Nýr M4 örgjörvi
MacBook Pro 14" M4
14" tommu MacBook Pro með M4 er kjörið val fyrir frumkvöðla, námsmenn, skapandi einstaklinga eða alla sem vilja nýta tíma sinn til að gera það sem þeir elska. Með 10-kjarna CPU, þar af fjórum frammistöðu-kjörnum og sex skilvirkni-kjörnum, og 10-kjarna GPU með þróaðri grafíkvinnslu, býður nýja MacBook Pro upp á hraðari frammistöðu fyrir ýmis verkefni.
MacBook Pro
M4 Pro
MacBook Pro með M4 Pro býður upp á ótrúlega frammistöðubætingu við flóknari og meira krefjandi verkefni. M4 Pro býður upp á 14-kjarna CPU og 20-kjarna GPU, og til viðbótar bætist við ótrúleg 75% aukning á vinnsluminnisbandvídd, sem fer langt fram úr öllum öðrum AI-örgjörvum á markaðnum.
MacBook Pro
M4 Max
MacBook Pro með M4 Max er ætlað þeim sem leggja mikla áherslu á verkefni sem krefjast allra stærstu úrlausna, svo sem gagnavísindamenn, 3D listamenn og tónskáld. Með allt að 40-kjarna GPU, 16-kjarna CPU og meira en hálfterabæti á sekúndu í sameinuðu vinnsluminnisbandvídd, gerir M4 Max notendum kleift að vinna verkefni sem áður voru aðeins möguleg á borðtölvum.
Myndvinnsla og grafísk hönnun
Meðhöndlaðu stórar myndaskrár, án þess að svitna
Breyttu og lagfærðu myndir hvort sem það er í vinnustofunni eða á staðnum. Adobe Lightroom, Adobe Photoshop, Affinity Photo 2, Capture One, Pixelmator Pro, Topaz Photo AI, Nik Collection 7, og fleiri.
Taktu að þér myndskreytingar, leturgerð, sjónræna klippingu, gagnvirka hönnun og hreyfigrafík - án vandræða.
Adobe InDesign, Affinity Publisher 2, Sketch, Linearity Curve, Adobe Illustrator og fleira.
Tónlist og myndbandavinnsla
Fer létt með tónlistarframleiðslu og kvikmyndagerð
Framleiddu alla plötuna.
Semdu, taktu upp og blandaðu þúsundum laga með hundruðum viðbóta í rauntíma. Logic Pro, Pro Tools, Ableton Live, Cubase, Adobe Audition, FL Studio, MainStage, og fleira.
Búðu til sögur sem vert er að segja frá.
Fljúgðu í gegnum 4K og 8K myndefni og taktu á hreyfigrafík og samsetningu með ofurhröðum úrvinnslutíma.
DaVinci Resolve Studio, Adobe Premiere Pro, Final Cut Pro, Adobe After Effects, og fleira.
Nú er MacBook Pro M4 Pro & M4 Max með
Thunderbolt 5
MacBook Pro M4 Pro & M4 Max eru með þrjú Thunderbolt 5 tengi sem meira en tvöfalda flutningshraðann upp í 120 Gb/s, sem opnar möguleikann á enn hraðari utanáliggjandi gagnageymslum, dokkum og fleiru. Allar MacBook Pro eru með HDMI tengi sem styður allt að 8K upplausn, SDXC kortarauf, MagSafe 3 tengi fyrir hleðslu og heyrnartólstengi ásamt stuðningi fyrir Wi-Fi 6E og Bluetooth 5,3.
Heldur þér í miðjum rammanum
Center Stage
Center Stage heldur þér í miðjum rammanum þegar þú hreyfir þig um rýmið í myndsímtölum.
Deildu vinnusvæðinu
Desk view
Desk View gerir þér kleift að deila vinnusvæðinu þínu og bæta við alveg nýrri vídd til að gera myndsímtölin þín meira aðlaðandi.