

  • Gakktu úr skugga um að kveikt sé á iCloud Backup inni í Settings > [nafnið þitt] > iCloud > iCloud Backup.
  • Tengdu tækið við hleðslu.
  • Tengdu tækið við Wi-Fi net.
  • Gakktu úr skugga um að slökkt sé á skjá tækisins og hann læstur.
  • Athugaðu hvort þú hafir nóg pláss í iCloud fyrir afritið. Þú færð 5GB frítt geymslupláss með iCloud-reikningnum þínum. Ef þú þarft auka geymslupláss í iCloud getur þú keypt meira í iPhone, iPad, iPod touch eða Mac. Ódýrasta leiðin kostar $0,99 án vsk. á mánuði og veitir 50GB geymslupláss í heildina. Hér getur þú lesið þig til um verðlagningu á þínu svæði.

Afritun með iTunes

  • Tengdu tækið við tölvuna þína með snúrunni sem fylgdi. Á Mac með macOS Catalina 10.15, skal opna Finder. Á Mac með macOS Mojave 10.14, eldri, eða PC tölvu, skal opna iTunes.
  • Ef upp koma skilaboð sem biðja um lykilkóða tækisins (e. device passcode) eða Trust This Computer, skaltu fylgja leiðbeiningum á skjánum. Ef þú ert búin/n/ið að gleyma kóðanum, fáðu aðstoð.
  • Finndu tækið þitt í tölvunni. Ef tækið kemur ekki upp í tölvunni þinni, getur þú lært hvað skal gera hér.
  • Ef þú vilt geyma Health and Activity gögn frá tækinu þínu eða Apple Watch, þarftu að dulkóða afritið: Veldu Encrypt [device] backup og búðu til lykilorð sem er auðvelt fyrir þig að muna. Ef þú þarft ekki að geyma Health and Activity gögn, getur þú tekið afrit sem er ódulkóðað. Veldu Back Up Now.
  • Skrifaðu lykilorðið fyrir afritið þitt niður og geymdu það á öruggum stað, þar sem engin leið er að nýta afritið án þessa lykilorðs.
  • Þegar afritun er lokið, getur þú séð hvort það hafi heppnast.

Útgáfudagur: 6. desember, 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: